Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 48
Ræstitæknir óskast Nú styttist í að nýir eigendur taki við Símanum. Uppgjör fyr- irtækisins var yfir væntingum en betur má ef duga skal ef nýir eigendur vilja fá sómasamlega ávöxtun á fjárfestingu sína. Flestir rekstrarspekúlantar eru á því að ýmis hagræðingartæki- færi liggi í rekstri fyrirtækisins. Þeir efast hins vegar um að Brynjólfur Bjarnason sé rétti maðurinn í þá tiltekt. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur stýrt fyrirtækinu um skeið og ekki víst að hann vilji fara í sárs- aukafulla tiltekt. Brynjólfur nýt- ur fyllsta trausts eigenda og menn velta því fyrir sér hvort hann gerist stjórnarformaður og annar taki til við tiltekt. Orri Hauksson er nefndur sem kandídat í forstjórastólinn, en margir eru á því að best væri að ráða utanaðkomandi forstjóra sem myndi svo taka pokann sinn að tiltekt lokinni. Á ferð og flugi Bankamenn eru nú búnir að draga línuna upp úr laxveiðián- um og fram undan eru flugu- hnýtingar til að róa taugarnar á síðkvöldum. Lífið er aftur að komast í eðlilegt horf og menn á ferð og flugi. Forsvarsmenn Straums með Þórð Má Jóhannesson í broddi fylkingar hafa gert víðreist að undanförnu. Þeir hafa verið að kynna mikinn styrk bankans eft- ir sameiningu við hluta Burðar- áss. Straumsmenn hittu erlenda fjárfesta og leituðu hófanna með samstarf í fjárfestingarverkefn- um. Stoppistöðvarnar í þessum túr voru London, Frankfurt og Norðurlöndin. Hlaup og söngur Bjarni Ármannsson sem nú talar orðið „flytande norsk“ hefur líka verið á fullu í verkefnum bank- ans. Hann er mikill orkubolti og lét sig ekki muna um að hlaupa heilt Reykjavíkurmaraþon á dög- unum. Tími Bjarna var nokkuð góður og greinilegt að hér fer efnilegur langhlaupari. Næsta sem fréttist af honum var þar sem hann tók lagið með Stuð- mönnum á Seltjarnarnesi. Bjarni er Stuðmönnum að góðu kunnur og kann öll þeirra lög sem hann hefur oft áður brugðið fyrir sig þegar stemningin hefur verið rétt. Alltaf hefur verið svolítil starfsmannavelta í Stuðmönnum og nýtt tækifæri opnaðist nú síð- ast fyrir Idol-stjörnuna Hildi Völu. Staða Bjarna í Íslands- banka er sterkari en oft áður, en framganga hans með Stuðmönn- um þykir gefa ágæt fyrirheit um farsælan feril í poppinu. Einn gárunginn sagði að eina sem Bjarni þyrfti að gera til þess að verða poppstjarna væri að skipta um hárgreiðslu. 10% 100 40,12Spár gera ráð fyrir að stýrivextir Seðlabank-ans verði 10 prósent í lok september. milljóna króna hagnaður Jarðborana vegnasölu á Einingaverksmiðjunni. milljóna króna tap af Byggða-stofnun fyrstu sex mánuðiársins. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.