Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 60
Að mæta á b l a ð a - mannafund- inn fyrir Charlie and the Chocolate Factory í London var nán- ast eins og að fá að stíga inn í kvikmyndina sjálfa. Gúmmítré sem litu út eins og sleikibrjóstsykur voru hér og þar í litríkum salnum og boðið var upp á heitt og kalt súkkulaði. Áður en stigið var inn í salinn var öllum afhent súkkulaðistykki í umbúð- um frá verksmiðju Willy Wonka. Það bragðaðist vel. Allir fengu líka alveg eins hlífðargleraugu og hópurinn setur upp í myndinni þegar hann gengur inn í sjón- varpsherbergið ógurlega. Enginn setti þau þó upp fyrir fundinn. Samt var þetta með því flottara sem ég hef séð á svona kynningar- fundum. Stúlka, sem var klædd eins og persóna úr myndinni, gekk á milli blaðamanna með súkkulaðiklump á bakka og bauð þeim að smakka. Af einhverjum undarlegum ástæðum var hvergi að sjá skeið eða gaffal. Mér datt helst í hug að þarna væri einkabrandari leik- stjórans Tims Burton á ferð. Hann er þekktur fyrir að hafa lít- ið álit á blaðamönnum og á það til að breyta svörum sínum í brand- ara ef hann nennir ekki að svara á alvarlegu nótunum. Hann hefði líklegast hlegið sig máttlausan við að sjá einhverja okkar útataða í súkkulaði. Enginn virðist þó hafa fallið fyrir brellunni. Bæði leikstjórinn Tim Burton og kvikmyndaverið sem gefur út myndina leggja mikla áherslu á að koma því til skila að hér sé ekki komin endurgerð myndarinnar Willy Wonka and the Chocolate Factory sem kom út árið 1971 og skartaði þá Gene Wilder í aðal- hlutverkinu. Báðar eru myndirn- ar gerðar eftir bók eftir Roalds Dahl, sem heitir sama nafni og nýja myndin og var skrifuð fyrir um fimm áratugum. Fyrri myndin fylgdi barnasögu Dahl eingöngu lauslega eftir og reynir þessi nýja útgáfa að bæta upp fyrir það. Burton er mikill aðdáandi verka rithöfundarins og hefur áður komið að gerð kvikmyndar eftir sögu hans en hann framleiddi hreyfimyndina James and the Gi- ant Peach sem út kom árið 1996. Blóðbræðurnir Tim og Johnny Á fundinum sjálfum var greini- legt hver var stjarnan á staðnum. Fyrst gekk Tim Burton inn í her- bergið við lítil viðbrögð gesta. Svo þegar leikarinn Johnny Depp gekk inn var eins herbergið hefði skyndilega verið hljóðeinagrað. Stúlkurnar í kringum mig tóku andköf sekúndu áður en út braust kröftugt lófaklapp. Sjálfur verð ég að viðurkenna að nærvera hans er það sterk að augu mín læstust á honum, eins og segulstál við málm. Samt er ég örugglega mun meiri aðdáandi Tims Burton en leikarans. Báðir eru þeir frjáls- legir í fasi, virðast sáttir í sínu skinni og hika ekki við að breyta undarlegum spurningum í hið mesta spaug. Johnny virðist þó passa sig meira en Burton á því hvað sleppur út úr munni hans, enda líklegast búinn að brenna sig á því að sleppa einhverju van- hugsuðu út úr sér sem svo var togað úr samhengi og mistúlkað á hinum ýmsu tungumálum í fjölda blaða daginn eftir. Tim Burton og Johnny Depp eru gott teymi. Burton er leik- stjóri sem gerir myndir sem oft- ast gerast einhvers staðar á mörk- um hins raunverulega og ævin- týralega. Johnny Depp er leikari sem hefur gaman af því að taka áhættu, og tekur helst ekki að sér að leika persónur nema þær séu sérvitrari en andskotinn. Vinátta þeirra og samhugur er mikill enda er Charlie and the Chocolate Fact- ory fjórða myndin sem þeir gera saman. Samstarf þeirra hófst eft- irminnilega á myndinni Edward Scissorhands og heldur áfram síð- ar á þessu ári með hreyfimynd- inni Corpse’s Bride. Depp hlaut óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Ed Wood árið 1994 en besta sam- starf þeirra hlýtur þó að teljast draugamyndin Sleepy Hollow. En af hverju ætli þeir félagar nái svona vel saman? „Hmm, það er nú ekki eins og við séum eitthvað að tala saman um samband okkar yfir kaffi- bolla,“ svarar Tim og hlær. Báðir verða hálf vandræðalegir. „Við virðumst skemmta okkur vel. Við reynum nú samt að vera smá al- varlegir þar sem við erum að eyða peningum annarra. Það er alltaf gaman að vinna með þessum manni. Það er sérstaklega heppi- legt að hann hefur gaman að því að klæða sig í undarlega búninga.“ Flestar myndir þínar fjalla yfir- leitt um einstaklinga sem eru á skjön við samfélag sitt. Það á t.d. við um allar myndirnar sem þið hafið gert saman, er einhver sér- stök ástæða fyrir því? „Já, við eigum við svo mörg persónuleg vandamál að stríða,“ gantast Burton og báðir hlæja. „Það er reyndar góð sálfræði- þerapía að mæta til Tim og leyfa honum að gera sig að algjörum asna í kvikmynd,“ segir Johnny Depp öllu alvarlegri í bragði. „Það er sérstaklega gott þegar maður fær borgað fyrir það. Leikari þarf að yfirfæra eins mikið af sjálfum sér, og hans eigin sannleik, og hann getur í persónur sínar.“ Er kannski kominn tími til þess að skipta um hlutverk? Að Johnny færi í leikstjórastólinn og Tim fái að leika? „Já, vá, það er frábær hug- mynd,“ segir Johnny. „Það væri gaman að fá að endurgreiða Tim suma af þeim hlutum sem hann hefur gert við mig á tökustað. Eins og skvetta blóði í andlitið á mér við tökur á Sleepy Hollow þegar ég átti ekki von á því. Hann hló eins og smákrakki í nokkra klukkutíma á eftir það atvik.“ „Það var gaman,“ segir Tim og brosir að endurminningunni.“Já, það var gaman,“ samþykkir Johnny. „Stundum hittumst við og eyðum heilu helgunum í að gera bara það.“ „Já, þú hafðir líka gaman af því að láta tvo hesta draga þig á aftur- endanum,“ minnir Tim félaga sinn á. „Já, sérstaklega þar sem þú gafst þeim eitthvað mjög kryddað að borða stuttu áður,“ segir Johnny og setur upp svip. En svona í alvöru, hvað er svona gott við það að vinna alltaf með sama fólkinu? „Í okkar tilfelli verður sam- starfið bara allaf betra og betra,“ segir Tim og virkar auðmjúkur. „Á milli erum við að vinna með öðru fólki og það bætist alltaf eitt- hvað við samband okkar næst þegar við hittumst. Ég fæ alltaf undarlega fjölskyldutilfinningu fyrir því fólki sem ég vinn með og þess vegna kýs ég oft að vinna með því aftur.“ „Við höfum náð að þróa okkar eigið tungumál vegna þess tíma sem við erum búnir að eyða sam- an,“ útskýrir Johnny. „Að vinna með Tim er eins og að koma heim, og það er mjög þægilegur staður að vera á.“ Willie Wonka og Michael Jackson? Útfærsla Johnnys Depp á Willy Wonka er gjörólík túlkun gaman- leikarans Gene Wilder á honum. Á sínum tíma fékk Wilder Golden Globe styttuna fyrir útfærslu sína á persónunni og því var augljóst að þó nokkur pressa var á Depp að standa sig. „Við vorum náttúrulega sér- staklega heppnir að persónunni er lýst mjög vel í bókinni,“ svarar Johnny er hann er spurður að því hvernig hann hafi nálgast persón- una litríku. „Ég og Tim áttum mörg samtöl, þá sérstaklega um minningar okkar í æsku af hon- um. Við spjölluðum líka sérstak- lega um þáttastjórnendur í göml- um barnaþáttum í sjónvarpinu. Hvernig þeir tala á mjög ýktan og sérstakan hátt við krakka. Það var mjög gaman að leika Wonka, þeg- ar ég fann hann loksins. Þegar ég fæ handrit í hendurnar móta ég oft mjög fljótlega mynd af per- sónunni í höfðinu. Hárgreiðsluna á honum sá ég t.d. fyrir mér mjög snemma. Það tók samt óvenjulega langan tima þangað til að ég áttaði mig á því hvernig hann ætti að vera. Meira að segja eftir að tökur hófust leið mér ekki eins og ég væri alveg að ná honum. Það var ekki fyrr en við vorum búnir að vera að vinna í rúma viku sem hann var mættur. Tennurnar hjálpuðu mér líka mjög til þess að ná honum á endanum.“ Þú ert þekktur fyrir að taka persónueinkenni frægra einstak- linga, eða eða bara fólks í kringum þig, og bæta þeim við persónur þínar. Til dæmis sagðir þú alltaf að Jack Sparrow úr Pirates of the Caribbean væri mikið skyldur Keith Richards. Var eitthvað svo- leiðis í gangi með Wonka? „Nei. En kannski, eins og ég sagði, höfðu persónur í banda- rísku barnasjónvarpi, eins og Captain Kangaroo, einhver áhrif. Ef maður sér þessa þætti í dag, þá eru þeir alveg stórkostlega undar- legir. Virkilega gegnsýrðir.“ Hvað með Michael Jackson? Einhverjir blaðamenn hafa verið að líkja þinni útgáfu af Willy Wonka við hann. Er eitthvað til í því? „Ha? Nei, hann kom nú aldrei upp í hugann hjá hvorugum okkar þegar við vorum að gera mynd- ina,“ fullyrðir Depp og virkar ör- lítið pirraður á spurningunni. „Það kemur okkur mjög mikið á óvart að fólk sé að líkja þeim tveimur saman.“ „Nei, þetta er bara bull og vit- leysa,“ bætir Burton við. „Við studdumst við LaToyu, ekki Mich- ael.“ Heldurðu að sú staðreynd að þú átt börn sjálfur, hafi gert þér auðveldara fyrir að taka þetta hlutverk að þér? „Já, þegar ég var að reyna átta mig á persónunni æfði ég talanda hans á dóttur minni. Það virtist virka á hana, þannig að ég lét hann standa. Börnin mín hafa al- veg bókað áhrif á allt sem ég geri, hvort sem það á við það sem ég geri í vinnunni eða utan hennar.“ Og hvað segja börnin þín um myndirnar sem þú leikur í. Ertu duglegur við að sýna þeim þær? „Sumar. Ég held samt að þau séu nú ekki tilbúin til þess að sjá nokkrar þeirra,“ segir hann og stoppar aðeins til þess að hugsa um stund. „Satt best að segja held ég að ég sé ekki tilbúinn til þess að sjá þær heldur. Þau sáu þessa mynd, og ég var mjög kvíðin fyrir því að sýna þeim hana. Krakkar eru góðir í því að segja hlutina bara eins og þeir eru og ég óttað- 36 10. september 2005 LAUGARDAGUR Kvikmyndin Charlie and the Chocolate Factory ver›ur frums‡nd um helgina. Myndin hefur hvort tveggja hloti› glimrandi dóma og a›sókn beggja megin Atlantshafsins. Birgir Örn Steinarsson fór á fund leikstjórans Tim Burton og a›alleikarans Johnny Depp í London. TIM BURTON Leikstjórinn Tim Burton gerir myndir sem eru á mörkum þess raunverulega og ævintýralega. WILLY WONKA Johnny Depp fer á kostum í hlutverki sælgætisverksmiðju- eigandans sem fær til sín góða og forvitna gesti. Það ber margt undarlegt fyrir auga hjá Willy og það er óhætt að fullyrða það að þeir sem sækja hann heim verða ekki samir aftir. Súkkula›iheimur Burtons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.