Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 35

Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 35
7LAUGARDAGUR 10. september 2005 Unnur Birna er nýbúin að fá sér hermannagrænan jakka sem er í miklu uppáhaldi. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, feg- urðardrottning Íslands hefur heillað sjónvarpsáhorfendur upp úr skónum í þættinum Sjáðu á Sirkus. Nú hefur hún hafiið nám í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík, en mun þó ekki hverfa af skjánum. Blaðakona náði henni á milli anna og forvitnaðist um upp- áhaldsflíkina hennar. „Það er nýi hermannagræni jakkinn minn sem ég keypti í Barcelona á dög- unum,“ segir Unnur Birna og er snögg til svars. „Hann er stuttur, og hnepptur alveg upp í háls, mjög flottur,“ bætir hún við. Hún segist ætla að reyna að nota hann í vetur þótt hann sé kannski ekki rosalega hlýr. „Þetta sleppur þegar maður fer á milli staða í bíl,“ segir hún. Hún segist ekki vera mikið fatafrík en taki tarnir öðru hvoru og kaupi þá mikið af fötum. „Ég fer yfirleitt til útlanda nokkrum sinnum á ári og nota þá tækifærið og kaupi föt. Mér finnst mun skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum, þá finnur maður eitthvað sem ekki er til hérna,“ segir Unnur Birna. Hún segist spá talsvert í tísk- una en eltir þó ekki hvaða tísku- bólu sem er. „Ég er mikið fyrir það að kaupa það sem mér finnst flott og klæðir mig vel í stað þess að kaupa bara það sem er í tísku og vera önnur en ég er,“ segir Unnur Birna. Tekur tarnir í fatainnkaupum Unnur Birna segist kaupa talsvert af fötum í útlöndum. Ný verslun með skandinavískar vörur hefur opnað í New York. Viðburðurinn væri nú varla fréttnæmur ef ekki væri fyrir þær sakir að engin önnur en ofufyrirsætan Helena Christensen er verslunarstjóri búðarinnar. Verslunin hefur fengið nafnið Butik og eru þar til sölu alls konar skandinavísk- ar vörur, einkum föt og fylgi- hlutir, en einnig kerti og jafnvel lífrænt súkkulaði. Að sögn Hel- enu hefur hana lengi langað til að opna búð. Á ferðum sínum hefur hún keypt fjöldann allan af hlutum og eitthvað af þeim verður til sölu í búðinni. Eins og við var búast koma frægir vin- ir Helenu við í búðinni og er Maggie Gyllenhaal sögð vera frægasti fastakúnninn. Kannski leynist eitthvað íslenskt í búð Helenu Christensen. Föt & lífrænt súkkula›i Helena Christensen færir danska tískuvitund til New York. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.