Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 48

Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 48
Ræstitæknir óskast Nú styttist í að nýir eigendur taki við Símanum. Uppgjör fyr- irtækisins var yfir væntingum en betur má ef duga skal ef nýir eigendur vilja fá sómasamlega ávöxtun á fjárfestingu sína. Flestir rekstrarspekúlantar eru á því að ýmis hagræðingartæki- færi liggi í rekstri fyrirtækisins. Þeir efast hins vegar um að Brynjólfur Bjarnason sé rétti maðurinn í þá tiltekt. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur stýrt fyrirtækinu um skeið og ekki víst að hann vilji fara í sárs- aukafulla tiltekt. Brynjólfur nýt- ur fyllsta trausts eigenda og menn velta því fyrir sér hvort hann gerist stjórnarformaður og annar taki til við tiltekt. Orri Hauksson er nefndur sem kandídat í forstjórastólinn, en margir eru á því að best væri að ráða utanaðkomandi forstjóra sem myndi svo taka pokann sinn að tiltekt lokinni. Á ferð og flugi Bankamenn eru nú búnir að draga línuna upp úr laxveiðián- um og fram undan eru flugu- hnýtingar til að róa taugarnar á síðkvöldum. Lífið er aftur að komast í eðlilegt horf og menn á ferð og flugi. Forsvarsmenn Straums með Þórð Má Jóhannesson í broddi fylkingar hafa gert víðreist að undanförnu. Þeir hafa verið að kynna mikinn styrk bankans eft- ir sameiningu við hluta Burðar- áss. Straumsmenn hittu erlenda fjárfesta og leituðu hófanna með samstarf í fjárfestingarverkefn- um. Stoppistöðvarnar í þessum túr voru London, Frankfurt og Norðurlöndin. Hlaup og söngur Bjarni Ármannsson sem nú talar orðið „flytande norsk“ hefur líka verið á fullu í verkefnum bank- ans. Hann er mikill orkubolti og lét sig ekki muna um að hlaupa heilt Reykjavíkurmaraþon á dög- unum. Tími Bjarna var nokkuð góður og greinilegt að hér fer efnilegur langhlaupari. Næsta sem fréttist af honum var þar sem hann tók lagið með Stuð- mönnum á Seltjarnarnesi. Bjarni er Stuðmönnum að góðu kunnur og kann öll þeirra lög sem hann hefur oft áður brugðið fyrir sig þegar stemningin hefur verið rétt. Alltaf hefur verið svolítil starfsmannavelta í Stuðmönnum og nýtt tækifæri opnaðist nú síð- ast fyrir Idol-stjörnuna Hildi Völu. Staða Bjarna í Íslands- banka er sterkari en oft áður, en framganga hans með Stuðmönn- um þykir gefa ágæt fyrirheit um farsælan feril í poppinu. Einn gárunginn sagði að eina sem Bjarni þyrfti að gera til þess að verða poppstjarna væri að skipta um hárgreiðslu. 10% 100 40,12Spár gera ráð fyrir að stýrivextir Seðlabank-ans verði 10 prósent í lok september. milljóna króna hagnaður Jarðborana vegnasölu á Einingaverksmiðjunni. milljóna króna tap af Byggða-stofnun fyrstu sex mánuðiársins. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.