Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 20
TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. Sunnudagb’r 7. september 1975. TÍMINN Undir beru lofti SIGURÐUR ÞORKELSSON, for- stjóri hjá Pósti og sima, hefur ekki stundað útivist með þeim hætti að fara langferðir eða „safna fjallatoppum”, eins og þaðer kallað, þegar menn leggja metnað sinn i það að hafa klifið sem flest fjöll. Hann hefur litið sér nær. 1 hallandi, gróðurlausu grjótholti, svo að segja i næsta nágrenni Reykjavikur, hefur Sig- urður ásamt konu sinni, Else Þorkelsson, unnið það afrek aö láta skjólgóð tré og fegurstu blómjurtir vaxa, svo að segja upp úr berum steininum. í upphafi var.......... Það þarf minna en þetta til þess að vekja áhuga forvitins blaða- manns, og þess vegna voru þau hjónin, Else og Sigurður, sótt heim einn dajinn ekki alls fyrir löngu, og fyrir þau lagðar nokkr- ar spurningar: — Hversu langt er siðan þið hjónin byrjuðuð á þessari merku starfsemi? — Við byrjuðum á þessu vorið 1957. — llvernig var þá umhorfs þarna? — Þá var bletturinn okkar eins og umhverfi hans er núna: grjót ogaftur grjót, hvert sem litið var, en lítill sem enginn gróður, nema i sjálfri brekkunni. — Jarðvegurinn hlýtur þá að hafa verið grunnur? — Já, hann var mjög grunnur, viða ekki nema hálf skóflustunga niður á jökulleir, og þetta ör- þunna jarðvegslag ofan á leimum var lika mjög leirborið, og þvi reyndist ákaflega erfitt að láta rætur trjánna og annarra jurta lifa veturinn af. — Þið hafið kannski orðið fyrir skakkaföllum fyrstu veturna? — Já, og einkum þó á vorin. Þá þurftum við oft að vaða aur og eðju til þess að reisa við trjá- plöntur, sem höfðu fallið um koll. Og svo urðum við auðvitað eins og aðrir að sætta okkur við islenzka vorið, sem oft er næsta erfitt trjá- gróðri, að minnsta kosti hér á Suðurlandi. — Þurftuð þið ckki að nota sprengiefni, þegar þið voruð að ryðja þetta grýtta land? — Nei, ekki gripum við til þess. Þó.tt sú aðferð hefði ef til vill orðið fljótlegri, létum við okkur nægja haka, járnkarl og önnur hand- verkfæri. Við gáfum okkur nógan tima til verksins, þvi ekkert lá á. — Þurfti ekki að bæta þennan rýra jarðveg með einhverjum ráðum? — Jú, við höfum fengið nokkur hlöss af mómold, og sömuleiðis eins mikinn húsdýraáburð og okkur hefur verið unnt. Enda hef- ur jörðin sifellt orðið betri og betri til ræktunar, með hverju ár- inu sem hefur liðið. Vegur, girðing og gróðursetning — Þið hafið auðvitað byrjað á þvi að girða landið? — Fyrsta verkefnið var að gera veg, svo að við kæmumst alveg að lóðinni. Næst þurfti að girða til þess að losna við ágang fjár, sem annars hefði eytt þvi litla sem við náðum að gróðursetja fyrsta árið, en það voru nær eingöngu skógar- plöntur, flestar meðfram „landa- mærunum”, en siðar nærri þeim stað, þar sem við höfðum okkar aðalathvarf, undir brekkunni. — Hvaða tegundir gröðursettuð þið fyrst? — Við byrjuðum á birki sitka- greni, sitkabróður, rauðgreni og blágreni. Sitkagrenið og birkið hafa staðið sig vel, en blágreni og rauðgreni hafa aftur á móti þrif- izt ákaflega illa. — Þessar tvær síðasttöldu teg- undir cru kannski ekki liklegar til þess að dafna i íslenzkum jarð- vegi? — Það er ekki þar með sagt. Við höfum ekki gróðursett þessar tvær tegundir síðan fyrsta árið, á meðan jarðvegurinn var mjög lé- legur og skjól ekkert. Vel má vera, að hægt sé að ná góðum ár- angri með ræktun þeirra, þar sem gott skjól er og sæmilega frjósöm. — Svo hafið þið auðvitað stund- að annars konar ræktun jafn- framt? — Já, við gerðum okkur dálit- inn matjurtagarð þegar i byrjun, og blómin létum við ekki heldur afskiptalaus. Við fengum nokkrar fjölærar jurtir, sem við gróður- settum, og svo sumarblómin, sem við ræktum auðvitað á hverju sumri. — Hversu stdrt er þetta land, sem þið hafið grætt svona upp? — Nákvæmt mál er ekki fyrir hendi, en stærðin mun vera tæp- lega einn hektari. — Og hann er allur orðinn upp græddur? — Hann er ýmist upp græddur eða i uppgræðslu. Enn er þar nóg verk fyrir höndum, og megin- atriðið fyrir okkur er að hafa eitt- hvert verkefni úti undir beru lofti. Auðvitað hefur þetta verið unnið i fritimum, útivist okkar hefur beinzt að þessu verkefni, öðru fremur. Tilgangurinn er fyrst og fremst að verða sér úti um eðli- lega hreyfingu, fá vinnuhita i skrokkinn og finna til þreytu að kveldi. - Ekki eruð þið þó daglega þarna allt sumarið? — Nei, svo mikið er það ekki. Ætli láti ekki nærri að við séum þar. fjóra til fimm daga i hverri viku til jafnaðar. Við förum þangað um leið og vinnu lýkur og erum gjarna svo sem fram um kvöldmat, og svo flesta laugar- og sunnudaga. Auðvitað eru svo lika á þessu ýmsar undantekningar. Nokkur hluti þess svæðis, „þar sem öllum öðrum trjám / of lágt þótti að gróa.” „Okkur datt aldrei annaft f Séð ofan á þak sumarbústaðarins. Jarðhýsiö til hægri. Timamynd Róbert ,,Þar sem öllu m öðrum trjám K * 5 1 oi lagt poiii a< 3 gioa... ^ kvað Stephan G. um greniskóginn. Á jarðvegslitlu grjótholti í nágrenni Keykjavíkur haia Sigurður Þorkelsson forstjóri og kona hans grætt upp undrafagran reit við hin erfiðustu skilyrði Sumarleyfisferðir, óhjákvæmileg ferðalög vegna embættis og þvi um likt, veldur þvi, að eyður verða i vinnu okkar að ræktunarmálunum. Allt, sem lifrænt er, hefur sitt gildi — Hefur ykkur tekizt að vera sjálfum ykkur nóg með mat- jurtir? — Já, við höfum til dæmis alltaf hæft nægar kartöflur handa sjálfum okkur og höfum getað hjálpað nánasta venzlafólki okkar að auki. Blómkál, hvitkál, rauðkál og nokkrar aðrar teg- undir höfum við lika ræktað og eigum jafnan allnokkrar birgðir af þeim. Og þá má ekki gleyma gulrótum og rófum. — Svona mikil mutjurtarrækt hlýtur að kalla á miklar og góðar geymslur? — Þann vanda höfum við leyst með þvi að búa okkur til jarðhús nokkurt, þar sem við getum geymt kartöflur allan ársins hring, án þess að þær skemmist. — Hvernig er þetta jarðhús útbúið? — Það er grafið inn i' brekku. Að innan er það hlaðið með holsteini, en að utan var mokað að þvi jarð- vegi, þannig að veggirnir eru nærri metersþykkir, og hvergi þynnri, en sem svarar sjötiu senti metrum. Á það jafnt við um bakið og-þá veggi, sem standa fram úr brekkunni. — Það frýs þá ekki þar inni? — Nei, enda kemur það sér nú betur! Fyrsta árið gerðum við það okkur til gamans og fróðleiks að hafa þar hitamæli sem rhældi bæði hámark og lágmark hita- stigsins. Um háveturinn varð aldrei kaldara en eins stigs hiti, eða rúmlega það, og mesti hitinn var fjórar gráður. Þetta mun þykja jaðra við lágmarkið, þvi að eðlilegurhiti i kartöflugeymslu er vist fjögur stig, en okkar kart- öflur geymdust ágætlega við þetta hitastig. — Tekst ykkur að annast hvert tré á svona stóru svæði, þar sem aöeins þið tvö vinnið að þessu? — Á vorin íátum við hnefafylli af tilbúnum áburði hjá rótum hvers trés, og ef við eignumst húsdýraáburð, þá dreifum við honum um landið eftir þvf, sem við getum og okkur sýnist mest þörf á. Eins notum við allar jurta- leifar, sem til falla. Stundum gröfumvið þær i jörðu til þess að þær rotni þar og bæti jarðveginn, og stundum blöndum við þeim saman við mold ofanjarðar. Við viljum helzt ekki kasta neinu lif- rænu út fyrir girðinguna, ef við teljum að það geti bætt jarð- veginn á blettinum okkar, enda veitir ekki af, þvi að satt að segja var hann harla magur, þegar við komum þar fyrst við sögu. upp úr öllu, mikið er borið á i trén? — Jú, grasið vex ágætlega, og þar sem við eigum ekki neinar skepnur til að fóðra, getum við ekki annað gert en að slá það og láta það rotna niður á þeim stöðum, þar sem þörfin er mest hverjusinni. Þvi meira sem borið er á, þeim mun oftar þarf að sjálfsögðu að slá, en i það má ekki horfa, þvi að sá gróður, sem við viljum að vaxi, myndi ekki verða sérlega gróskumikill, ef áburðar- ins nyti ekki við. Landið er ekki kostameira en það, þótt sitt af hverju sem búið að gera fyrir það siðustu átján árin. — Svo eruð þið með fallega grasflöt, umgirta trjám. — Henni höfum við haldið við með þvi að slá hana nógu oft. Við höfum eiginlega aldrei rakað hana, heldur hefur heyið fengið að rotna þar niður i jörðina. Þó er jarðvegur þar enn mjög þunnur ogstutt niður á grjót. Eins og allir vita, sem til þekkja, þá er algengt að grjót komi upp úr jörð á vorin, og siðast núna i vor þurftum við að hreinsa burt steina, sem voru að skjóta upp kollinum. Þegar frostið hefur lyft steininum svo hátt, að farið er að sjá á hann, er ekki um annað að ræða en að sækja haka eða járnkarl og f jar- lægja hann, þótt það kosti það að við verðum að sækja þúfu og fella hana i holuna, svo að flötin haldist slétt eftir sem áður. — Það er kannski hægt að finna með því aö ganga um túnflötina hvort undir er steinn eða laut? — Við þekkjum nokkra staði, þar sem við vitum að von er á steinum eftir eitt eða tvö ár. — Hvernig gat ykkur dottið i hug i upphafi, að hægt yrði að rækta nokkurn skapaðan hlut á svona stað? — Okkur datt aldrei annað i' hug, en að þarna mætti rækta snotran reit, ef vilji væri fyrir hendi. Þar sem einhver jarðvegur er fyrir, er ævinlega hægt að rækta eitthvað, með því að hjálpa þvi af stað. — Hafa ekki þessar mörgu plöntur kostaö ykkur of fjár i beinhörðum peningum, fyrir utan alla vinnuna? — Við byrjuðum á þvi að kaupa ódýrustu tegundirnar. 011 þau tré, sem við keyptum, voru skógar- plöntur, og þær fengum við hjá Skógræktinni. Siðan liðu auðvitað nokkur ár, þangað til þær fóru að dafna og prýða landið, en nú, mörg hin siðari ár, höfum við fengið heilmikið af græðlingum i okkar eigin gróðurreit, til dæmis allar viðiplöntur og aspir. Þær kosta ekkert, nema vinnuna við að hlynna að þeim. Nei, þetta hafa ekki verið mikil fjárútlát. Varla kvöð, og þvi siður þrældómur — Aðalatriðið er vinnan? — Já, auðvitað kostar þetta allt mikla vinnu, en til þess er leikur- inn gerður. Annars er mjög litið um að við vinnum þarr lega eða eftir fyrirfram ætlun. Eiginlega er ekkert bind- andi þar nema garðarnir, sem verður að sinna vor og haust. Hitt er að mestu unnið þegar okkur gott þykir, án þess að vera kvöð, hvað þá þrældómur. — Svo skreppið þið kannski stundum uppeftir, án þess að nokkurt sérstakt verk bíði ykkar þar? — Þessu er varla hægt að svara játandi, þvi að við höfum víst aldrei komið þar svo, að ekki sé eitthvert verk sem biður þess vera unnið. Spurningin er miklu fremur, hvort við nennum að fást við verkið i dag, eða hvort okkur kemur saman um að geyma það til morguns. — Hefur þessi ræktunarvinna dugað þér, Sigurður, til útivistar, eða leitar þú annars jafnframt? — Ég veit ekki hvað segja skal. Ég býst yið, að sú útivera sem fylgir gróðursetningu og umhirðu gróðurs, hefði alveg getað dugað mér, en hins vegar neita ég þvi ekki, að ég hef áhug á ýmsu öðru til dæmis lax- og silungsveiðum, og þvi sinni ég alltaf öðru hvoru á sumrin, þegar tækifæri gefast. Gönguferð á árbakka er ágæt hvild, bæði fyrir líkama og sál. Grasflötin —túnið, þar sem svo er jarðgrunnt, að steinar koma upp úr grassverðinum á vorin, eftir að vetrarfrostið hefur lyft þeim i sessi. Okkur hefur gefizt þetta vel — En nú verða hvorki laxveið- ar né skógrækt stundaðar að vetr- inum. Hvað gerið þið hjónin þá? — Þótt vetur sé, förum við allt að þvi vikulega til þess að lita eft- irlandspildunni okkar. En annars höfum við haft það fyrir reglu undanfarna áratugi að ganga svo sem hálftimasprett á hverju kvöldi til þess að anda að okkur fersku lofti. Um helgar förum við helzt eitthvað út fyrir bæinn, og i sannleika sagt þykir okkur betra að ganga i mishæðóttu landi en á asfaltinu. — Þar er líka sjálfsagt minni truflun af mannaferðum? — Það getur nú líka átt við gönguferðirnar á asfaltinu. Satt að segja furðum við okkur oft á þvi, hve fáu fólki við mætum, jafnvel þótt aðeins sé gengið um næsta nágrenni i bezta veðri skömmu eftir kvöldmat. — Þá sitja allir fyrir framan sjónvarpstækin sin. — Ekki höfum við neitt reynt að giska á hvað fólk er að gera, en það er að minnsta kosti ekki að ganga úti. — En útiveran hefur gefizt ykkur hjónunum vel? — Já, sannarlega, annars vær- um við ekki að þessu. Við höfum alltaf haft áhuga á útilifi, og við réðumst i þessarframkvæmdir til þess að fullnægja þeirri löngun. Þaðer ekki neitt aðalatriði hvort fólk fæst við ræktun, veiðar eða eitthvað annað. Okkar reynsla er sú, að hreyfing úti undir beru lofti sé nauðsynleg til þess að halda heilsu. —VS. Tlmamynd Róbert. Siguröur Þorkelsson forstjóri og kona hans, frú Else Þorkelsson. Hér geta menn séð, hvIUkri hæð trén hafa náö, þegar við berum þau saman viö hæö mannsins. Og þó er þetta ekki gamall skógur. Else úti fyrir sumarbústaðnum með blóm I hönd. Það er nóg af þeim þar I stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.