Fréttablaðið - 10.09.2005, Side 8

Fréttablaðið - 10.09.2005, Side 8
1Hver var endurkjörinn forseti Egypta-lands? 2Hvað heitir nýrekinn forsætisráðherraÚkraínu? 3Með hvaða liði í Englandi spilarHannes Þ. Sigurðsson? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 10. september 2005 LAUGARDAGUR Launahækkanir hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu: Gert vel vi› útvalda starfsmenn LAUNAMÁL „Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa að undanförnu hækkað laun þeirra starfsmanna sinna sem þykja eftirsóknarverðir til að tryggja að þeir hætti ekki,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þetta var niðurstaða könnunar starfsmanna samtak- anna á stöðu launa- og starfs- mannamála hjá tíu stórum aðildar- fyrirtækjum. „Þetta er ekki almennt launa- skrið,“ segir Sigurður. „Samkvæmt svörum fyrirtækjanna er verið að gera vel við útvalda starfsmenn.“ Flest fyrirtækin sögðu starfs- mannaveltu mun meiri núna en á sama árstíma undanfarin ár, þó ekki þannig að til vandræða horfði. Hvað varðar fjölgun auglýsinga þar sem auglýst er eftir eldra fólki sögðu stjórnendur fyrirtækjanna sem haft var samband við það ekki vera nýja stefnu að leggja áherslu á ráðningu eldra starfsfólks. Ástæðan væri fremur sú, að þessir einstaklingar hefðu ef til vill ekki áttað sig á því að þeirra starfs- krafta væri óskað til jafns við alla aðra góða starfsmenn. - jss VESTFIRÐIR „Það er einfaldlega verið að reyna að koma í veg fyrir það að óþægilegar skoðanir fyrir stjórnar- flokkana heyrist á fjórðungsþing- inu,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, eftir fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var um síðustu helgi. Hann segir á vef sínum að Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hafi viljað skerða málfrelsi þingmanna sem boðnir voru á þingið í kjölfar ræðu þar sem Sigurjón deildi hart á framgöngu stjórnvalda í málefnum fjórðungs- ins. Lagði hún fram tillögu að breyt- ingum þingskapa sem kveður harð- ar á um málfrelsi, setu- og tillögu- rétt þingmanna á fjórðungsþinginu. Tillagan var samþykkt. „Ég lít einfaldlega svo á að fjórð- ungsþingið sé ekki vettvangur fyrir þingmenn til að karpa um það hver sé bestur heldur á að þetta að vera vettvangur fyrir sveitarstjórnar- menn til að tala um málefni fjórð- ungsins, en undanfarin ár hefur mér fundist sem þingmenn líti á þetta sem einhverskonar vasaút- gáfu af Alþingi,“ segir Birna. - jse Ungur Ísfirðingur: Var heimilt a› berja mann DÓMSTÓLAR Ísfirðingi á þrítugs- aldri var ekki gerð refsing í Hér- aðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðast- liðins. Sá sem var laminn hruflaðist á nefi og bólgnaði í andliti. Sá sem kýldi lýsti því hjá lögreglu að hann hefði verið nauðbeygður til að slá hinn til að stöðva árás hans á þriðja mann. Dómurinn féllst á að ákærði hefði ekki gengið lengra en þurft hefði til að stöðva þá árás og var ungi maðurinn því sýknaður. - óka SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Sigurjón segir það fáheyrt að kjörnir fulltrúar séu boðaðir til fjórðungsþings en síðan reynt að þagga niður í þeim ef skoð- anir þeirra séu öðrum óþægilegar. SIGURÐUR JÓNSSON Ekki almennt launaskrið, heldur launahækkanir til einstakra starfsmanna. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Málfrelsi takmarka› LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Í KÓPAVOGI Ekið var á gangandi vegfarenda á gangbraut í Kópavogi í fyrradag. Vegfar- andinn var fluttur á slysadeild með fótbrot en slapp að öðru leyti vel. Lánsbíll eyðilagður: Eigandinn fær ekki bætur DÓMSTÓLAR Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljóna króna Audi-bifreið sem hann átti. Maðurinn lánaði hana öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsa- akstri um vegþrengingu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni, en hann missti vald á bílnum þegar hann ók á vegkannt. Dómurinn segir bíleigandann hafa borið ábyrgð á akstrinum að því leyti sem á reyndi í mál- inu, því hann hafði lánað bílinn. Eigandinn stefndi Sjóvá- Almennum til greiðslu bótanna. Sjálfur þarf maðurinn hins vegar að borga tryggingarfélag- inu 200.000 krónur í máls- kostnað. - óká Deilan í Garðasókn: Sóknarbörn kæra til biskups TRÚMÁL Sóknarbörn í Garðasókn kærðu í síðustu viku til biskups brota á fundarsköpum á aðalsafnað- arfundi sem haldinn var 30. ágúst síðastliðinn. Krefjast þau þess að fundurinn verði dæmdur ólögmæt- ur. Þau segja að dr. Gunnar Krist- jánsson hafi viðhaft illgirni og ósanngirni í málflutningi sínum og nokkrum fundargesta brugðið svo illa að þeir hurfu grátandi af fundi. Sóknarbörnin segja fundarstjóra ekki hafa haft heimild til að víkja af dagskrá fundarins með því að setja Gunnar skyndilega á mælendaskrá. - jse Úthlutun úr tónlistarsjóði: Fjörutíu og einn styrkur MENNING Menntamálaráðuneytið kynnti í fyrradag hverjir hljóta út- hlutun úr tónlistarsjóði í ár en alls voru veittar tæpar þrettán milljónir króna til 41 tónlistarmanns. Hæsti styrkurinn að þessu sinni var veittur Félagi íslenskra tónlist- armanna til tónleikahalds á lands- byggðinni. Þorkell Sigurbjörnsson hlaut rúmlega milljón króna ferðastyrk til að flytja kammeróperuna Gretti í Toronto og Calgary í Kanada en hann fer þangað með kammersveit sinni í janúar á næsta ári. Einnig hlaut Jóhann Jóhannsson eina milljón króna til að kynna tón- list sína í Evrópu og Bandaríkjun- um. - jse LANDBÚNAÐUR Á mánudaginn hefst á ný vinnsla í kjötmjölsverk- smiðju Kjötmjöls í Hraungerðis- hreppi, en henni var lokað í apríl þar sem ekki þótti grundvöllur fyrir rekstrinum. Frá þeim tíma hefur sláturúrgangur á Suður- landi verið urðaður. Torfi Áskelsson, verksmiðju- stjóri Kjötmjölsverksmiðjunnar segir ákveðið hafa verið að Sorp- stöð Suðurlands leigði rekstur- inn af KB banka. Sorpstöðin hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar þegar verksmiðjan hefur starfsemi að nýju. „Og við hækkum móttökugjaldið til að ná núllinu í rekstrinum,“ segir hann. KB banki keypti verk- smiðjuna á nauðungaruppboði í fyrra og rak um sinn með tapi, á meðan beðið var eftir því að rekstur hennar yrði tryggður. Bankinn gafst upp á biðinni í vor og lokaði verksmiðjunni. Síðan þá hefur þurft að urða sláturúr- gang á Suðurlandi, en verksmiðj- an tekur við úrgangi frá Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir það þýða kostnaðarauka fyrir fé- lagið þegar verksmiðjan fer í gang að nýju og hefur nokkrar áhyggjur af skekktri samkeppn- isstöðu kjötvinnsla og sláturhúsa á landinu. „Þó svo að öll ráðstöf- un og umhverfismál eigi að vera í lagi, þá þarf það að gilda alls staðar. Það má ekki skekkja sam- keppnisstöðu fyrirtækja með því að við fáum á okkur kostnað upp á tugi milljóna sem samkeppnis- aðilar annars staðar á landinu þurfa ekki að bera af því þar eru hlutir gerðir með einhverjum allt öðrum og ófullnægjandi hætti,“ segir hann og bætir við að ef móttökugjald verksmiðj- unnar fyrir sláturúrgang verði óheyrilegt, þá muni félagið reyna að leita annarra leiða með förgun. „Það er ekki hægt að bjóða þessum atvinnurekstri á Suður- landi upp á að hann eigi að búa við allt önnur starfsskilyrði en aðrir,“ segir hann. Kjötmjölsvinnslan verður með svipuðu sniði og verið hefur en afurðir verksmiðjunnar eru urðaðar því engir markaðir eru fyrir mjölið. Erlendir markaðir urðu að engu eftir að kúariða komst í hámæli og svo starfar verksmiðjan líka á sauðfjárriðu- svæði. Torfi Áskelsson segir þó unnið verða að því að finna nýja markaði fyrir mjölið. olikr@frettabladid.is Kjötmjöl unni› í Flóanum á n‡ Sorpstö› Su›urlands hættir a› taka vi› sláturúrgangi til ur›unar á mánudaginn. fiá hefst aftur rekstur kjötmjölsverksmi›ju í Hraunger›ishreppi, en hærra móttökugjald á a› tryggja reksturinn. Forstjóri Sláturfélags Su›urlands, Steinflór Skúlason, segir samkeppnisgrundvöll skekktan. HJÁ ALI KJÖTVÖRUM Í HAFNARFIRÐI Við slátrun og kjötvinnslu leggst til nokkur úrgangur sem farga þarf með einhverju móti. Af slíkum úrgangi getur stafað nokkur smit- og sjúkdómahætta og því hefur þótt hreinleg lausn að vinna hann í kjötmjöl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.