Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 43
PETER MANDELSON SKÁLAR VIÐ KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐHERRANN Mandelson er framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu og segir að nú þok- ist í samkomulagsátt í vefnaðardeilu sambandsins við Kínverja. Fr ét ta bl að ið /A FP MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Tveir menn, frá Marokkó og Tyrklandi, hafa verið handteknir grunaðir um að hafa búið til tölvuvírus sem olli milljarða tjóni í Bandaríkj- unum fyrir röskum mánuði. Farid Essebar var handtekinn í Marokkó og Atilla Ekici í Tyrklandi stuttu seinna. Félagarn- ir eru sagðir hafa hannað Zotob-vírusinn svo- kallaða, sem nýtti sér galla í stýrikerfum frá Microsoft. Rúmlega hundrað bandarísk stórfyr- irtæki urðu fyrir tjóni, þar á meðal CNN-frétta- stöðin og dagblaðið New York Times. Yfirmaður tölvuglæpadeildar bandarísku al- ríkislögreglunnar, Louis Reigel, sagðist þakk- látur yfirvöldum í Marokkó og Tyrklandi fyrir skjót vinnubrögð í málinu: „Án þeirra gengju þessir tölvuþrjótar enn lausir.“ Microsoft hefur legið undir ámæli fyrir ör- yggisgalla í stýrikerfum fyrirtækisins. Brad Smith, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft, segir þau mál þó í góðum farvegi: „Við sáum strax úr hvaða tölvum vírusinn kom. Menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir reyna eitthvað þessu líkt.“ - jsk Wal-Mart, sem er móðurfélag bresku stórmarkaðakeðjunnar Asda, vill að yfirburðir Tesco- stórmarkaðanna á Bretlands- markaði verði rannsakaðir. Tesco hefur 30,5 prósenta markaðshlutdeild og telja for- svarsmenn Wal-Mart að fyrir- tækið hafi haft einokunartilburði í frammi. Markaðshlutdeild Asda er rúmlega sextán prósent. Tesco-menn neita hins vegar öllum ásökunum um einokun: „Viðskiptahættir okkar hafa ver- ið rannsakaðir áður og alltaf er niðurstaðan sú sama; það er sam- keppni á markaðnum og neyt- andinn stendur uppi sem sigur- vegari,“ sagði Lucy-Neville Rol- fe yfirmaður lögfræðisviðs Tesco. - jsk Peter Mandelson, framkvæmda- stjóri viðskiptamála hjá Evrópu- sambandinu, segir að lausn sé í sjónmáli í vefnaðardeilu ESB við Kínverja. Kvóti er settur á innflutning á vefnaði og hafa Kínverjar nú þegar fyllt sinn kvóta. Af þeim sökum eru þúsundir tonna af föt- um frá Kína fastar í evrópskum tollum. Evrópskir kaupmenn hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi og segjast ekki ná að fylla búðir sín- ar af varningi fyrir jólavertíðina fáist kínversku fötin ekki leyst úr tolli. „Viðræður eru hafnar við Kín- verja og það þokast í samkomu- lagsátt. Það hefur enginn orðinn gjaldþrota enn og við vonum að lausn fáist áður en svo fer.“ - jsk Lausn vefnaðardeilu í sjónmáli Þúsundir tonna af fötum framleiddum í Kína eru fastar í evrópskum tollum. Wal-Mart sakar Tesco um einokun Grunaðir tölvuþrjótar handteknir Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa hannað tölvuvírus sem setti allt í uppnám hjá CNN og New York Times. Microsoft er gagn- rýnt fyrir hönnunargalla í forritum sínum. STÝRIKERFI FRÁ MICROSOFT Zotob-vírusinn svokallaði olli milljarða tjóni í Bandaríkjunum. Tveir menn hafa verið handteknir vegna vírussins. VERSLAÐ Í TESCO Tesco hefur 30,5 prósenta markaðs- hlutdeild í Bretlandi. Smásölurisinn Wal-Mart sakar fyrirtækið um einokun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.