Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 1
Leikur Willy Wonka me› tilflrifum JOHNNY DEPP MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000             MINNKANDI VÆTA ÞEGAR LÍÐUR Á DAGINN Suðaustlæg átt í fyrstu en snýst smám saman til norðlægrar áttar. Víða rigning eða skúrir í morgunsárið en dregur úr vætu síðdegis. Hiti yfirleitt 8–14 stig. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 10. september 2005 - 243. tölublað – 5. árgangur 1. – 11. sept. LOKA HELGIN! Lífið stælir skáldskapinn Þráinn Bertelsson segir frá skyndileg- um starfslokum forsæt- isráðherra í nýrri sakamálasögu og það er engu líkara en hann hafi séð fyrir brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum. BÆKUR 34 Blés nýju lífi í útgáfuna Margrét V. Helgadóttir hefur látið af störfum sem ritstjóri Hafnarpóstsins, mál- gagni Íslendingafé- lagsins í Kaup- mannahöfn. Á stuttum tíma um- bylti hún útgáfu blaðsins. TÍMAMÓT 22 Vinna Blikastúlkur tvöfalt? Úrslitaleikurinn í VISA-bikarkeppni kvenna í fótbolta fer fram á Laugar- dalsvelli í dag en þar mætast Íslands- meistarar Breiðabliks og KR. ÍÞRÓTTIR 38 Á kraftmesta Kádilják landsins MAGGNÚS VÍKINGUR GRÍMSSON Í MIÐJU BLAÐSINS BÍLAR • TÍSKA • FERÐIR▲ Réttarge›deildin á Sogni er yfirfull N‡jasti vistma›urinn á Sogni er vista›ur í herbergi sem annars er nota› fyrir heimsóknir, kennslu og vi›töl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Rá›uneyti› hefur ekki heimila› stækkun réttarge›deildarinnar. Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! VIÐTAL Sænsk kvenréttindasamtök: Fleiri en tvo í hjúskap JAFNRÉTTISBARÁTTA Ráðstefna stærstu kvenréttindasamtaka Sví- þjóðar hófst í gær. Búist er við því að tilkynnt verði um fyrirhugaða þátttöku samtakanna í þingkosn- ingum í Svíþjóð sem fram fara á næsta ári. Ráðstefnugestir lögðu á ráðin um pólitíska stefnuskrá samtak- anna en innan hennar verður gert ráð fyrir því að hjúskaparlögun- um í Svíþjóð verði breytt svo að leyfa megi hjúskap fleiri einstak- linga en tveggja. Einnig munu samtökin leggja það til að stúlkur geti borið drengjanöfn og öfugt. ■ ▲ STUDDIST VIÐ ÆSKUMINNINGAR SÍNAR 36-37 UMFERÐARÖNGÞVEITI VIÐ SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNA Þrátt fyrir hráslagakulda var stemningin mikil hjá þeim sem áttu leið á sjávar- útvegssýninguna í Fífunni í Kópavogi í gær. Öngþveitið var mikið. Fólk setti ekki fyrir sig að ganga lengri leiðir en Íslendingum er tamt, enda einhverjir óökufærir. Haustið minnir hressilega á sig en þó er von á bærilegra veðri í dag en í gær. HEILBRIGÐISMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri sem fundinn var ósak- hæfur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag er nú vistaður í her- bergi á réttargeðdeildinni á Sogni. Það er alla jafna notað fyrir heim- sóknir, kennslu og viðtöl. Deildin er yfirfull, að sögn Magnúsar Skúlasonar yfirlæknis og því varð að grípa til þessa ráðs. „Það var sett rúm inn í þetta herbergi, þannig að starfsemin sem verið hefur í því verður flutt eitthvert annað,“ segir Magnús. Hann bætir við að kennsla og við- töl sem fram hefðu farið í her- berginu verði væntanlega flutt í litla skrifstofubyggingu við hlið réttargeðdeildarinnar. „Meðan þetta er svona verðum við líklega að leyfa heimsóknir í setustofu eða finna aðrar lausnir,“ segir Magnús. „Við erum ekki spennt fyrir að þær verði leyfðar á herbergjum. Við höfum sótt um stækkun á deildinni til heilbrigð- isráðuneytis, en höfum ekki feng- ið jákvætt svar enn.“ Sjö pláss eru á réttargeðdeild- inni og er umræddur maður átt- undi öryggisgæslusjúklingurinn á staðnum. Maðurinn sem vistaður er í heimsóknarherberginu á Sogni lagði í einelti prófessor í réttar- læknisfræði í Reykjavík. Veru- leikabrenglun mannsins, sem geð- læknar báru fyrir dómi að haldinn væri svokallaðri kverúlantapara- noju, gerði það að verkum að hann taldi prófessorinn hluta af sam- særi um að fara rangt með niður- stöður barnsfaðernismáls sem hann var beðinn um að skera úr um árið 2002. Eftir að hafa hótað prófessorn- um um tíma réðst hann á hann að kvöldi föstudagsins 22. apríl í vor. Ekki náðist í gær í Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra vegna málsins, en hann var staddur við opnun jarðganga á Fáskrúðsfirði. - jss / – óká SUNDGARPAR KOMNIR AÐ LANDI Þeir Hálfdán Freyr og Heimir Örn nýkomnir að landi við mynni Fáskrúðsfjarðar eftir þriggja kílómetra sund. Sundgarpar að austan: Syntu frá Skrú›num SJÓSUND Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarð- ar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og enginn sjómann- anna lifði af. Hálfdán Freyr og Heimir Örn skiluðu sér hins vegar í fjöru eftir erfitt sund en þó ekki erfiðara en svo að þeir gátu tekið léttan sund- sprett í ísköldu Lagarfljóti um kvöldið. - jse VEÐRIÐ Í DAG MAGNÚS SKÚLA- SON Leyfi fyrir stækkun réttar- geðdeildarinnar á Sogni hefur ekki fengist frá heil- brigðisráðuneyt- inu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.