Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 7. september 1975, oc ALFA-LAVAL Flórsköfukerfi BÆNDUR! Hafið þið hugsað út i það hvort er ódýrara að útbúa Fleytiflóra í fjós ykkar, eða að setja i það Flórsköfukerfi? Eigum til með stuttum fyrirvara hin vinsælu Flórsköfukerfi fró Alfa-Laval. Kynnið ykkur þessa nýjung í tæknibúnaði fjósa og hafið samband við okkur sem fyrst og leitið nónari upplýsinga Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Marmorex-framleiðslan kynnt á sýningunni. Tlmamynd: Gunnar. Marmorex - ný framleiðsla fró Akranesi BH—Reykjavik. — Marmorex heitir fyrirtæki á Akranesi, sem kynnir framleiðslu sina á Vöru- sýningunni i Laugardalshöll. Að þvi er framkvæmdastjóri þess, örnólfur Sveinsson, tjáði Timan- um, er fyrirtækið ungt að árum, stofnað 1970, en framleiðsla þess hefur þegar áunnið sér miklar vinsældir. Fyrirtækið framleiðir sólbekki, borðplötur, á baðskápa, stiga- þrep, afgreiðsluborð, arinhillur, ásamt ýmsu öðru úr polyester og sekljasandi sem er hreinsaður, sigtaður og þurrkaður. Hægt er að fá alla framleiðsluna i fimmtán mismunandi litum, á vörusýningu hvort sem er einlitt eða með yrj- um. Sólbekkina er hægt að fá i heilu, allt að 5,60 metra lengjum og allt að 40 sm breiða. Verð á Marmorex sólbekkjum er vel samkeppnisfært við sam- báerilega sólbekki. Helztu kostir Marmorex eru: Það er auðvelt að þrifa og er áferðarfallegt. Það er slitsterkt og þolir högg. Marmorex sólbekkir eru mjög auðveldir i uppsetningu. Söluumboð og afgreiðsla i Reykjavik: Byggingavörur h.f. Ármúla 18. Fleiri karlar en konur hafa sótt Vörusýninguna BH-Reykjavik. — Það eru tals- vert fleiri karlmenn en konur, sem hafa sótt Alþjóðlegu vöru- syninguna 1975, og Reykvikingar eru i mikium meirihluta sýn- ingargesta, talsvert fleiri en sýn- ingargestir úr nágrannabyggðun- um og utan af landi samanlagt. Þá er meðaialdur sýningargesta 29,8 ár. Þetta kemur fram i yfirliti, sem Timinn hefur fengið frá Aug- lýsingastofunni hf., sem fram- kvæmdi slika könnun á Kaup- stefnunni, og fékk 163 þátttakend- ur, eldri en 16 ára til þess að taka þátt i könnun þessari. Fylltu þeir út eyðublað varðandi sýninguna og svöruðu ýmsum spurningum. Má meðal annars geta þess, að rúmlega helmingur hafði áhuga á sýningunni vegna þess að þarna gæfist tækifæri til að gera saman- burð á vörum, verði og þjónustu. Þá urðu fréttir i fjölmiðlum til þess að flestir komu til að sjá sýn- inguna. Könnunin stóð yfir frá föstudegi til mánudags. Vörubifreið Til sölu er vörubifreið Benz 1418 ’66. Bif- reiðin er skemmd eftir veltu. Blazer Til sölu er Blazer Cheyenne 1974 ekinn 36000 km. Bifreiðin er i góðu lagi og hefur ekki orðið fyrir tjóni. Bilarnir eru til sýnis i geymsluporti við Ármúla 3, mánudag 8. sept. kl. 1 til 5. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Tjónadeild fyrir kl. 17 þriðjud. 9. septem- ber 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.