Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 43

Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 43
PETER MANDELSON SKÁLAR VIÐ KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐHERRANN Mandelson er framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu og segir að nú þok- ist í samkomulagsátt í vefnaðardeilu sambandsins við Kínverja. Fr ét ta bl að ið /A FP MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Tveir menn, frá Marokkó og Tyrklandi, hafa verið handteknir grunaðir um að hafa búið til tölvuvírus sem olli milljarða tjóni í Bandaríkj- unum fyrir röskum mánuði. Farid Essebar var handtekinn í Marokkó og Atilla Ekici í Tyrklandi stuttu seinna. Félagarn- ir eru sagðir hafa hannað Zotob-vírusinn svo- kallaða, sem nýtti sér galla í stýrikerfum frá Microsoft. Rúmlega hundrað bandarísk stórfyr- irtæki urðu fyrir tjóni, þar á meðal CNN-frétta- stöðin og dagblaðið New York Times. Yfirmaður tölvuglæpadeildar bandarísku al- ríkislögreglunnar, Louis Reigel, sagðist þakk- látur yfirvöldum í Marokkó og Tyrklandi fyrir skjót vinnubrögð í málinu: „Án þeirra gengju þessir tölvuþrjótar enn lausir.“ Microsoft hefur legið undir ámæli fyrir ör- yggisgalla í stýrikerfum fyrirtækisins. Brad Smith, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft, segir þau mál þó í góðum farvegi: „Við sáum strax úr hvaða tölvum vírusinn kom. Menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir reyna eitthvað þessu líkt.“ - jsk Wal-Mart, sem er móðurfélag bresku stórmarkaðakeðjunnar Asda, vill að yfirburðir Tesco- stórmarkaðanna á Bretlands- markaði verði rannsakaðir. Tesco hefur 30,5 prósenta markaðshlutdeild og telja for- svarsmenn Wal-Mart að fyrir- tækið hafi haft einokunartilburði í frammi. Markaðshlutdeild Asda er rúmlega sextán prósent. Tesco-menn neita hins vegar öllum ásökunum um einokun: „Viðskiptahættir okkar hafa ver- ið rannsakaðir áður og alltaf er niðurstaðan sú sama; það er sam- keppni á markaðnum og neyt- andinn stendur uppi sem sigur- vegari,“ sagði Lucy-Neville Rol- fe yfirmaður lögfræðisviðs Tesco. - jsk Peter Mandelson, framkvæmda- stjóri viðskiptamála hjá Evrópu- sambandinu, segir að lausn sé í sjónmáli í vefnaðardeilu ESB við Kínverja. Kvóti er settur á innflutning á vefnaði og hafa Kínverjar nú þegar fyllt sinn kvóta. Af þeim sökum eru þúsundir tonna af föt- um frá Kína fastar í evrópskum tollum. Evrópskir kaupmenn hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi og segjast ekki ná að fylla búðir sín- ar af varningi fyrir jólavertíðina fáist kínversku fötin ekki leyst úr tolli. „Viðræður eru hafnar við Kín- verja og það þokast í samkomu- lagsátt. Það hefur enginn orðinn gjaldþrota enn og við vonum að lausn fáist áður en svo fer.“ - jsk Lausn vefnaðardeilu í sjónmáli Þúsundir tonna af fötum framleiddum í Kína eru fastar í evrópskum tollum. Wal-Mart sakar Tesco um einokun Grunaðir tölvuþrjótar handteknir Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa hannað tölvuvírus sem setti allt í uppnám hjá CNN og New York Times. Microsoft er gagn- rýnt fyrir hönnunargalla í forritum sínum. STÝRIKERFI FRÁ MICROSOFT Zotob-vírusinn svokallaði olli milljarða tjóni í Bandaríkjunum. Tveir menn hafa verið handteknir vegna vírussins. VERSLAÐ Í TESCO Tesco hefur 30,5 prósenta markaðs- hlutdeild í Bretlandi. Smásölurisinn Wal-Mart sakar fyrirtækið um einokun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.