Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975. Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson Þeir settu skemmti IfigflB svip á keppnis- tímabilið ★ AAargir ungir og efnilegir leikmenn komu fram í sviðsljósið Þegar litiö er aftur til 1. deildarkeppninnar í ár, má minnast margra snarpra átaka og skemmtilegra leikja. Keppnin var lengstaf mjög skemmtileg og spennandi, og það munaöi ekki miklu að aukaleik hefði þurft, til að fá úr því skorið, hver hlyti Islandsmeistaratitilinn. Til þess kom ekki, þvi að Valsmenn gerðu vonir Framara að hljóta titilinn að engu, þegar þeir unnu sigur yfir þeim i siðasta leik keppninnar. Meistaratitillinn varð því kyrr hjá Akurnesingum uppi á Skaga, og má með sanni segja, að þeir hafi verið vel að honum komnir. Skagamenn áttu jafnbezta liðið, sem var skipað skemmtilegum leik- mönnum. meö frábærri markvörzlu. Þessi ungi Akureyringur á örugglega eftir að láta að sér kveða i framtiðinni, það sýndi hann i leikjum sinum með landsliðinu. Af varnarmönnum teljum við MARTEIN GEIRSSON úr Fram athyglisverðastan, enda sýndi hann marga stórleiki i sumar — bæði i vörn og sókn. Marteinn var meðal markhæstu leikmanna deildarinnar, skoraði samtals 8 mörk. Skagamaðurinn JóN GUNNLAUGSSON.sem er i stöð- ugri framför, sýndi einnig góða leiki i sumar og var hann maður Skaga-varnarinnar og þar að auki oft hættulegur I sóknarleik íslandsmeistaranna — skoraði fjögur mörk. Þá má ekki gleyma Keflvikingunum EINARI GUNN- ARSSYNI og GÍSLA TORFA- SYNI.sem voru ávallt traustustu hlekkir Keflavikurliðsins. JÓN ALFREÐSSON er að áliti okkar sterkasti tengiliðurinn, sem var i sviðsljósinu i sumar. Þessi yfirferðamikli leikmaður átti hvern stórleikinn á fætur öðr- um, og hann var potturinn og pannan i hættulegum sóknarleik Skagamanna. Ekki má þó gleyma GUÐGEIRI LEIFSSYNI úr Vik- ingi sem átti frábæra leiki með Vikings-liðinu, á meðan hans naut við. Aðrir miðvallar.spilarar komust ekki með tærnar, þar sem þeir JÓN og GUÐGEIR höfðu hælana. Af sóknarleikmönnunum setj- um við markakónginn MATTHÍAS HALLGRÍMSSON i efsta sæti. Þessi marksækni leikmaður var ávallt hættuiegur og sifellt að hrella markverði og varnarmenn með harðfylgi sinu. Enda uppskar hann fyrir dugnað sinn mark og aftur mark, og þar af mörg þýðingarmikil mörk, sem færðu Skagamönnum dýrmæt stig i safnið. Félagi hans KARL ÞÓRÐARSON átti einnig Hlutur Reykjavikur er talinn minnka frá ári til árs i knatt- spyrnunni, en Austurbæjarliðin Fram, Valur og Vikingur sáu til þess að halda heiðri Reykvikinga uppi, en félögin röðuðu sér i 2-4 sæti I hinni hörðu keppni um meistaratitilinn. En KR, sem er fjórða Reykjavikur-liðið i deild- inni, varð næst neðst og þetta gamla Vesturbæjarlið átti lengst yfir höfði sér að falla, en bjargaði sér á örlagastundu. Margir góðir knattspyrnumenn hafa sett skemmtilegan svip á keppnistimabilið, eins og svo oft áður, og ætlum við hér að minnast á athyglisverðustu mennina úr röðum 1. deildarliðanna. Bezta markvörðinn teljum við tvimæla- laust ARNA STEFANSSON úr Fram, sem sýndi marga mjög góða leiki i sumar og hvað eftir annað bjargaði hann liði sinu, MARTEINN GEIRS- SON...burðarás Fram-liðsins. BIK- AR- INN legan svip á deildarkeppnina i ár, var að fram i sviðsljósið komu margir ungir og efnilegir leik- menn, sem örugglega eiga eftir að láta að sér kveða i framtiðinni, og eiga jafnvel eftir að klæðast landsliðspeysunni, áður en langt um liður. Fyrstan má nefna landsliðsmanninn AR N A SVEINSSON frá Akranesi, sem er sterkur tengiliður og geysilega skotfastur leikmaður. Þarna er á ferðinni maður framtiðarinnar, og afkomandi „Gullaldarliðsins” frá Akranesi, eins og félagi hans KARL ÞÓRÐARSON.sem er bú- inn að skipa sér á bekk meðal beztu sóknarleikmanna okkar. Arni er sonur Sveins Teitssonar og Karl er sonur Þórðar Jónsson- ar, en báðir þessir gömlu kappar voru meðal beztu knattspyrnu- manna okkar á uppgangsárum Akraness-liðsins. Valsmenn eru búnir að eignast sókndjarfa leikmenn, þar sem þeir GUÐMUNOUR ÞOR- BJÖRNSSON og ALBERT GUÐ- MUNOSSON og varnarmaðurinn leikmaður, sem getur leikið allar stöður á vellinum, en það er ekki á hverjum degi, sem leikmenn gæddir þeim hæfileikum, sjást i islenzkri knattspyrnu. Vikingar flögguðu einnig ung- um leikmönnum, sem skiluðu hlutverkum sinum mjög vel. Það eru varnarmennirnir RóBERT AGNARSSON og RAGNAR GISLASON, mennirnir, sem léku aðalhlutverkið i vörninni hjá Vik- ingi, er þurfti sjaldnast að hirða knöttinn úr netinu hjá sér — eða aðeins 12 sinnum. Þá sýndi FH- ingurinn efnilegi JANUS GUÐ- LAUGSSONgóða leiki i sumar og einnig KR-ingurinn STEFAN ÖRN SIGURÐSSON,en báðir eru þetta ungir og efnilegir varnar- menn. FRAMJiðið, var það lið, sem kom mest á óvart. Það bjóst enginn við þeim árangri, sem lið- ið náði i sumar — sérstaklega ekki eftir hina miklu blóðtöku, sem liðið varð fyrir i byrjun keppnistimabilsins, þegar það missti 7 leikmenn, sem léku með KYRR UPP ARNI SVEINSSON. liðinu i fyrra. Þar af landsliðs- mennina GUÐGEIR LEIFSSON, ASGEIR ELÍASSON og SIGUR- BERG SIGSTEINSSON, sem voru i hópi beztu leikmanna liðs- ins. VESTMANNAEYJA-liðið kom einnig á óvart — fyrir slaka frammistöðu, eftir góða byrjun á keppnistimabilinu. Liðið varð fyrir miklu áfalli i byrjun keppnistimabilsins, þegar einn bezti knattspyrnumaður Eyja- manna, ÓSKAR VALTÝSSON, meiddist svo alvarlega að hann varð að leggja skóna á hilluna — en Óskar sem hefur verið pottur- inn og pannan i leik Eyjaliðsins var kominn i mjög góða æfingu, þegar hann meiddist. Þá misstu Eyjamenn einnig fyrirliða sinn og landsliðsmanninn ÓLAF SIGUR- VINSSON.sem átti við meiðsli að striða, er hann hlaut i Belgiu fyrir keppnistimabilið. Ólafur gat ekki leikið með Eyja-liðinu fyrr en undir lokin. Það var mikið áfall fyrir Vestmannaeyjaliðið, að þeir Óskar og Ólafur gátu ekki leikið með. Erfitt er að gera upp á milli þjálfaranna GUÐMUNDAR JÓNSSONAR og JÓHANNESAR ATLASONAR, þjálfara Fram og GEORGE KIRBY, þjálfara Akraness. KIRBY hefur náð mjög góðum árangri með Akranes-liðið undanfarin tvö keppnistimabil, en svo sannarlega gerði GUÐMUNDUR það lika — hann kom, sá og sigraði með Fram-lið- ið, sem eins og áður segir mátti þola mikla blóðtöku fyrir keppnistimabilið. Guðmundur sem tók við Fram-liðinu i rústum s.l. haust — taldi kjarkinn i leik- menn Fram og árangurinn lét ekki á sér standa. Annars hefur Guðmundur náð mjög góðum árangri þau ár, sem hann hefur verið þjálfari hjá Fram: — 1970 tryggði Fram-liðið, undir hans stjórn, sér rétt til að leika i UEFA-bikarkeppni Evrópu. 1971 varð Fram I þriðja sæti i deildinni undir hans stjórn oglslandsmeist- ari árið eftir (1972), og 1973 tryggði liðið sér svo sigur i bikar- keppninni, undir stjórn Guð- mundar, sem hætti þá þjálfun liðsins. Guðmundur tók svo aftur við liðinu s.l. haust og nú er það búið að tryggja sér sæti i UEFA- bikarkeppni Evrópu. Það er ekki annað hægt að segja, að þessi JÓN ALFREÐSSON...hinn snjalli fyrirliöi tslandsmeistaranna frá Akranesi, sést hér hampa íslandsmeistarabikarnum. KARL ÞÓRÐARSON. mjög góða leiki I sumar, og þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað mörg mörk sjálfur, þá átti hann mestan heiðurinn af flestum mörkum Skagamanna — með lúmskum og nákvæmum sending- um, sem sköpuðu oftmikinnusla i vörn andstæðinganna. ÖRN ÓSK- ARSSONvar einnig i sviðsljósinu i sumar, en hann skoraði hvorki meira né minna en átta mörk af þeim 11, sem Eyjamenn skoruðu i deildinni. Það, sem setti mjög skemmti- ARNI STEFANSSON. MAGNÓS BERGS eru. Á sama tima og þessir ungu og efnilegu leikmenn klæddust i fyrsta skipti Valspeysunni, þá klæddist fyrr- verandi félagi þeirra úr Val, Pét- ur Ormslev Fram-peysunni. Pét- ur er geysilega efnilegur leik- maður og einn leiknasti ungling- ur, sem hefur komið fram á sjónarsviðið á undanförnum ár- um. Annar efnilegur leikmaður, TRAUSTI HARALDSSON.Fram, kom einnig fram i sviðsljósið i sumar. Trausti er mjög fjölhæfur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.