Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 6
" .... Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXXVI|| - ■ ■ —^ -tíMínn Sunnudagur 7. september 1975. Fénaður við gamalt býli við Suðurlandsbraut Kvík, austan iþrnttahallarinnar ( 1975) Grásleppa og hús i Garðavör við Ægissiðu Rvik (1975) Grásleppuhjallar og bönd i Grimsstaðavör Rvik(i975) t Grimsstaðavör i Reykjavik (1974) Unnið i Uækjargötu Rvik 1949. „Vill rektor kaupa grá- sleppu”? Svo var kallað fyrir meira en öld, sem frægt er orð- ið. Mér þykir nú reyndar rauð- maginn betri. Það var björgu- legt að sjá á fiskránum úti við Grimsstaða- og Garðavör um mánaðamótin mai og júni. Grá- sleppubönd huldu rárnar, en þær voru margar, og á gamla skúrnum héngu veiðarfæri til þerris. Bak við hús i Garðavör voru sjómenn að slægja ný- veidda grásleppu og hengja upp i óða önn. Þar stendur gamall grindahjallur. Fiskibönd voru lika hengd á grind út yfir sjó og maðka þau þá siður. Sgin grá- sleppa er góður matur. En viða er grásleppan aðeins veidd vegna hinna verðmætu hrogna. Hinu öllu fleygt og er það illa farið. A vorin var grásleppan stundum brytjuð niður handa kúm og þóttu þær græða sig af henni. Dálitið af grásleppu- hvelju var fyrrum látið i slátur- sýru með slátrinu og þótti all- góður matur, vel súr og meyr. Það er fagurt á Ægissiðunni og mætist þar gamalt og nýtt. úr finu húsunum sjáið þið hafið, báta, gamla hjalla og fiskskúra. Krakkar leika sér i fjörunni, hænsnin gagga við kofana. Lambfé sést enn i Reykjavik á vorin, en þó óviða sem vonlegt er. Sauðfé á ekki heima inni i borginni. Á gamla býlinu við Suðurlandsbraut milli Múla- vegar og iþróttahallarinnar, gengu lambær og hænsni i friði og spekt i lok mai. Þarna voru Mjöll og Surtla, Grána og Golta, Bilda og Hatta, af 11 alda is- lenzkum stofni. En hænsnin voru hvit og suðræn að ætt. Uppsett hey gefur enn að lita á stöku stað inni i miðri Reykja- vik. öðruvisi var um að litast i Lækjargötunni sumarið 1949, er hún var breikkuð og sneitt af Menntaskólalóðinni. Þarna voru hraustlegir verkamenn að skeggræða, stúta sig og vinna þegar myndavél beindi auga sinu að þeim. Grásleppa, hjallur við Garðavör Rvik (1975)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.