Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 26

Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 26
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Starfsmenn í KB banka eiga um 19,5 milljarða í hlutabréfum í bankanum. Um síðustu áramót áttu starfsmenn KB banka um fimm prósent hlutafjár í bankan- um, samkvæmt upplýsingum er komu fram í ársreikningi, og nam andvirði hlutanna 14,5 millj- örðum króna. Bankinn hefur hækkað um 35 prósent frá ára- mótum og virði bréfanna um fimm milljarða. Stór hluti af heildareign starfsmanna í bankanum er í höndum helstu stjórnenda og framkvæmdastjóra. Ætla má að markaðsvirði hlutabréfa í þeirra eigu hafi hækkað um 2,5 millj- arða frá áramótum. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að stjórnendur í KB banka hefðu gert framvirka samninga um kaup á hlutabréf- um fyrir rúma 1,7 milljarða króna á genginu 580. Kaupend- urnir hafa hagnast strax á samn- ingunum því gengi bankans er komið yfir 600 krónur á hlut. Hagnaðurinn á hvern aðila nem- ur átta milljónum. Af þeim innherjum sem eiga aðild að þessum samningum eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðs- son og Sigurður Einarsson, starf- andi stjórnarformaður, með kauprétt að tæpum 7,7 milljónum hluta samanlagt. Markaðsvirði hlutanna miðað við síðasta gengi er 4,6 milljarðar króna. Á aðalfundi KB banka í mars árið 2004 var samþykkt að veita Hreiðari Má og Sigurði rétti til þess að kaupa 812 þúsund hluti á ári næstum fimm árin. Miðast kaupgengi við markaðsvirði dag- inn sem rétturinn er veittur. Eignarhlutur Hreiðars Más, án kaupréttar, er þessa stundina um 1,2 milljarðar króna. Hann hefur gert framvirkan samning um kaup fyrir 232 milljónir króna á genginu 580. Lokaupp- gjör samnings verður 29. nóvem- ber næstkomandi. Eignarhlutur Sigurðar er um 1,5 milljarðar króna og hann hef- ur sömuleiðis gert framvirkan samning um kaup á bréfum fyrir 232 milljónir króna. Kaupréttarsamningar til starfsmanna hafa verið hluti af starfskjörum þeirra allar götur síðan árið 2000 þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn störfuðu sitt í hvoru lagi. Ekkert félag í Kaup- höll Íslands hefur jafn viðamikl- ar kaupréttaráætlanir og KB banki. Vika Frá áramótum Actavis Group 0% 7% Bakkavör Group 2% 75% Burðarás 1% 47% Flaga Group -2% -34% FL Group -2% 56% Grandi 0% 7% Íslandsbanki 1% 36% Jarðboranir -3% 2% Kaupþing Bank 1% 34% Kögun -1% 24% Landsbankinn 3% 80% Marel 0% 28% SÍF -3% -3% Straumur -1% 39% Össur -1% 16% *Miðað við gengi í Kauphöllinni á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Starfsmenn hagnast vel Hlutabréfaeign starfsmanna í KB banka hefur hækkað um fimm milljarða frá áramótum, þar af um 2,5 milljarða hjá 14 stjórnendum. Lykilstjórnendur hagnast um 8 milljónir króna á einum degi vegna framvirks samnings. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Úrvalsvísitalan stóð í rúmum 4.600 stigum við lokun markaða í gær og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 38 prósent frá áramótum og um sex- tíu prósent á ári undanfarin tvö ár. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka segir engar blikur á lofti um að verð á hlutabréfum lækki í bráð: „Þetta er búið að vera gríðarlega öflugt í sumar. Ég sé enga ástæðu til annars en að búast við því að verð á hlutabréfum haldi áfram að tikka upp á við.“ Atli telur hækkanir síðustu vikna knúnar áfram af góðum uppgjörum fyrirtækja Kauphall- arinnar: „Verð á hlutabréfum byggir fyrst á fremst á vænting- um og uppgjörin gefa vísbend- ingu um að afkoma verði áfram góð og vaxandi.“ Atli segir gamla máltakið um að það sem upp fari hljóti að koma aftur niður ekki endilega eiga við í þessu tilviki: „Starf- semi fyrirtækjanna hefur vaxið mikið og kakan því stækkað.“ - jsk KB banki á þrettán prósenta hlut í danska Bonusbanken, sem hækkað hefur hvað mest í dönsku kauphöllinni á þessu ári. Danski bankinn hefur tvöfaldast í verði frá því í byrjun júní. Bonusbanken hefur vaxið hratt á undanförnum árum og sérhæfir sig í einkabankaþjón- ustu fyrir einstaklinga og minni og meðalstór fyrirtæki. Bankinn hagnaðist um eitt hundrað millj- ónir á fyrri helmingi ársins, sem er lítið minni hagnaður en fyrir allt síðasta ár. - eþa Ekkert lát á hækkunum hlutabréfa Úrvalsvísitalan stendur í rúmum 4.600 stigum. Sérfræðingur Íslandsbanka segir engar blikur á lofti um að verð fari lækkandi í bráð. SPRON í sérflokki Hagnaður sparisjóðanna eykst milli ára. Atlantic leigir olíuborpall Færist nær því að verða olíuframleiðandi. Neytendur bjartsýnir Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst hærri frá því í maí 2003 að því er kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka. Tiltrú neytenda á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnu- málum hefur vaxið verulega að undanförnu samhliða miklum vexti í hagkerfinu og minnkandi atvinnuleysi. Í Morgunkornum kemur einnig fram að fleiri telji að heildartekjur sínar verði hærri en þeir sem telja að þær verði lægri. - dh Atlantic Petroleum hefur færst nær því að verða olíuframleið- andi með því að taka olíuborpall á leigu á svokölluðu Chestnut- svæði. Framleiðslugeta pallsins er þrjátíu þúsund tunnur af olíu daglega og geymslupláss fyrir 300 þúsund olíutunnur. Chestnut-svæðið verður eitt af minnstu framleiðslueiningunum í Norðursjónum. Borpallurinn verður leigður að minnsta kosti til 30 mánaða með möguleika á framlengingu til 24 mánaða í viðbót. Heildarvirði samningsins er 64 milljónir Bandaríkjadala eða rúmir fjórir milljarðar. Atlantic Petroleum, sem er skráð á íslenska hlutabréfa- markaðinn, hækkaði um tæp níu prósent í kjölfar fréttanna af olíuborpallinum. Atlantic Petroleum á fimmt- án prósent í olíuréttindum á Chestnut-svæðinu en vonir standa til að svæðið verði veru- legt olíuframleiðslusvæði árið 2007. - dh KAUPMANNAHÖFN KB banki er meðal stærstu hluthafa í Bonusbanken, sem hef- ur hækkað um 130 prósent frá áramótum. TVEIR ÆÐSTU STJÓRNENDUR KB BANKA Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og Sigurður Einarsson stjórnarformaður. ATLI B. GUÐ- MUNDSSON HJÁ GREIN- INGU ÍS- LANDSBANKA Atli segir engar vísbendingar um annað en að verð hluta- bréfa í Kaup- höllinni haldi áfram að hækka. Stórir í Bonusbanken Hagnaður stóru sparisjóðanna jókst talsvert á fyrri hluta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Hann var um þrír milljarðar samanborið við um það bil 2.300 milljónir árið áður. SPRON skilaði langmesta hagnaðinum, nærri 1,6 milljörð- um króna. Það var einum millj- arði meiri hagnaður en hjá Spari- sjóðnum í Keflavík, sem kom næstur í röðinni. Hlutfallslega jókst hagnaður mest hjá Spari- sjóði Kópavogs (+285%) og Sparisjóði Mýrasýslu (+92%). SPH var eini sparisjóðurinn sem skilaði minni hagnaði í ár en í fyrra. Ávöxtun eigin fjár var einnig hæst hjá SPRON á fyrri hluta ársins, um 55 prósent. Bæði Sparisjóður Kópavogs og Spari- sjóðurinn í Keflavík sýndu yfir 35 prósenta arðsemi eigin fjár. - eþa Hagnaður Arðsemi Hagnaður 2005 eiginfjár* 2004 SPRON 1.572 54% 1.305 SPKEF 501 37% 363 SPV 434 17% 235 SPM 213 30% 111 SPH 183 12% 276 SPK 135 39% 35 * Á ársgrundvelli S E X M Á N A Ð A H A G N A Ð U R S P A R I S J Ó Ð A N N A MESTI HAGNAÐURINN HJÁ SPRON Hagnaður stóru sparisjóðanna jókst um þrjátíu prósent milli ára. Markaðsvirði* Sigurður Einarsson 1.507** Hreiðar Már Sigurðsson 1.203** Ingólfur Helgason 1.128** Steingrímur Kárason 1.105** Ármann Þorvaldsson 1.066** Magnús Guðmundsson 1.026 Johnie Brogger 765 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 745 Bjarki H. Diego 680** Örvar Kærnested 449 Guðný Arna Sveinsdóttir 446** Helgi Sigurðsson 297 Kristín Pétursdóttir 245 Friðrik S. Halldórsson 240** * Markaðsvirði 30. ágúst (upphæðir í milljónum króna) ** Hafa gert framvirkan samning um kaup á 400 þúsund hlutum á genginu 580. Verðmæti hvers samnings er 232 milljónir. Lokauppgjör samn- ings er 29. nóvember Ólafur nær meirihluta í SS Ólafur Wernersson hefur keypt tæplega 45 prósenta hlut í B- deild Sláturfélags Suðurlands. Alls á Ólafur nú 55 prósent bréfa í félaginu. Ólafur keypti 29,45 prósenta hlut af Frjálsa fjárfestingabank- anum á rúmar 106 milljónir króna og 15,14 prósenta hlut af Guðmundi Alberti Birgissyni frá Núpum á rúmar 55 milljónir. Bréfin voru keypt á genginu 1,80 sem er fimmtíu prósentum hærra en síðasta viðskiptagengi þeirra. Markaðsvirði félagsins er nú um 360 milljónir króna. - jsk OLÍUBORPALLUR Framleiðslugetan er 30 þúsund tunnur daglega. E I G N A R H L U T I R H E L S T U S T J Ó R N E N D A K B B A N K A M I Ð A Ð V I Ð G E N G I Ð 6 0 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.