Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 40
* —.............. Sunnudagur 7. september 1975 SÍM1 12234 ‘HERRft ^GARÐURINN AID ALSTRfETI 9 SÍS-FÓDIJK SUNDAHÖFN fyrir yóóan mat ^ KJÖTÍDNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS - FRA KAMERUN nemur læknisfræði Á ÍSLANDI SJ—Reykjavik — Kamerún — nafnið á landinu þýðir rækja og það voru Þjóðverjar, sem komu til Vestur Kamerún, sem gáfu þvi nafn. Nú þegar haustar að og far- fuglarnir fara að halda suður á bóginn, er kominn hingað til lands gestur frá fjarlægum slóðum. Doreen Makia, þingmannsdóttir frá Kamerún i Vestur Afriku, sem ætlar að leggja stund á læknis- fræðinám hér næstu árin. Doreen Makia hefur undanfarin Dooreen Makia fyrir utan Nýja Garð, sem verður heimili hennar i vetur. Timamynd Róbert Markverður kúfisk- afli fékkst víða NÝLEGA lauk 4 vikna kúfiskleið- angri á rannsóknaskipinu Dröfn. Voru rannsökuð allmörg svæði vestan-, norðan- og austanlands sem forkönnun fyrir nánari at- hugánir á magni og dtbreiðslu siðar. Þá var hluti af Faxaflóa kannaður til fulls. Allvíða var markverður kdfisk- afli, t.d. fcngust upp i 160 kg á 10 min. á Vaðlavik, 170 kg á 5 min. á Patreksfirði og 270 kg á 15 min. i Faxaflóa. Við vciðar mætti marg- falda þennan afla með þvi að draga fleiri en einn plóg i einu. Lauslegar magnmælingar á kú- fiski á Bollasviði og Sviðsbrún i Faxaflóa benda til þess, að á þessu afmarkaða svæði einu séu að minnsta kosti 10-15 þúsund tonn af veiðanlegum kúfiski, sem svarar til þéttleika upp á 1/2-3/4 kg á fermetra. Arangur þessa leiðangurs rennir stoðum undir það, að kú- fiskveiðar gætu orðið mikilvægur þáttur i sjávarútvegi viða um land og virðist full ástæða til að kanna hugsanlega markaði sem fyrst. Leiðangursstjórar i þessum leiðangri voru fiskifræðingarnir Hrafnkell Eiriksson og Sólmund- ur Einarsson. Rannsóknaskipið Dröfn er nú viö rækjuathuganir á Vestfjörð- um, en i leiðangrinum er einnig fyrirhugað að kanna kalkþör- ungamið i Arnarfirði en nýting þeirra á e.t.v. eftir að skapa nýjan atvinnuveg i islenzkum sjávarútvegi á komandi árum. Leiðangursstjóri i þessum leiðangri er Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur. þrjú ár verið. við nám i London, fyrst menntaskólanám og sfðast- liðið ár lagði hún stund á liffræði i háskóla. Faðir hennar var sam tiða Islendingi á sjúkrahúsi i London, með þeim tókst góð vin- átta og þróuðust málin svo, að Doreenkom hingaðtil náms fyrir milligöngu vinar föður hennar. Háskóli er i Yaounde höfuðborg Kamerún, þar sem fjölskylda Doreen býr. En hún segir að margt námsfólk kjósi heldur að læra erlendis, ef það á þess kost. Það er hins vegar dýrara og ekki auðvelt að skreppa heim i leyfum. Doreen hefur t.d. ekki komið til Kamerún i þrjú ár og kom hingað frá London. — Það var mjög heitt i London i sumar segir hún, — rétt eins og heima i Kamerún. — Ég hlakka til að kynnast hér frosti og kulda. Það er gott að vera komin hingað það er allt of margt fólk i London. Doreen segir okkur, að Kame- rún hafi fengið sjálfstæði 1960. Fáni landsins er þriliturf grænn, rauður og gulur. Táknar græni liturinn frið, sá rauði vinnu og sá guli er tákn föðurlandsins. Lengi voru tvær stjörnur i fánanum og tgknuðu þær tviskiptingu lands- ins, en Austur Kamerún var frönsk nýlenda, en i Vestur Kamerún voru eitt sinn mikil þýzk itök ogsiðar komu Englend- ingar þangað. Nú er landið sam- einað i eitt riki. Margir Evrópu- mennfóru burtúr landinu um það leyti, sem það varð sjálfstætt af ótta við óeirðir. Til þeirra kom þó ekki og segir Doreen landa sina friðelskandi fólk. I Kamerún hafa hvitir menn ekki verið ofsóttir eins og i sumum Afrikulöndum. Sömu sögu er að segja um Ind- verja, en óheimilt er að út- lendingar eigi stórfyrirtæki i landinu. —-Mig hefur langað til að verða læknir frá þvi að ég var litil, segir Doreen Makia — Mér hefur alltaf þótt gaman að annast fólk. Hún segir ekki ótitt, að giftar konur og mæður vinni úti i heima- landi sinu, einkum ef þær hafa hlotið menntun. Móðir hennar er t.d. kennari og hefur alla tið unnið úti. Elzta systir hennar vinnur i sendiráði Nigeriu i Yaounde. 1 höfuðborginni er nægilega mikið af dagheimilum fyrir útivinnandi foreldra. — Ég er búin að skoða mig heil- mikib um, siðan ég kom hingað á sunnudagskv'öld. Ég borðaði kvöldverð í Nausti fyrsta kvöldið og búin að fara til Hveragerðis og i Eden segir hún brosandi. Einnig hef ég kynnzt íslendingum og verið boðin á heimili þeirra. Aður en ég kom hingað hafði ég bréfa- skipti við tvær stúlkur, sem eru við læknisfræðinám i háskólanum hér, Ósk og Brynhildi Ingvars- dætur. Þær hafa sagt mér frá náminu og það var mjög gaman að hitta þær, eftir að ég kom hing- að, sagði Doreen Makia . TAFIR A LAGNINGU BYGGÐALÍNUNNAR: VAFASAMT AÐ HÚN „EKKI TIL FE TIL ENDURBÓTA Á KOMIST í HRÚTA FJÖRD í HAUST VEGINUM UM VAÐLAHEIOr ASK—Akureyri — Þvi miður verða ekki neinar bætur á vegin- um yfir Vaðlaheiði nú i ár, enda engin fjárveitin til þeirra hluta, sagði Guðmundur Benediktsson hjá Vegagerð rikisins á Akureyri, er Timinn ræddi við hann um ástand Vaðlaheiðarvegarins, sem er hið hörmulegasta. — Hið eina, sem Vegagerðin getur gert, er að hefla veginn, en varanlegar úrbætur verða sem sagt engar. Astand Vaðlaheiðarvegarins er vægast sagt ömurlegt nú þessa stundina, en eins og kunnugt er, þá hefur ekki rignt að ráði fyrir norðan um nokkurt skeið, og veg- ir þvi orðið sizt skárri fyrir vikið. Hins vegar biða norðanmenn stöðugt eftir varanlegum vetrar- vegi yfir Vikurskarð, en þar er sama sagan — aö nægjanlegt fé fæst ekki til framkvæmda. Gsal-Reykjavik — Nokkrar tafir hafa orðið á lagningu byggðalinu norður, að sögn Samúels Asgeirs- sonar, verkfræðings hjá Orku- stofnun, — og cr ástæðan einkum sú, að framkvæmdir við byggingu undirstaða fyrir stálmöstur á Holtavörðuheiði hafa gengið mun hægar en ráð hafði verið fyrir gcrt. 1 fyrstu var það áætlun Orku- stofnunar að ljúka lagningu lin- unnar á áfangastað, sem er Varmahllð i Skagafirði, fyrir haustið 1976, en siðar var farið fram á það að verkinu yrði flýtt sem kostur væri, og miðað við að hægt yrði að leggja lfnuna i Hrútafjörð á þessu hausti. — Ég tel það mjög óliklegt að það takist að ljúka lagningu lin- unnar i Hrútafjörð nú á þessu hausti, sagði Samúel'. — Hins veg- ar er unnið að lagningu linunnar af krafti þessa dagana og um framkvæmdir á næstu mánuðum er erfitt að segja um, þvi þær fara mjög mikið eftir veðurfari, þar eð unnið er uppi á heiðum, — á fjall- vegum og utan þeirra. Um ástæður áðurnefndra tafa sagði Samúel, að margar ástæður fléttust þar saman. Nefndi hann að verk þetta hefði verið boðið út og hefði verktakinn talið landið betra yfirferðar en það er i raun, — og einnig hefðu nokkur ó- fyrirsjáanleg atvik sett strik i reikninginn. í þvi sambandi nefndi hann að verktakinn hefði verið búinn að tryggja sér malar- námu til efnistöku við steypu- gerð, en siðan hafi skyndilega verið ákveðið að banna alla efnis- töku á staðnum. Um það atriði, hvenær áætlað væri að byggðalinan kæmist i gagnið sagði Samúel, að það væri tryggt, að linan yrði komin i Varmahlið i Skagafirði haustið 1976, svo fremi að útvegað væri nægjanlegt fjármagn til fram- kvæmdanna. „Jafnvel gæti hugs- azt”, sagði hann, ,,að linan verði komin i Varmahlið eitthvað fyrr á árinu”. Samúel kvað fyrstu tengingu linunnar vera 66 kilóvött, eða um 6 megavött, — en fyrir áramótin 1976-77 ætti að vera hægt að auka flutningsgetu línunnar upp i 232 kilóvött, eða um 16 megavött. Að sögn Samúels virtist afl- vöntunin fyrir norðan á siðast- liðnum vetri vera um 10 mega- vött, þegar minnst var i Laxá. Byggðalinan ætti samkvæmt þvi, að fullnægja orkuþörfinni á þessu svæði, en svæði það er byggðalin- an tekúr til, er Norðurland eystra og vestra. Byggðalinan norður er nokkurs konar viðbótarafl við Laxárvirkjun. Að lokum nefndi Samúel að kostnaður við þessar línufram- kvæmdir væru nokkuð innan þeirra marka, sem áætlað var. Stórbruni í Vatnsdal — fjós, fjórhús og Þórólfstungu GJ Asi Vatnsdal. —Stórbruni varð að Þórólfstungu i Vatns- dal um klukkan tiu i fyrra- kvöld. Eldur kom upp i hlöð- unni á bænum og brunnu fjós, fjárhús og hlaða og um 300 hestar af heyi. Talið er að hlaða brann að kviknað hafi i út frá raf- magni, og urðu húsin alelda á svipstundu. Byggingar voru nálægar en sluppu viö eldinn, og bjargaði þar mestu um, að veður var gott — heiðskirt og logn. Húsin voru ótryggð og er tjón bóndans gifurlegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.