Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.09.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 7. september 1975. TlMlNN 17 Fötin Van der Hurk, sem fæddur var i Dordrecht i Hollandi gat sagt frá svo að segja öllu um hvern þann, sem hann var beðinn að segja frá, svo fremi að hann fengi að hafa hönd á fatnaði eða einhverju öðru, em tilheyrði viðkomandi manni eða konu. Visindamenn höfðu reynt hann, sömuleiðis vantrúaðir blaðamenn, svo og sérfræðingar i parasálfræði. Eng- um hafði þó tekizt að sanna, að hann væri svindlari. Efasemdar- mennirnir sögðu, að þeir vissu ekki, hvernig hann gerði þetta, en allir voru þó i raun og veru sam- mála um, að hann gerði þetta hvort sem um svindl væri að ræða eða ekki. t mörg ár hafði hann hjálpað lögreglunni viðs vegar við að upplýsa glæpamál sem annars hefði aldrei verið hægt að upplýsa. Þess vegna ákvað glæpalögreglan i Philadelphiu að fara þess á leit við Van der Hurk að hann hjálpaði til við að leysa morðgátuna um Joanne Campbell. Tveir lögreglumenn höfðu sam- band við Hollendinginn, og sögðu honum frá málavöxtum: Ung stúlka hafði fundizt skotin, og lög- reglan vissi ekki, hvernig hún ætti að snúa sér i málinu. — Ég skal athuga, hvað ég get gert, sagði Peter Van der Hurk. — Ég skal koma með ykkur niður á lögreglustöð. Getið þið útvegað mér eitthvað af fötum ungu stúlkunnar, sem hún klæddist kvöldið, sem hún var drepin? Kápan — Við höfum hérna öll þau föt, sem stúlkan var i þegar hún var skotin, sagði annar lög- regluþjónninn. 011 föt Joanne voru lögð á borð i einni skrifstofunni fyrir framan Van der Hurk. Hann leit sem snöggvast yfir hrúguna, og tók svo upp kápu stúlkunnar. Hann gekk yfir að stól og settist niður með báðar hendur á kápunni og lokuð augu. ' Nokkrar minútur liðu. Lög- reglumennirnir störðu eftir- væntingarfullir á hann. Að lokum sagði Van der. Hurk: — Það er bæði dimmt og kalt, og sú sem i þessari kápu er, flýtir sér eftir götunni. Gatan er mannlaus. Það er engan að sjá, nema stúlkuna. Hún er eitthvað á milli 19 og 21 árs gömul, há, grannvaxin, ljóshærð og með blá augu. Ef dæma má af göngulagi hennar, þá er hún balletdansmær — eða kannski reviuudansari. — Maður nokkur kemur út úr húsasundi, rétt fyrir framan stúlkuna. Hann er i ljósbrúnum frakka, með dökkan hatt, liklega dökkbláan. Hann er um það bil fertugur, grannvaxinn og með gleraugu. A hægri kinn hans er fæðingarblettur, með nokkrum hárum. — Stúlkan nemur staðar og segir eitthvað, en hann lyftir byssunni. Það er merki á hægri handlegg hans, einna likast öri. Ég held það sé hálfmánalagað. Einbeiting Van der Hurk sat og hrukkaði ennið og einbeitti sér til hins itrasta eitt andartak, og svo hélt hann áfram: — Maðurinn hleypir af skoti, og beinir um leið byssunni að hægra brjósti stúlkunnar. Hún stirðnar upp, en hnigur siðan niður á gangstéttina. Maðurinn litur flóttalega i kringum sig, beygir sig niður, og leggur byssuna að hægra gagnauga stúlkunnar og hleypir af á nýjan leik. Hann hleypur á harða spretti niður eftir götunni, og fyrir næsta horn, þar sem bill stendur. Billinn er brúnn og nýlegur. Hann stekkur upp i bilinn og ekur i fimm eoa sex minútur. Þá nemur hann staöar við litið vatn eða tjörn. Mitt i vatninu er hús, eða ef til vill er það gosbrunnur eða stytta. Hann kastar byssunni út i vatnið, fer aftur upp i bilinn og heldur áfram ferð sinni, þar til hann nemur staðar fyrir framan einlyft ibúðarhús. Þetta er rauðmálað hús með grænni verönd fyrir framan. Hann ekur Inn i bilskúrinn við hliðina. Hann hefur ýtt á knapp, sem er á staur við innkeyrsluna og þannig opnar hann bilskúrshurðina. Van der Hurk sat enn um stund með lokuð augu. Svo opnaði hann þau og sagði: Robert Gilmore hélt, að hann hefði framið „hinn fullkomna glæp”. — Ég varð að drepa hana, sagði hann, þegar Van der Hurk hafði komið upp um hann. — Mér þykir fyrir þvi herrar minir, en nú verður myndin, sem ég sé nokkuð óljós. Mér þykir leitt, að geta ekki hjálpað ykkur meira. Einn lögreglumannanna sagði þá: — Þér hafði hjálpað okkur mun meira en yður sjálfan grunar. Við erum mjög þakklátir. Við vitum nú, hver morðinginn er. Nú mun- um við aðeins safna nokkrum sönnunargögnum gegn honum, en það getur orðið erfitt, eftir þær upplýsingar, sem þér hafi gefið okkur. Handtakan Á meðan Van der Hurk hafði á hinn furðulegasta hátt lýst i öllum smáatriðum morðinu og morðingjanum, hafði lögreglu- mönnunum orðið ljóst, að hann var enginn annar en stjúpi stúlkunnar. Robert Gilmore var morðinginn. Van der Hurk hafði lýst honum óhugnanlega ná- kvæmlega — allt frá fæðingar- blettinum til örsins á hægri hand- legg hans. Það var auk þess hægt að hafna algjörlega öllum aðdróttunum um, að svindl hefði átt sér stað i þetta sinn, þvi Van der Hurk hafði sagt lögreglunni frá þvi, sem enginn nema hún vissi, en það var að morðinginn hafði fyrst skotið stúlkuna i hjartastað og siðan i höfuðið, eftir að hún var dáin . Tveir lögreglumenn voru þegar sendir til Roberts Gilmore og fluttu þeir hann með sér á lög- r e g 1 u s t ö ð i n a . Yfirlög- regluþjónninn Thomas Lindsey sagði við hann: — Gilmoré, við vitum, að þér myrtuð sjúpdóttur yrðar. Ég tek yður hér með fastan fyrir morð af yfirlögðu ráði. Yfirlög- regluþjónninn fór siðan yfir helztu atriðin varðandi morðið, sem Van der Hurk hafði lýst svo nákvæmlega, og þegar hann var kominn að lýsingunni á vatninu, þar sem morðvopninu hafði verið kastað, laut Gilmore höfði og grét. — Ég hef ekki sofiö, frá þvi ég gerði þetta, sagði hann kjökrandi, — En ég varð að drepa Joanne. Það var það eina, sem ég gat gert. Hún hefði annars eyöilagt lif mitt, eyðilagt hjónaband mitt og framtið alla. Ástmær Robert Gilmore viðurkenndi að Joanne hefði verið ástmær hans allt frá þvi hún var 15áragömul. Hánn hafði læðzt inn til hennar á nóttunni, þegar móðir hennar svaf. Auk þess höfðu þau viöa farið og dvalizt saman með leynd á hóteli. Að lokum hafði það óum- flýjanlega gerzt: stúlkan hafði orðið ófrisk. Hún hafði borðað með honum morgunmat, daginn sem hann myrti hana, og hafði þá sagt honum að hún neyddist til þess að segja móður sinni, að hún ætti von á barni, og að hann væri faðirinn. — Ég reyndi að tala um fyrir henni, en hún lét ekki hafa hin minnstu áhrif á afstöðu sina. Hún ætlaði að segja móður sinni allt, sagði Robert Gilmore. — Þið ætt- uð að geta skilið, hvað þetta hefði þýtt fyrir mig. Konan min hefði þegar i krafizt skilnaðar, og ég hefði verið dreginn fyrir rétt, vegna þess að maður má ekki hafa kynmök við sjúpdóttur sina hér i rikinu. Lif mitt hefði verið i rúst. — Mcrðákæra er þó enn verri Gilmore, sagði Lindsay lögreglu- foringi rólegur. Robert Gilmore var dæmdur i lifstiðar fangelsi. Þegar hinn hollenzki sjáandi Peter Van der Hurk var siðar beðinn um að nefna stærsta verkefni sitt i þágu lögreglunnar, þá nefndi hann morðið á Joanne Campbell. Hann hafðiverið viðs fjarri morðstaðn- um, þegar morðið var framið, en með þvi einu að halda á kápu myrtu stúlkunnar, hafði honum tekizt að koma upp um Robert Gilmore, sem trúði þvi sjálfur, að hann hefði framið „hinn fullkomna glæp.” FB þýddi. Höfum fyrirliggjandi hljóðkúta og púströr eftlrtaldar bifreiðir Bedford vörubila......................hljóðkútar og púströr. Bronco................................hljóðkútarog púströr. Chevrolet fólksbila og vörubila.......hljóðkútar og púströr. Citroen GS ...................hljóðkútar og púströr. Datsun dicel og ÍOOA—1200—1600 .......hljóðkútar og púströr. Chrysler franskur.....................hljóðkútar og púströr. Dodge fólksbila.......................hljóðkútar og púströr. D.K.W. fólksbila......................hljóðkútar og púströr. Fiat 1100—1500-124—125—127-128........hljóökútarog púströr. Ford, ameriska fólksbila..............hljóðkútar og púströr. Ford Anglia og Prefect................hljóðkútar og púströr. Ford Consul 1955-62 ..................hljóðkútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300—1600 ........hljóðkútar og púströr. Ford Eskort...........................hljóðkútar og púströr. Ford Zephyr og Zodiac.................hljóðkútar og púströr. Ford Taunus 12M, 15M, 17M og 20M......hljóðkútar og púströr. Ford F100 sendiferðabila 6 & 8 cyl...... hljóðkútar og púströr. Ford vörubila F500 og F600 ...........hljóðkútar og púströr. Ferguson eldri gerðir.... ............hljóðkútar og púströr. Gloria................................hljóðkútar og púströr. Hillman eg Commer fólksb. og sendif...hljóökútar og púströr. Austin Gipsy jeppi.................... hljóðkútar og púströr. International Scout jeppi.............hljóðkútar og púströr. Rússa jeppi Gaz 69....................hljóðkútar og púströr. Willys jeppi..........................hljóðkútar og púströr. Willys vagoner.......................... púströr. Jeepster V6...........................hljóðkútar og púströr. Landrover bensin og disel.............hljóðkútar og púströr. Mazda 1300 og 616...............................hljóðkútar. Mercedes Benz fólksbila 180—190—200—220—250—280 ..............hljóðkútar og púströr. Mercedes Benz vörubila................ púströr. Moskwitch 403-408-412.................hljóðkútar og púströr. Opel Rekord og Caravan ...............hljóðkútar og púströr. Opel Kadett.'.........................hljóðkútar og púströr. Opel Kapitan .........................hljóðkútar og púströr. Peugeot 204—404—504 ..................hljóökútar og púströr. Rambler American og Classic...........hljóðkútar og púströr. Renault R4—R6—R8—R10—R12—R16 ... .hljóðkútar og púströr. Saab 96 og 99.........................hljóðkútar og púströr. ScaniaVabis.....................................hljóðkútar. Simca fólksbila.......................hljóðkútarog púströr. Skoda fólksbila og station ...........hljóðkútar og púströr. Sunbeam 1250—1500 ....................hljóökútar og púströr. Taunus Transitbensin og disel.........hljóðkútar og púströr. Toyota fólksbila og station...........hljóðkútar og púströr. Vauxhall fólksbila ...................hljóðkútar og púströr. Volga fólksbila.......................hljóðkútar og púströr. Volkswagen 1200.................................hljóðkútar. Volvo fólksbila.......................hljóðkútar og púströr. Volvo vörubila..................................hljóökútar. Púströraupphengjusett i flestar gerðir bif- reiða. Pústbarkar, margar gerðir. Setjum pústkerfi undir bila, simi 83466. Sendum f nóstkröfu um Innri »11f Fjöðrin, Skeifunni 2, simi 82944. J Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla m a-: Chevrolet Nova ’66 Willys station ’55 VW rúgbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab ’66 VW Variant ’66 Öxlar i aftanikerrur til sölu frá kr. 4 þús. Það og annað er ódýrast hjá okkur. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. i ix juLi.n i i i" i i i L.rn 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.