Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur verið brautryðjandi hér á landi í framleiðslu og sölu bjórs í plastflöskum. Eg- ils Pilsner var framleiddur og seldur á plastflöskum í fyrrasumar og fékk geysigóðar viðtökur að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Nú ný- lega hefur Egils Gulli, Tuborg Grön og Litla-Jóni einnig verið tappað á plastflöskur og viðtökurnar lofa góðu. Með því að framleiða og selja bjór á plastflöskum er Ölgerðin að feta í fótspor helstu bjórframleiðenda í heimi og svara kröfum markaðarins um þægilegar um- búðir utan um bjór - eina helstu neysluvöru heims. Sala á bjór í plastflöskum hefur margfaldast undanfarin ár og sífellt fleiri neytendur taka plastflöskurnar fram yfir umbúðir í gleri og áli. Meðal heimsþekktra framleið- enda sem tappa bjór á plastflöskur eru Heineken, Holsten og belgíski framleiðandinn Martens. Andri segir kosti plastumbúða vera marga en plast- umbúðir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þegar gos- og vatnsdrykkir eru annars vegar. Plastumbúðir vegi ekki nema einn sjöunda af þyngd glerumbúða. „Tappann má skrúfa á aftur sem er mikið hagræði. Plastflöskur brotna ekki og skapa því ekki hættu en það kunna skipu- leggjendur alls kyns viðburða innanhúss og utan vel að meta,“ segir Andri. Vegna ofantaldra kosta hafa plast- umbúðir utan um bjór náð umtalsverðri markaðshlut- deild á kostnað gler- og álumbúða. Á það ekki síst við um Þýskaland en þýskir bjórunnendur búa við eitt mesta úr- val bjórs í plastflöskum og hafa tekið þessari nýjung afar vel. Andri segir þó þróunina úr gleri og áli og yfir í plast ekki hafa verið hindrunarlausa. „Lengi vel voru plast- umbúðir ekki nægilega vandaðar til þess að geyma bjór. Eiginleiki plastsins gerði að verkum að hætta var á að súrefni kæmist að bjórnum og kolsýran seytlaði úr flöskunni. Hvort tveggja er afar slæmt fyrir bjórinn og styttir líftíma hans í umbúðunum umtalsvert.“ Fjöllaga plastflöskur hafa þótt mun vænlegri til þess að ná fyrrnefndum markmiðum, að halda öllum eigin- leikum bjórsins og tryggja fjögurra mánaða líftíma. Við þetta má bæta að töluverð þróun hefur orðið í gerð tappa á plastflöskur sem tryggja að súrefni eyðist úr flöskunni eftir átöppun. Ölgerðin Egill Skallagrímsson notar fjöllaga plast- flöskur fyrir bjór sem fyrirtækið bruggar en bæði upp- blástur flöskustautanna, sem keyptir eru frá Þýska- landi, og átöppun fer fram í verksmiðju fyrirtækisins við Grjótháls í Reykjavík. - dh Ölgerðin er frumkvöðull í framleiðslu og sölu bjórs í plastflöskum Sala bjórs í plastflöskum hefur stóraukist í helstu bjórlöndum Evrópu. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ EINUM GLÆSILEGASTA BÍL SEM VÖL ER Á. Nýbýlavegur 6 • 200 Kópavogur • S. 570 5400 • www.lexus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 32 4 8 /2 00 5 The pursuit of perfection Stíllinn er glæsilegur, yfirbragðið sportlegt, viðbragðið snöggt og kraftmikið og aksturinn engu líkur. Vertu fremstur á þínu sviði. Aktu á Lexus GS. Þú kemst varla nær fullkomnun. Verð frá 5.150.000 kr. Lexus GS færir okkur nær takmarkinu Takmarkið er fullkomnun SÁTTUR MEÐ PLASTIÐ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.