Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 7. september 1975. TÍMINN 29 um a6 fyrirgefa konu sinni. Hann sagöi Joan, að hann ætlaði a6 sækja um skilnað og hún gæti hans vegna átt McParlin, ef hún vildi, en hann ætlaði sér að halda börnunum. Hann fór svo að heiman, og sagði konu sinni, að hann ætlaði að finna sér annan samastað, og kæmi siðar til að ná i fötin sin. Bara horfinn Það siðasta sem Joan sá til manns sins, var að hann ók á brott i bil sinum i átt til miðborg- arinnar. Og nú sagði hún móður sinni, að morguninn eftir hefði hún fengið skeytið, sem geröi hana svo áhyggjufulla. McParlin yfirgaf konu sina og fékk sér ibúð i nágrenni við Joan Hallal. Nágrannarnir veittu þvi athygli, að hann heimsótti Joan nokkuð oft, og fyrir kom að hann var hjá henni næturlangt. Það var almenn skoðun i' nágrenninu, að Hallal hefði yfirgefið konu sina, vegna þess að hún hélt við McParlin, og nágrannarnir svör- uðu henni kuldalega, þegar hún reyndi að ávarpa þá. Ekki var tilkynnt um hvarf Hallals, enda þótt enginn gæti fundið hann. Móðir hans, sem var ekkja, kom til Joan og fékk að sjá skeytið. Hún hélt, að sonur henn- ar hefði ef til vill farið eitthvað i burtu, og kæmi svo aftur, þegar hann væri búinn að jafna sig á þvi, að kona hans hafði svikið hann i tryggðum. Hún taldi sér trú um, aðhann skrifaði sér, þeg- ar hann hefði komið sér fyrir á nýjum stað. Hún skildi þó alls ekki, hvers vegna hann hafði ekki gert einhverja tilraun til þess að ná sambandi við bömin sin, sem honum þótti svo einstakiega vænt um. Kvöld eitt, 11. ágúst 1974, var hringt til móður Hallals. Konan, sem var i simanum, vildi ekki segja til sin. Hún sagði aðeins: — Hefur yður nokkurn tima dottið sá möguleiki i hug, að sonur yðar geti verið dauðurog grafinn? Mc- Parlin myrti hann. Ég veit það, en ég vil ekki segja til min. Farið og spyrjið Russel Banville um þetta. Hann veit allt um málið. Frú Hallal skrifaði nákvæm- lega hjá sér, það sem sagt hafði verið við hana i simanum. Siðan fór hún til lögreglunnar, og sagði frá simtalinu. Hún þekkti engan Russel Banville, en það gerði lög- reglanhins vegar. Hann var smá- afbrotamaður, sem hafði nokkr- um sinnum hlotið dóm fyrir ávis- anafals, svik og þjófnaði. Áður en klukkutimi var liðinn, hafði lögreglan haft upp á Ban- ville og flutt hann með sér á lög- reglustöðina. Þar var hann yfir- heyrður og honum sagt, að fynd- ist Hallal dauður, yrði Banville á- sakaður um morðið, enda þótt hann hefði ekki drepið Hallal. Banville féll saman á meðan á yfirheyrslunni stóð og sagði: — Ég átti engan þátt i drápinu. Það eina, sem ég gerði, var að aka bflnum hans til New York og skilja hann þareftir. Ég kom hon- um fyrir við Grand Central Stati- on og sendi siðan skeytið, sem McParlin hafði skrifað. Þið skulið tala við Reymond Poisson. Iiann hjálpaði McParlin. Þeir voru saman.þegar McParlinlétmig fá peningana fyrir að losa hann viö bil Hallals. Lögreglan var nú fljót að taka við sér. Tveim timum srear var búið að hafa upp á hinum 22 ára gamla Raymond Poisson, sem komið hafði til Pawtucket frá Quebec. Hann var handtekinn, grunaður um morð. Hann var ekki eins auðveldur viðfangs og Banville, en áður en dagur rann og eftir aö hafa verið yfirheyröur stanzlaust alla nóttina, sagði hann frá þvi, sem gerzt hafði. Skaut hund nágrannans....... — Ég hef þekkt McParlin i sex mánuði, sagði Poisson. — Hann hefur hjálpað mér, svo að ég gat ekki neitað honum þegar hann bað mig að hjálpa sér. Hann kom meö bil sinn og bað mig að aka honum út i skóg við Burriville. Þegar við komum þangað, opnaði hann farangursgeymsluna, og ég sá eitthvað, sem hafði verið vafið innan i teppi. Hann sagðist hafa skotið hund nágranna sins, þar sem hann hefði farið' i taugarnar á sér, og nú þyrfti hann á hjálp að halda við að grafa hann.... Þeir tóku þunna gröf og Poisson hjálpaði McParlin við að koma þvi, sem i teppinu var niður i gröfina. Poissonsagðistþó tæpast hafa trúað þvi, að þarna hefði verið um hund að ræða. Á heim- leiðinni, sagði hann, að McParlin hefði látið I það skina, að þetta hefði verið maður, sem þeir grófu. — McParlin sagði mér, að hann væri hreint og beint vitlaus i Joan Hallal. — Ég get ekki lifað án hennar, sagði hann, — en hún neitar að fara i burtu með mér, af þvi að hún vill ekki missa börnin sin. Þessi bansettur Hallal vildi ekki sleppa börnunum, svo að eina ráðið var, að ég losaði mig við hann, til þess að hún fengi að hafa þau. Lögreglan hóf þegar leit að Mc- Parlin. Hann fannst ekki heima hjá sér, en kona hans sagði: — Hvers vegna reynið þið ekki að leita að honum heima hjá frú Hallal? Ég skal veðja við ykkur, að hún hefur falið hann einhvers staðar þar. Ég skal lika veðja við ykkur um það, að hún hefur verið með i að skipuleggja þetta. Það er hún, sem stóð á bak við morðið á manninum sinum. Poisson fór með lögregluna þangað sem Hallal hafði verið grafinn. Hann hafði verið skotinn i hnakkann. Bæði Poisson og Banville voru settir i fangelsi, ákærðir fyrir þátttöku I mannsmorði. Lögregl- an setti vörð allt i kringum hús Hallals og öllum götum I ná- grenninu var lokað til þess að koma i veg fyrir flótta. Joan Hallal neitaði algjörlega að McParlin væri hjá sér, en lög- reglan ruddist inn i húsið og fann McParlin á bak við fataskáp i svefnherbergi hennar. Skápnum hafði verið ýtt ofurlitið á ská ut frá veggnum, til þess að hann kæmist þar fyrir. . Joan Hallal var handtekin sökuð um þátttöku I morðinu, og McParlin játaði sama kvöld, að hann hefði drepið Hallal, en sagði, að hann hefði gert það, er þeir lentu i handalögmálum. Þá spurði lögreglan hann: Ef þið hafið lent i slagsmálum, hvemig • getur það þá hafa átt sér stað, að Hallal fékk byssukúluna i hnakk- ann. Óttaleg saga Þegar McParlin sá nú fyrir sér llfstiðar fangelsi, byrjaði hann að lagfæra frásögn sina, og sagði, að hann hefði ekki átt hugmyndina að morðinu, heldur Joan Hallal. • — Hún vildi rétt eins og ég, að við gætum verið saman, sagði McParlin. — Hún gat ekki fengið bæði mig og börnin, og sagði þvi, að eina ráðið væri að drepa manninn, þvi að þá gætum við smátt og smátt náð saman. Eftir að ég yfirgaf hana fór ég heim. Konan min sagði, að ég skyldi pakka draslinu minu niður og koma mér i burtu. Ég flutti mig á hótel og hringdi svo I Joan. Hún sagði, að maður hennar væri farinn niður i bæinn, en hann ætl- aði að koma aftur. Hún sagði: — Taktu með þér byssu og komdu hingað og dreptu hann bölvaðan. Ég átti byssu. Ég lagði bilnum minum skammt frá húsinu og faldi mig i svefnherberginu. Þeg- ar Kallal kom, beið ég, þar til hann hafði komið sér vel fyrir I dagstofunni , Hann var aumur á að sj í. Sambandið milli konu hans..t' min, hafði greinilega haft mikil abrif á hann. Ég held ég hafi peri honum greiða með þvi að drepa hann. San.kvæ.nt frásögn McParlins hafði Joan Málpað honum að vefja ullarteppi utan um hinn látna. 'lún hafði lika hjálpað hon- um að : era hann ut i bilinn. Eftir það fékk hann svo "ini sina tvo, Banviile og Poisson, til þess að hjálp sér við að los \a við bil Leo?, og koma likinu fyiir kattar- nef )g senda falska ske'tið. Dt*marnir McParlin var dæmdur i tutiugu til þrjátiu ára fangelsi. Banville félk sjö ára dóm og Poisson þri.ggja ára. joan Hallal neitaði algjörlega af hafa átt nokkra hlutdeild i morði manns sins, og hlaut þvi < kki jafn þungan dóm, enda ekki ’iægtaðsanna neitt á hana. Hins vegar var hún fundin sek um, að hafa falið McParlin, þrátt fyrir það að hún vissi, að hans væri leitað i sambandi við morðið. Af þeim sökum var hún dæmd i tveggja ára fangelsi. Hún fór fram á að börnin fengju að heimsækja hana i fangelsið, en fangelsisstjórinn neitaði þvi al- gjörlega. Einn af fangavörðunum sagði i þvi sambandi: Það er bezt, að börnin sjái ekki konuna nú um sinn. Fangelsi er ekki staður fyrir börn. James McParlin kom allt i einu til baka til gamla bæjarins sins, og komst þá að raun um, að hann elskaði ennþá stúlk- una,sem hann hafði verið ástfanginnaf sem ungur piltur. Hann var giftur og átti böm og það sama gilti um hana, svo að þetta endaði með þvi, að þau fóru að hittast á laun. (Þýtt FB) yTfiTTfT^ - - - A iM Nýkomin sending af Candy þvottavélum og kæliskápum með Iscargo flugvél beint frá AAílanó. í M - Lítið inn og skoðið iscargo nýju gerðirnar af Candy þvottavélunum Skólavörðustíg 1-3 og Bergstaðastræti 7 Flateyri Vængir h/f, óska að ráða umboðsmann á Flateyri. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi bil til umráða. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdar- stjóri félagsins i sima 2-60-66. Vængir h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.