Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 30
Engar kókflöskur Flöskur og dósir utan af
drykkjarvörum ættu aldrei að liggja á gólfi bifreiðar.
Þær geta rúllað undir bremsufótstigið og skapað
mikla hættu.[ ]
REYNSLUAKSTUR
Allt um atvinnu
á sunnudögum
í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
P
R
E
28
04
9
0
4/
20
05
Lúxus í nettum bíl
BMW 1 sker sig vel úr fjöldanum.
BMW 1, eða ásinn eins og
hann er kallaður, þekkist á
löngu færi því enginn bíll lík-
ist honum í útliti. Þegar inn
er komið blasir við lúxusvið-
mót eins og við er að búast í
BMW og aksturseiginleikarnir
svíkja engan.
Ásinn er minnsti bróðirinn í BMW-
fjölskyldunni og kemur til móts við
þarfir þeirra sem langar í. Ásinn
svokallaði er því svolítið öðruvísi en
hinn dæmigerði BMW. Hann er
smábíll með þeim kostum sem því
fylgja, meðal annars því að vera
meðfærilegur í borgarumferð.
Vissulega er bíllinn ekki í smæsta
flokki en þó það nettur að hann
hentar vel í stórborgarumferð og
bílaþröng en samt er hann nógu stór
til að vera ágætur fjölskyldubíll.
Ásinn hefur líka sportlega eigin-
leika. Fyrst er auðvitað að nefna út-
litið, sem er sportlegt með löngum
framenda og hárri hliðarlínu.
Sömuleiðis er fremur lágt setið í
bílnum, sem gefur skemmtilega til-
finningu, ekki síst þegar aðeins er
gefið í. Auk þess er bíllinn aflmikill
og liggur vel á vegi. Ein sérstaða
BMW er afturhjóladrifið, sem nán-
ast er aflagt hjá öðrum framleið-
endum. Bíllinn er svo þannig
byggður að jafn þungi er á fram-
og afturásnum, sem gerir bílinn
afar stöðugan og skemmtilegan á
vegi.
Inni í bílnum er plássið gott.
Sætin eru þægileg og plássið gott
frammí. Sama er að segja um aft-
ursætin þótt plássið þar sé vissu-
lega minna. Bíllinn er vel búinn öll-
um þægindum, til dæmis góðum og
aðgengilegum geymsluhólfum. Ör-
yggismálin eru líka til fyrirmynd-
ar, stöðugleikastýring er staðal-
búnaður, sex loftpúðar og sér-
styrktir stálbitar og dekkin eru
hönnuð þannig að hægt er að aka á
þeim sprungnum í allt að 250 km á
80 km hraða.
Ef tína ætti til einhverja galla á
þessum bíl mætti kannski nefna
hina háu hliðarlínu, sem samt er
lykilatriði í sportlegu og flottu út-
liti bílsins, en ásamt lágri setu tak-
markar hún nokkuð útsýni til hliða
vegna þess hve hár glugginn er,
sérstaklega fyrir lágvaxið fólk.
Reynsluekið var 118i-gerðinni,
sem er með tveggja lítra vél og 129
hestöfl. Aflið er aldeilis ljómandi í
þeim bíl, sjálfskiptingin þýð og
skemmtileg og handskiptimögu-
leikinn er skemmtileg viðbót.
Nýjasta viðbótin í ásnum er svo
130i, sem er sportlegri en bræður
hans, búinn sex gíra 2.996 cc 265 ha
magnesíum/ál vél og fer í hundrað-
ið á aðeins 6,1 sekúndu. Þann bíl er
hægt að sérpanta hjá B&L.
steinunn@frettabladid.is
Öryggi,
gæði og
stíll
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
Y
A
M
2
94
96
7/
20
05
www.yamaha.is
FATNAÐUR
Full búð af Nazran
mótorhjólafatnaði á
ótrúlega hagstæðu
verði.
Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2,
200 Kópavogi, s. 570 5300.
Xtra, Njarðarbraut 19,
260 Reykjanesbæ, s. 421 1888.
Toyota, Baldursnesi 1,
603 Akureyri, s. 460 4300.
Útvarpi og miðstöð er haganlega fyrir komið. Lykillinn fer í rauf og bíllinn er
ræstur með því að ýta á start-
hnappinn.
Mælaborð og aksturstölva eru skilmerkileg.
BMW 1 LÍNA – 5 DYRA
vél l/100 sek í 100 hestöfl verð
116i 1,6 7,5 10,8 115 2.390.000
118i 2,0 7,7 10 129 2.580.000
120i 2,0 7,4 8,7 150 2.780.000
118d 2,0 5,6 10 122 2.660.000
120d 2,0 5,7 7,9 163 2.870.000
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Afturendinn er rennilegur.