Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 26
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Starfsmenn í KB banka eiga um 19,5 milljarða í hlutabréfum í bankanum. Um síðustu áramót áttu starfsmenn KB banka um fimm prósent hlutafjár í bankan- um, samkvæmt upplýsingum er komu fram í ársreikningi, og nam andvirði hlutanna 14,5 millj- örðum króna. Bankinn hefur hækkað um 35 prósent frá ára- mótum og virði bréfanna um fimm milljarða. Stór hluti af heildareign starfsmanna í bankanum er í höndum helstu stjórnenda og framkvæmdastjóra. Ætla má að markaðsvirði hlutabréfa í þeirra eigu hafi hækkað um 2,5 millj- arða frá áramótum. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að stjórnendur í KB banka hefðu gert framvirka samninga um kaup á hlutabréf- um fyrir rúma 1,7 milljarða króna á genginu 580. Kaupend- urnir hafa hagnast strax á samn- ingunum því gengi bankans er komið yfir 600 krónur á hlut. Hagnaðurinn á hvern aðila nem- ur átta milljónum. Af þeim innherjum sem eiga aðild að þessum samningum eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðs- son og Sigurður Einarsson, starf- andi stjórnarformaður, með kauprétt að tæpum 7,7 milljónum hluta samanlagt. Markaðsvirði hlutanna miðað við síðasta gengi er 4,6 milljarðar króna. Á aðalfundi KB banka í mars árið 2004 var samþykkt að veita Hreiðari Má og Sigurði rétti til þess að kaupa 812 þúsund hluti á ári næstum fimm árin. Miðast kaupgengi við markaðsvirði dag- inn sem rétturinn er veittur. Eignarhlutur Hreiðars Más, án kaupréttar, er þessa stundina um 1,2 milljarðar króna. Hann hefur gert framvirkan samning um kaup fyrir 232 milljónir króna á genginu 580. Lokaupp- gjör samnings verður 29. nóvem- ber næstkomandi. Eignarhlutur Sigurðar er um 1,5 milljarðar króna og hann hef- ur sömuleiðis gert framvirkan samning um kaup á bréfum fyrir 232 milljónir króna. Kaupréttarsamningar til starfsmanna hafa verið hluti af starfskjörum þeirra allar götur síðan árið 2000 þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn störfuðu sitt í hvoru lagi. Ekkert félag í Kaup- höll Íslands hefur jafn viðamikl- ar kaupréttaráætlanir og KB banki. Vika Frá áramótum Actavis Group 0% 7% Bakkavör Group 2% 75% Burðarás 1% 47% Flaga Group -2% -34% FL Group -2% 56% Grandi 0% 7% Íslandsbanki 1% 36% Jarðboranir -3% 2% Kaupþing Bank 1% 34% Kögun -1% 24% Landsbankinn 3% 80% Marel 0% 28% SÍF -3% -3% Straumur -1% 39% Össur -1% 16% *Miðað við gengi í Kauphöllinni á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Starfsmenn hagnast vel Hlutabréfaeign starfsmanna í KB banka hefur hækkað um fimm milljarða frá áramótum, þar af um 2,5 milljarða hjá 14 stjórnendum. Lykilstjórnendur hagnast um 8 milljónir króna á einum degi vegna framvirks samnings. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Úrvalsvísitalan stóð í rúmum 4.600 stigum við lokun markaða í gær og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 38 prósent frá áramótum og um sex- tíu prósent á ári undanfarin tvö ár. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka segir engar blikur á lofti um að verð á hlutabréfum lækki í bráð: „Þetta er búið að vera gríðarlega öflugt í sumar. Ég sé enga ástæðu til annars en að búast við því að verð á hlutabréfum haldi áfram að tikka upp á við.“ Atli telur hækkanir síðustu vikna knúnar áfram af góðum uppgjörum fyrirtækja Kauphall- arinnar: „Verð á hlutabréfum byggir fyrst á fremst á vænting- um og uppgjörin gefa vísbend- ingu um að afkoma verði áfram góð og vaxandi.“ Atli segir gamla máltakið um að það sem upp fari hljóti að koma aftur niður ekki endilega eiga við í þessu tilviki: „Starf- semi fyrirtækjanna hefur vaxið mikið og kakan því stækkað.“ - jsk KB banki á þrettán prósenta hlut í danska Bonusbanken, sem hækkað hefur hvað mest í dönsku kauphöllinni á þessu ári. Danski bankinn hefur tvöfaldast í verði frá því í byrjun júní. Bonusbanken hefur vaxið hratt á undanförnum árum og sérhæfir sig í einkabankaþjón- ustu fyrir einstaklinga og minni og meðalstór fyrirtæki. Bankinn hagnaðist um eitt hundrað millj- ónir á fyrri helmingi ársins, sem er lítið minni hagnaður en fyrir allt síðasta ár. - eþa Ekkert lát á hækkunum hlutabréfa Úrvalsvísitalan stendur í rúmum 4.600 stigum. Sérfræðingur Íslandsbanka segir engar blikur á lofti um að verð fari lækkandi í bráð. SPRON í sérflokki Hagnaður sparisjóðanna eykst milli ára. Atlantic leigir olíuborpall Færist nær því að verða olíuframleiðandi. Neytendur bjartsýnir Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst hærri frá því í maí 2003 að því er kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka. Tiltrú neytenda á núverandi ástandi í efnahags- og atvinnu- málum hefur vaxið verulega að undanförnu samhliða miklum vexti í hagkerfinu og minnkandi atvinnuleysi. Í Morgunkornum kemur einnig fram að fleiri telji að heildartekjur sínar verði hærri en þeir sem telja að þær verði lægri. - dh Atlantic Petroleum hefur færst nær því að verða olíuframleið- andi með því að taka olíuborpall á leigu á svokölluðu Chestnut- svæði. Framleiðslugeta pallsins er þrjátíu þúsund tunnur af olíu daglega og geymslupláss fyrir 300 þúsund olíutunnur. Chestnut-svæðið verður eitt af minnstu framleiðslueiningunum í Norðursjónum. Borpallurinn verður leigður að minnsta kosti til 30 mánaða með möguleika á framlengingu til 24 mánaða í viðbót. Heildarvirði samningsins er 64 milljónir Bandaríkjadala eða rúmir fjórir milljarðar. Atlantic Petroleum, sem er skráð á íslenska hlutabréfa- markaðinn, hækkaði um tæp níu prósent í kjölfar fréttanna af olíuborpallinum. Atlantic Petroleum á fimmt- án prósent í olíuréttindum á Chestnut-svæðinu en vonir standa til að svæðið verði veru- legt olíuframleiðslusvæði árið 2007. - dh KAUPMANNAHÖFN KB banki er meðal stærstu hluthafa í Bonusbanken, sem hef- ur hækkað um 130 prósent frá áramótum. TVEIR ÆÐSTU STJÓRNENDUR KB BANKA Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og Sigurður Einarsson stjórnarformaður. ATLI B. GUÐ- MUNDSSON HJÁ GREIN- INGU ÍS- LANDSBANKA Atli segir engar vísbendingar um annað en að verð hluta- bréfa í Kaup- höllinni haldi áfram að hækka. Stórir í Bonusbanken Hagnaður stóru sparisjóðanna jókst talsvert á fyrri hluta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Hann var um þrír milljarðar samanborið við um það bil 2.300 milljónir árið áður. SPRON skilaði langmesta hagnaðinum, nærri 1,6 milljörð- um króna. Það var einum millj- arði meiri hagnaður en hjá Spari- sjóðnum í Keflavík, sem kom næstur í röðinni. Hlutfallslega jókst hagnaður mest hjá Spari- sjóði Kópavogs (+285%) og Sparisjóði Mýrasýslu (+92%). SPH var eini sparisjóðurinn sem skilaði minni hagnaði í ár en í fyrra. Ávöxtun eigin fjár var einnig hæst hjá SPRON á fyrri hluta ársins, um 55 prósent. Bæði Sparisjóður Kópavogs og Spari- sjóðurinn í Keflavík sýndu yfir 35 prósenta arðsemi eigin fjár. - eþa Hagnaður Arðsemi Hagnaður 2005 eiginfjár* 2004 SPRON 1.572 54% 1.305 SPKEF 501 37% 363 SPV 434 17% 235 SPM 213 30% 111 SPH 183 12% 276 SPK 135 39% 35 * Á ársgrundvelli S E X M Á N A Ð A H A G N A Ð U R S P A R I S J Ó Ð A N N A MESTI HAGNAÐURINN HJÁ SPRON Hagnaður stóru sparisjóðanna jókst um þrjátíu prósent milli ára. Markaðsvirði* Sigurður Einarsson 1.507** Hreiðar Már Sigurðsson 1.203** Ingólfur Helgason 1.128** Steingrímur Kárason 1.105** Ármann Þorvaldsson 1.066** Magnús Guðmundsson 1.026 Johnie Brogger 765 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 745 Bjarki H. Diego 680** Örvar Kærnested 449 Guðný Arna Sveinsdóttir 446** Helgi Sigurðsson 297 Kristín Pétursdóttir 245 Friðrik S. Halldórsson 240** * Markaðsvirði 30. ágúst (upphæðir í milljónum króna) ** Hafa gert framvirkan samning um kaup á 400 þúsund hlutum á genginu 580. Verðmæti hvers samnings er 232 milljónir. Lokauppgjör samn- ings er 29. nóvember Ólafur nær meirihluta í SS Ólafur Wernersson hefur keypt tæplega 45 prósenta hlut í B- deild Sláturfélags Suðurlands. Alls á Ólafur nú 55 prósent bréfa í félaginu. Ólafur keypti 29,45 prósenta hlut af Frjálsa fjárfestingabank- anum á rúmar 106 milljónir króna og 15,14 prósenta hlut af Guðmundi Alberti Birgissyni frá Núpum á rúmar 55 milljónir. Bréfin voru keypt á genginu 1,80 sem er fimmtíu prósentum hærra en síðasta viðskiptagengi þeirra. Markaðsvirði félagsins er nú um 360 milljónir króna. - jsk OLÍUBORPALLUR Framleiðslugetan er 30 þúsund tunnur daglega. E I G N A R H L U T I R H E L S T U S T J Ó R N E N D A K B B A N K A M I Ð A Ð V I Ð G E N G I Ð 6 0 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.