Tíminn - 07.09.1975, Side 3

Tíminn - 07.09.1975, Side 3
TÍMINN 3 Sunnudagur 7. september 1975. Nú erum við vondir út í Veðurstofuna segja bændur, en veðurfræðingarnir vilja ekki kannast við að rignt hafi HHJ—Rvik.Nú erum við bænd- ur sunnan lands vondir út i Veðurstofuna vegna rangrar veðurspár, sem hefur valdið okkur stórtjóni, sagði Páll Þor- láksson fréttaritari á Sandhóli við blaðið i gær. — Hún endurtók sig sagan frá óþurrkasumrinu 1969, en þá brugðust veðurfræð- ingarnir okkur og 23. ágúst það ár rigndi þúsundir hestburða af heyi vegna rangrar veðurspár. Núna á föstudaginn fór að þykkna upp sunnan lands siðari hluta dags eftir tveggja daga kærkominn þurrk. Allt benti til rigningar, en Veðurstofan spáði hins vegar þurrki og góðvirði áfram. Um klukkan 18 var samt kominn suddi og nú liggja þús- undir hestburða flatir á túnum, og sumt af þvi heyi er búið að hrekjast i þrjár vikur. Nokkrir bændur tóku ekki mark á veðurspánni og náöu upp heyjum, en hinir voru fleiri, sem treystu veðurfræðingunum og gjalda þess nú. Aðfaranótt laugardags hefur gengið á með skúrum og hey allt á túnum er nú gegnblautt á nýjan leik. — Þetta kemur mér á óvart, sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur hjá Veðurstof- unni, þegar Timinn bar þetta undir hann. Samkvæmt þeim veðurfregnum sem við höfum fengið, hefur ekki komið dropi úr lofti á mælistöðvum vestan Mýra i Álftaveri. Þó er ekki úti- lokað, að seinni hluta föstudags hafi komið einhverjar fjallaskúr ir t.d. i nágrenni Ingólfsfjalls, en ég held, að sú úrkoma hljóti að hafa verið tiltölulega stað- bundin. Á Hellu og Hvolsvelli var t.d. léttskýjað. Hins vegar má búast við einhverri rigningu sunnan lands i dag, sagði Guð- mundur að lokum. Frá Gagnfræðaskól- anum í Keflavík Nemendur komi i skólann sem hér segir: Miðvikudaginn 10. september kl. 2., 3. bekkur Fimmtudaginn 11. september kl. 10, menntadeild og framhaldsdeild. Fimmtudaginn 11. september kl. 2, 1. bekkur Föstudaginn 12. septemberkl. 10,4. bekkur Föstudaginn 12. september kl. 2,2. bekkur Kennarafundur verður i skólanum þriðju- daginn 9. september kl. 2. Skólastjóri. brPuh RAF-, BORO-OG VASA- KVEIKJARAR eru kynntir á bás nr. 46 á sýningunni i Laugar- dalshölllnni. Seldir á sérstöku — mjög hagkvæmu — kynningarverði meöan á sýningunni stendur. BRAUN-UMBODIÐ: Ægisgötu? Simi sölumanns er 1 -87-86 Raftækjaverzlun íslands h.f. CW> PiONŒen MERKI hinna vandlátu PIONEER Hljómtæki ortofon Háfalarar og Pick Up Hátalarar STDK Segulþræðir Cassettur Cartridge Spólur Sjónvarps- og ferða- tæki Einnig bíla- sjónvarps- tæki 3ja ára ábyrgð Viðgerðar- og tækni- þjónusta á staðnum SX-434 2 CHANNEL RECEIVER PIOIMEER 333306 n CT-F7171 STEREO CASSETTE DECK PIONEER <jjl KARNABÆR 9 HLJÓAATÆKJ ADEILD Laugavegi 66 * Sími 2-81-55 BRPun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.