Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 10
10 TtMINN Sunnudagur 7. september 1975. trygginga var með svipuðum hætti og áður og beindust þau störf einkum að starfsemi klúbb- anna öruggur akstur og Utgáfu Gjallarhornsins. Þó erfiðlega blási i bili með rekstur Samvinnutrygginga þýðir ekki að leggja árar i bát. Vinna verður að þvi að rétta rekstur þeirra tryggingargreina, sem halli hefur orðið á og að bæta beinan rekstur fyrirtækisins eftir þvi íem frekast er unnt. Við verðum að vona, að ekki liði á löngu, þar til afkoma fyrir- tækisins batni og Samvinnutrygg- ingar geti farið að greiða tekjuaf- gang á ný. — NU hefur rikisstjómin beitt sér fyrir sérstakri Viðlagatrygg- ingu. Hvernig lizt þér d það, sem fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs? — A siðasta alþingi voru sam- þykkt lög um viðlagatryggingu, sem er nýmæli i tryggingum. Það eru lagafyrirmæli um það, hvemig bregðast skuli við, ef nýtt tjón eins og varð i Vestmannaeyj- um og á Norðfirði verður aftur á tslandi. — Þessi bálkur tekur til snjó- flóða, skriðufalla, eldgosa, vatns- flóða og annarra náttUruham- fara. Það er farið þarna inn á nýjar brautir. Reynsla okkar frá eld- gosinu i Vestmannaeyjum hefur kennt okkur, að það verður að vera eitthvert skipulag á aðgerð- um, og við verðum að vera við- bUin vanda af þessu tagi, en ekki óviðbUin eins og þá. Ef viö höfum ekki ákveðinn undirbUning, þá gripa alls konar tilfinningamál inn iaðgerðir, sem venjulega verður til tjóns. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar, að það sé að sumu leyti gengið of langt i sumum atriðum þessarar löggjafar. Er mér til efs að þau nái raunverulega tilgangi sinum i öllum atriðum. Nýtt gjald lagt á tryggingar Teknanna til þessarar trygg- ingar á að afla með þvi að leggja sérstakt gjald á allar fasteignir á landinu og allt lausafé, sem er brunatryggt. t fyrrnefnda tilfell- inu er um skyldutryggingu að ræða, en i hinu siðara er ekki um það að ræða, heldur fer það eftir framtaki og-. framsýni einstakl- inganna. Spurningin er sU, hvort þetta geti ekki virkað öfugt. Ef lagt er nýtt gjald á tryggingu lausafjár- muna, er liklegt að menn skirrist við að greiða trygggingar, sem þeir eru ekki skyídugir tii að kaupa.Efþeir eiga svo einir að fá bætt lausafé, sem hafa slika tryggingu getur svo farið að meirihluti þeirra, sem fyrir tjóni verður, fái engar bætur. Við sjá- um í hendi okkar, hváða afleið- ingar slikt hefði. — Það kom berlega i ljós i Vestmannaeyjum, að lausafjár- munir voru allt of lágt bruna- tryggðir. T.d. var það algengt, að menn sem áttu innbU fyrir 1.5 milljón króna voru kannski að- eins tryggðir fyrir 150.000 kr. tjónu. — En nú voru einhver hús I Eyj- um tryggð fyrir eldgosi, hvernig voru þau hús bætt? — Það voru aðeins tvö hUs tryggð fyrir þessu i Vestmanna- eyjum oghei'ðiViðlagasjóðurekki komið til skjalanna, þá hefðu þessir forsjálu eigendur orðið fyrir miklu tapi vegna verðbólg- unnar. Þótti þvi eftir atvikum réttað Viðlagasjóður greiddi tjón þeirra að hluta, svo þeir sætu við sama borð og aðrir. — Hvað eigum við þá að taka til bragðs? — Ég tel að Viðlagasjóður eigi að hafa handbært fé til þess að leggja Ut fyrirvaralaust. Menn tala um einn eða tvo milljarða króna. Ég er á því, að einn milljarður sé nóg. Siðan á að dreifa tjóninu eftirá. Leggja þetta á landsmenn, svipað og gert var I Vestma nnaey ja gosinu . En umfram allt verður uppgjör slikra tjóna að vera háð föstum reglum. Viðlagasjóður hafði regl- ur. Það var oft erfitt að fram- kvæma þær, þvi til þess þurfti vissa hörku, en án þessara reglna hefði aldrei tekizt að ljUka máiun- um. NU ergert ráð fyrir að trygg- ingafélögin sjái um greiðslu bóta, en þau hafa reynslu i þessum efn- um, og það mun auðvelda þá hlið málsins og tryggja faglegar for- sendur. — Varekki erfitt aö vinna fyrir Viðlagasjóð? — Margir hafa spurt mig að þvi. Sannleikurinn er sá að þetta var ekki erfitt starf, en mjög fjöl- breytilegt og lærdómsrikt. Helgi Bergs, formaður sjóðsins og stjórnin stóð eins og bjarg og ég efast um, að aðrir hefðu skilað þessum hlutum betur, en þeir gerðu. Það er naumast hægt að segja, að þetta hafi verið skemmtilegt starf. Til þess var málið of alvarlegt, en það var þó skemmtilegt starf, sem ég hafði með höndum innan þess ramma, sem það er metið sem slikt. Þetta var mikið endurreisnarstarf og ógrynni af peningum var varið og hver, sem nálægt sliku starfi kemur, hlýtur að finna til sannrar gleði, að sjá þetta bæjarfélag risa Ur rústum ógnar og skelfingar og verða aftur að mannlegu samfé- lagi.sagði Hallgrimur Sigurðsson að lokum. npr Eyjasamfélagið sem landamæri stórveldanna rufu Sovét- ríkin .Gtðra ÞÓTT Sovétrikin séu flestum Bandarikjamönnum landfræði- lega langt i burtu, eru nokkrir bandariskir eskimóar, sem lita yfir landamærin til Sovétrikjanna sem daglegt brauð. A eyjunni Litlu-Diómödu i Beringssundi bUa 130 Bandarikjamenn. Um fjóra kilómetra frá þeirri eyju er eyjan Stóra-Diómada og hán tilheyrir Sovétrikjunum. Þegar sjó leggur tekur það IbUa Litlu-Diómödu um 15 minUtur að komast að landa- mærum Bandaríkjanna og Sovét- rikjanna. En þeir fara sjaldan vfir landamærin, enda er nU að- eins rUssneska hermenn að hitta á Diómödu, þ> i að ibUar eyjunnar voru allir fluttir bnrt fyrir löngu síðan. Þegar Rússar og Bandarikja- menn gerðu með sér samning fyrir meira en öld slöan, drógu þeir landamæralínuna á milli Diómödu-eyjanna, sem liggja svo til miðja vegu milli Schukchi- skaga I Siberiu og Seward-skaga i Alaska. önnur lína liggur og milli eyjanna — tímalina, sem gerir það að verkum að þegar föstu- dagur er á Litlu-Diómödu, þá er laugardagur á hinni eyjunni! Þegar Sovétmenn fluttu ibúa sinnar eyju yfir á fastaland Siberiu, rofnuðu að mestu öll tengsl milli ibúa eyjanna, sem gegnum árin höfðu vingazt og mægzt, þannig að i raun var um eitt samfélag að ræða. Nú er það skipt i tvær heimsálfur: Ameriku og Asiu. Ennþá láta þó öryggis- verðir það afskiptalaust, þegar veiðimenn frá Siberiu og ibúar Litlu-DIómödu hittast á isnum að vorinu og stunda sin viðskipti. En beggja vegna landamæranna standa menn gráir fyrir járnum, útverðir stórveldanna, sem ekki lita á Dlómöndueyjarnar, sem friðsæl heimkynni fólks, heldur varðstöðvar heimsfriðarins. Fyrst eftir að landamæralinan var dregin milli eyjanna gekk allt sinn vanagang. Hvorugt stórveld- ið skipti sér af sinni eyju og það var ekki fyrr en um 1940 að ibúum Dlómödueyja var gert skylt að hafa vegabréf við hendina, en allt eftirlit var laust i reipunum og þannig hélzt það, meðan heims- styrjöldin slðari stóð yfir. Þegar striðinu lauk tóku menn sig upp á báöum eyjunum og héldu til sigurhátíðar á meginlandi Alaska. En þremur árum siðar var allt breytt. Um mitt ár 1948 fór hópur manna frá Litlu-DIómödu yfir til hinnar eyjunnar til að heimsækja vini og vandamenn. 1 fjörunni tóku á móti þeim vopnaðir her- menn og mönnunum var haldið i gæzlu i 52 daga, áður en þeir fengu að snúa heim aftur. Landa- mæri stórveldanna voru þar með oröin staðreynd, sem ibúar Litlu- Diómödu hafa aldrei gleymt. Það kemur fyrir, að þegar þok- an leggst yfir, að veiðimennirnir villast yfir i rússnesku eyjuna, en þáhugsa þeir um það eitt að kom- ast í burt sem skjótast. Þeir gæta þess líka vel, að fara aldrei yfir landamærin milli eyjanna, þótt bráð teygi þá yfir landamærin sunnan eða norðan við eyjárnar, þegarheiðskirt er og þeir geta séö hvar þeir eru stáddir. Mikil beiskja greip um sig með- al ibúa Litlu-Diómödu, þegar Rússar fluttu alla ibúa stærri eyj- unnar burt. En nú er sá atburður liöin tið og aðeins dapurleg minn- ing, eins og flest annaö, sem þessu eyjasamfélagi tilheyrði. Þótt landamæri eða timalina séu hvorki gáruð á hafflöt né rist á isinn, er skiptingin orðin stað- reynd, sem ibúar Litlu-Diómödu hafa sætt sig við, og reyna að láta sem minnst áhrif hafa. En þeim er ómögulegt að láta sem þeir viti ekki af hermönnunum, sem horf-i ast i augu yfir þröngt sundiö milli eyjannla — með höndina á byss- unni. (þýtt og endursagt)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.