Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur verið brautryðjandi hér á landi í framleiðslu og sölu bjórs í plastflöskum. Eg- ils Pilsner var framleiddur og seldur á plastflöskum í fyrrasumar og fékk geysigóðar viðtökur að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Nú ný- lega hefur Egils Gulli, Tuborg Grön og Litla-Jóni einnig verið tappað á plastflöskur og viðtökurnar lofa góðu. Með því að framleiða og selja bjór á plastflöskum er Ölgerðin að feta í fótspor helstu bjórframleiðenda í heimi og svara kröfum markaðarins um þægilegar um- búðir utan um bjór - eina helstu neysluvöru heims. Sala á bjór í plastflöskum hefur margfaldast undanfarin ár og sífellt fleiri neytendur taka plastflöskurnar fram yfir umbúðir í gleri og áli. Meðal heimsþekktra framleið- enda sem tappa bjór á plastflöskur eru Heineken, Holsten og belgíski framleiðandinn Martens. Andri segir kosti plastumbúða vera marga en plast- umbúðir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þegar gos- og vatnsdrykkir eru annars vegar. Plastumbúðir vegi ekki nema einn sjöunda af þyngd glerumbúða. „Tappann má skrúfa á aftur sem er mikið hagræði. Plastflöskur brotna ekki og skapa því ekki hættu en það kunna skipu- leggjendur alls kyns viðburða innanhúss og utan vel að meta,“ segir Andri. Vegna ofantaldra kosta hafa plast- umbúðir utan um bjór náð umtalsverðri markaðshlut- deild á kostnað gler- og álumbúða. Á það ekki síst við um Þýskaland en þýskir bjórunnendur búa við eitt mesta úr- val bjórs í plastflöskum og hafa tekið þessari nýjung afar vel. Andri segir þó þróunina úr gleri og áli og yfir í plast ekki hafa verið hindrunarlausa. „Lengi vel voru plast- umbúðir ekki nægilega vandaðar til þess að geyma bjór. Eiginleiki plastsins gerði að verkum að hætta var á að súrefni kæmist að bjórnum og kolsýran seytlaði úr flöskunni. Hvort tveggja er afar slæmt fyrir bjórinn og styttir líftíma hans í umbúðunum umtalsvert.“ Fjöllaga plastflöskur hafa þótt mun vænlegri til þess að ná fyrrnefndum markmiðum, að halda öllum eigin- leikum bjórsins og tryggja fjögurra mánaða líftíma. Við þetta má bæta að töluverð þróun hefur orðið í gerð tappa á plastflöskur sem tryggja að súrefni eyðist úr flöskunni eftir átöppun. Ölgerðin Egill Skallagrímsson notar fjöllaga plast- flöskur fyrir bjór sem fyrirtækið bruggar en bæði upp- blástur flöskustautanna, sem keyptir eru frá Þýska- landi, og átöppun fer fram í verksmiðju fyrirtækisins við Grjótháls í Reykjavík. - dh Ölgerðin er frumkvöðull í framleiðslu og sölu bjórs í plastflöskum Sala bjórs í plastflöskum hefur stóraukist í helstu bjórlöndum Evrópu. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ EINUM GLÆSILEGASTA BÍL SEM VÖL ER Á. Nýbýlavegur 6 • 200 Kópavogur • S. 570 5400 • www.lexus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 32 4 8 /2 00 5 The pursuit of perfection Stíllinn er glæsilegur, yfirbragðið sportlegt, viðbragðið snöggt og kraftmikið og aksturinn engu líkur. Vertu fremstur á þínu sviði. Aktu á Lexus GS. Þú kemst varla nær fullkomnun. Verð frá 5.150.000 kr. Lexus GS færir okkur nær takmarkinu Takmarkið er fullkomnun SÁTTUR MEÐ PLASTIÐ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.