Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 16
16 I TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. Sjáandinn Van der Hurk, sem er þekktur undir nafninu Hurkos sat meö kápu stúlkunnar i höndunum og sagöi i öllum smáatriöum frá þvf, hvernig hún haföi veriö myrt, og iýsti meira aö segja moröingjanum nákvæmlega. VAN DER HURK, SJÁANDINN HOLLENZKI HEFUR HVAÐ EFTIR ANNAÐ AÐSTOÐAÐ LÖG- Sjáandinn hollenzki kom upp um morðingjann Þegar Robert Gilmore skauzt út úr dimmum ganginum og drap hina fallegu tvítugu Joanne Campbell með því að skjóta hana í höfuðið, og hjartastað, var hann handviss um, að hann hefði nú framið„hinn fullkomna glæp." — Enginn mun nokkru sinni komast á snoðir um það, að ég framdi þetta morð, sagði hann við sjálfan sig. Tveimur timum siðar, þetta hrollkalda vetrarkvöld, fannst likið af Joanne Campbell — og lögreglulið Philadelphiu gerði sér þegar ljóst, að þarna væri um morðgátu að ræða, sem ef til vill fyndist aldrei lausn á. Joanne var danskennari, hún hafði verið á heimleið og ætlaði að taka strætisvagninn, þegar hún var drepin. Móðir hennar frú Estelle Campbell Gilmore, 41 árs, gat ekki veitt lögreglunni neina hjálp. Hún var ekkja en hafði gift sig aftur fjórum árum eftir dauða fyrri manns slns, þegar Joanne var 10 ára. Joanne Campbell var falleg stúlka. Hún átti engan ákveðinn vin, en öllum féll vel við hana. Frú Gilmore gat alls ekki gert sér ljóst, hver hefði getað vilja dóttur hennar feiga. Þegar henni var svo sagt, frá þvi, að dóttir hennar hefði verið fjóra mánuði gengin með, þegar hún var myrt, neitaði hún að leggja trúnað á það, þar til henni var sýnd skýrsla læknisins, sem hafði krufið likið. Augljóslega hafði þá Joanne ekki verið sú góða stúlka, sem móðir hennar hafði viljað halda fram. Hún hlaut að hafa átt leyni- legan elskhuga, og það virtist ekki vera neinum vafa undir- orpið, að elskhuginn hafði drepið hana til þess að koma i veg fyrir að stúlkan segði frá þvi, hver i raun og veru væri faðir barnsins, sem hún átti von á. En hver var þessi elskhugi? Allar rannsóknir lögreglunnar runnu út i sandinn. t raun og veru hafði Joanne verið ágætis stúlka. Hún haföi á hverju kvöidi farið beint heim úr dansskólan- um, eftir að vinnunni. þar var lokiö, og mjög sjaldan fór hún aftur út á kvöldin. Stjúpi hennar, Robert Gilmore, 42 ára gamall, var rétt eins örvæntingarfullur og aðrir yfir þvi, sem fyrir hafði komið. Joanne hafði i hreinskilni sagt verið mesta fyrirmyndar stúlka. Hefði hún einungis sagt for- eldrunum frá ástandi sinu — þá hefðu þeir getað hjálpað henni, sagði Gilmore. Árangurslaus athugun Lögreglan var engu nær. Það eina, sem lá ljóst fyrir var, að morðið hafði verið framið með byssu með hlaupvidd 38. Þetta var sams konar byssa og lög- reglan notar sjálf, og er fremur algeng. Það átti að vera auðvelt að komast að þvi, úr hvaða byssu kúlunni, sem lenti i hjarta stúlkunnar, hafði verið skotið, svo fremi að hægt væri að bera kúl- una og byssuhlaupið saman, þ.e.a.s. ef byssan fyndist. Ungu stúlkurnar, sem unnu með Joanne Campbell og aðrir, sem umgengust hana, sögðu lög- regunni frá þvi að hún hefði dansað við ýmsa unga menn, og af og til hafði hún meira að segja farið með einhverjum þeirra i bió , en hún hefði ekki átt neinn fastan vin. Þess vegna var tæpast hægt að imynda sér, að morðið hefði verið framið vegna afbrýðisemi. Engin af vinstúlkum Joanne minntist þess, að hún hefði verið hrifnari af einum manni öðrum fremur. Þrjár vikur liðu, án þess að nokkuð kæmi fram i málinu. Allt benti til þess, að glæpurinn yrði aldrei upplýstur, nema eitthvað algjörlega óvæntgerðist i málinu. Til dæmis að lögreglan fyndi byssuna. Þá gerðist það að blöðin i Phila- delphiu skýrðu frá þvi, að Hol- lendingurinn Peter Van der Hurk — hann vildi sjálfur helzt láta kalla sig Hurkos — væri að koma i heimsókn til borgarinnar, og þar myndi hann sýna mönnum hæfi- leika sina, en hann var þekktur sem maðurinn með „röntgen- augun”. Margir drógu i efa hæfi- leika hans, en aðrir trúðu á þá. REGLU VIÐ AÐ UPPLÝSA GLÆPI, SEM ERFITT HEFUR REYNST AÐ FINNA LAÚSN Á. HONUM NÆGIR AÐ FA í HENDUR FAINAD MANNS, SEM HORFIÐ HEFUR SPORLAUST, OG ÞÁ GETUR HANN SAGT NÁKVÆMLEGA TIL UM, HVAÐ HEFUR KOMIÐ FYRIR. Joanne Campbell (t.v.) meö móöur sinni, Esteile Campbell GilmoreJMóöirin vissi ekki, aö dóttirin var ástmær stjúpa sins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.