Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 8
Síinnudagur Y. septiemb'er 1975. 8 TÍ^ÍÍNN Samvinnutryggingar töpuðu 94 millj. kr. á tveim árum Vond afkoma trygg- ingafélaga vegna sjótjóna Rætt við Hallgrím Sigurðsson, framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga Hallgrimur Sigurðs- son, lögfræðingur tók fyrir nokkru við fram- kvæmdastjórastarfi i Samvinnutryggingum, en hann á að baki sér langan starfsferil innan samvinnuhreyfingar- innar. Hallgrimur er þó ef til vill kunnastur fyrir störf sin sem framkvæmda- stjóri Viðlagasjóðs, en hann sá meðal annars um uppgjör á tjónum Vestmannaeyinga i eld- gosinu mikla. Við hittum Hallgrim að máli i skrifstofu hans nú á dögunum og var er- indið einkum og sér i lagi að forvitnast um hag Samvinnutrygginga á timum vondrar tiðar og váskaða, ennfremur að segja ögn frá mann- inum, sem nú stýrir stærsta vátryggingafé- lagi landsins. Spurðum við Hallgrim fyrst um fyrri störf hjá Sam- vinnufélögunum: Nýr framkvæmdastjóri Samvinnutryggmga — Ég kom til starí'a hjá Oliufé- laginu hf. svo að segja strax að loknu lögfræðiprófi við Háskóla tslands, en það var árið 1952. Þar starfaði ég svo i rúma tvo ára- tugi, lengst af sem skrifstofu- stjóri félagsins, auk annars. — Nú þetta var orðinn langur timi, og ég óskaði eftir tilbreyt- ingu, svo það varð úr, mest fyrir áeggjan Jóhannesar • heitins Eliassonar, bankastjóra, að ég fór til Hafskips hf, en var þar þó aðeins tvo mánuði, þar eð mér fannst starfið ekki henta mér. Þá stóö svo á, að Viðlagasjóður var á höttunum eftir framkvæmda- stjóra, og ég tók að mér og hóf störf þar 1. júni árið 1973. 1. mai 1974 tók ég svo framkvæmda- stjórastarfi hjá Samvinnutrygg- ingum. Þá er þess að geta, að nokkur skipulagsbreyting var gerð á Samvinnutryggingum, þegar Ás- geir Magnússon lét af fram- kva:mdastjörastarfinu hér. Sam- vinnutryggingar eru eiginlega þrjú féiög, þ.e. Samvinnutrygg- ingar. Liftryggingafélagið And- vaka og Endurlryggingafélag Samvinnutrygginga hf. fjármálastjórn fyrir Andvöku og Endurtryggingafélagið auk sölu fyrir Andvöku, en Endurtrygg- ingafélagið tók að sér aðstoð við kaup á endurtryggingum Sam- vinnutryggingg og annast ýmsa vinnu i þvi sambandi, Þá varð sú skipting á sölu slysatrygginga, að Andvaka tók að sér sölu almennra slysatrygg- inga, sem áður höfðu verið hjá Samvinnutryggingum. Auk fyrrnefndra mannaskipta, hættu Björn Vilmundarson, deild- arstjóri Söludeildar og Björn Gunnarsson, deildarstjóri Skýrsluvéladeildar störfum hjá Samvinnutryggingum á árinu 1974. A árinu voru Áhættudeild og Af- greiðsludeild lagðar niður, en stofnsettar Sjódeild og Ábyrgðar- og slysadeild. Sjódeildin var stofnuð úr eftirstöðvum Áhættu- deildar, en Afgreiðsludeild sam- einuð Söludeild. 1 árslok var fyrirtækinu skipt i sjö deildir: Ábyrgðar- og slysa- deild, deildarstjóri Bragi Lárus- son, Bókhaldsdeild, deildarstjóri Þorsteinn Stefánsson, Fjármála- deild, deildarstjóri Benedikt Sig- urðsson, Sjódeild, deildarstjóri Sverrir Þór, Skýrsluvéladeild, deildarstjóri Sigurður Jónasson, Söludeild, deildarstjóri Héðinn Emilsson og Tjónadeild, deildar- stjóri Gunnar Sigurðsson. Brunó Hjaltested er fulltrúi fram- kvæmdastjóra. Hreinn Berg- sveinsson sér um starfsmanna- hald meðfram starfa sinum i Fjármáladeild og Baldvin Þ. Kristjánsson annast almennings- tengsl eins og áður. Aöalfundur Samvinnutrygginga — Nú er lokið aðalfundi Sam- vinnutrygginga. Hvernig var af- koman á árinu? — Aðalfundur Samvinnutrygg- inga, Liftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. var hald- inn i Reykjavik 13. júni siðastlið- inn og var fundurinn að þessu sinni haldinn i Reykjavik. Rétt til fundarsetu eiga 23 fulltrúar kjörnir af aðalfundi SIS, en auk þess eru tveir fulltrúar starfs- manna hjá Samvinnutrygging- um, eða FSSA, en það er nýmæli, eins konar skref i átt til atvinnu- lýðræðis meðal samvinnumanna. Verið er með öðrum orðum að gefa starfsfólki tækifæri til þess að hafa áhrif á stjórnun félagsins. Stjórn félagsins var endurkjör- in og hana skipa þessir menn: Erlendur Einarsson, forstjóri StS formaður. Jakob Frimannsson, fv. fram- kvæmdastjóri KEA. Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri (KRON). Hallgrimur Sigurðsson, lögfræðingur, nýr framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga. Hallgrimur er fæddur 1925, sonur Guðlaugar Hjörleifsdóttur og Sigurðar Kristinssonar forstjóra SÍS. Stud. Mennta- skóianum i Reykjavik 1945. Cand. juris frá Ifáskóla islands 1952. Hallgrimur er kvæntur Ingigerði Kristinu Gisladóttur. Jón Rafn Guðmundsson, sem verið hafði aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga varð þá framkvæmdastjóri hinnar siðarnefndu félaga, en ég framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga. Ný starfsskipting Þessari breytingu á fram- kvæmdastjórninni fylgdi óhjá- kvæmilega ný starfsskipting og má segja að þessar séu helztar: Samvinnutryggingar tóku að sér bókhald og ýmsa vinnu við „EFAST UM AÐ NÝJA VIÐLAGA TRYGGINGIN KOMI AÐ FULLU GAGNI EF SVIPAÐRA ATBURÐA DREGUR OG í VESTMANNA EYJUM OG Á NORÐFIRÐI"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.