Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 2
2 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Bilun í katlabún- aði Landspítala-háskólasjúkra- húss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum. „Við erum með olíuketil sem keyrður er upp snemma á morgn- ana og varakyndingu, svartolíu- katla, en frá þeim kemur stund- um svartur reykur þegar þeir eru keyrðir upp,“ segir Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri bygginga- sviðs LSH. Hann segir brennslu- búnað spítalans vera í yfirferð og lagfæringu sem ljúki senn. Í hádeginu á mánudag mátti í smástund sjá nokkrar kolsvart- ar gusur. Aðalsteinn segir svo óvanalegt orðið að reykur sjáist í borginni að mörgum bregði við. „Þannig var það í Fossvoginum fyrir nokkru, en þar uppi er rautt ljós fyrir flugvélar sem lýsti upp reykinn og fólk hélt að kviknað væri í.“ - óká Mökkinn lagði frá spítalanum: Brennslubún- aður lagfærður MÖKKUR FRÁ SJÚKRAHÚSINU vartolíukatlar Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hring- braut reykja þegar þeir eru keyrðir upp. Níu tonn af hnetum innkölluð Maarud í Noregi hefur látið innkalla níu tonn af salthnetum sem dreift var til verslana fyrir um mánuði eftir að rotvarnarefni fannst í hnetunum sem talið er valda krabbameini, að því er norska ríkisútvarpið NRK hermir. Hnetur í pakkningunum sem um ræðir eru ekki seldar hérlendis og því stafar íslenskum neytendum engin hætta af þeim. NOREGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Stefanía, eru þið nokkuð að pissa í skóinn ykkar? „Nei, hitaveitan mun skila Ólafsfirð- ingum hlýju vatni áfram rétt eins og undanfarin árin.“ Stefanía Traustadóttir er bæjarstjóri Ólafsfjarðar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur heimilað að hitaveita bæjarins verði seld til að borga niður skuldir. SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- ur fengi meirihluta borgarfulltrúa ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkur fengi tæp- lega 57 prósent, en mældist með 56 prósent í september. Samfylk- ing fengi 25 prósent fylgi, en fékk 28 prósent í síðustu könnun. Vin- stri grænir fengju rúmlega tólf prósent, en mældust síðast með ellefu prósent. Framsóknarflokk- ur fengi fjögur prósent, en fékk síðast þrjú prósent. Frjálslyndi flokkurinn fengi rúmlega tvö prósent og breytist fylgi þeirra ekki. 28 prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Spurt var „Ef kosið yrði í dag til borg- arstjórnar hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? En hvaða flokk eða lista er líklegast að þú myndir kjósa?“ Úrtakið var 2,614 Reyk- víkingar og var svarhlutfall um 61 prósent. - ss Skoðanakönnun Gallup: D-listinn fengi borgina 2004 2005 JANOKTJÚLAPR KAUPMÁTTUR LAUNA Sept 2003 - 107,7 VÍSITALA NEYSLUVERÐS Sept 2003 - 227,9 LAUNAVÍSITALA Sept 2003 - 239,9 JAN LAUN OG KAUPMÁTTUR APR JÚL 269,8 246,9 111,8 OKT EFNAHAGSMÁL Laun hafa hækkað um rúm þrjú prósent að meðaltali frá áramótum en kaupmátturinn hefur staðið í stað. Launahækkan- ir hafa étist upp af verðbólgunni sem hefur haldið í við launavísi- töluna frá áramótum. Ef horft er tvö ár aftur í tím- ann er hið sama upp á teningnum. Þrátt fyrir 12 prósenta launa- hækkanir að meðaltali er kaup- máttaraukningin á sama tíma aðeins fjögur prósent. Verðbólga síðustu tveggja ára er rúm átta prósent. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun hækkað um sjö prósent að meðaltali en kaupmáttaraukn- ingin er einungis tvö prósent. Verðbólga á tímabilinu var tæp fimm prósent. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur Alþýðusambands Íslands, segir það áhyggjuefni að verðbólgan sé að éta upp kaup- máttinn. „Við höfum litlar vísbend- ingar um launaskrið á almennum vinnumarkaði þannig að okkur sýnist að þorri launþega hafi verið að fá þrjú prósent launahækkun á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur verðlag hækkað um 4,6 prósent,“ segir hann. „Kaupmáttur þeirra, sem ekki hafa fengið aðrar launahækk- anir en hinar almennu samn- ingsbundnu hækkanir í janúar síðastliðnum, er að rýrna og það er verulegt áhyggjuefni,“ segir Ólafur Darri. Hann bendir á að ekki sé leng- ur deilt um að að forsendur kjara- samninga séu brostnar því verð- bólga hafi verið langt umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir í samningum. Hann segir að vitað hafi verið þegar gengið var til samninga að hagkerfið væri á leið inn í þensluskeið. „Samningar til fjögurra ára áttu að vera grunnur að því að hægt væri að stýra hagkerfinu svo upp mætti byggja kaupmátt og leggja grunn að framtíðaruppbyggingu starfa,“ segir Ólafur Darri. „Við erum hins vegar að upplifa það núna að ákveðin utanaðkomandi áföll, eins og olíuverðshækkun, og hagstjórnarmistök, á borð við breytingar á íbúðalánamarkaði og illa tímasettar skattalækkan- ir, hafa leitt til þess að verðbólga hefur verið miklum mun meiri en við áttum von á,“ segir hann. sda@frettabladid.is Launahækkanir frá áramótum gufa upp Kaupmáttur launa er sá sami og um áramót þótt launavísitalan hafi hækkað um rúm þrjú prósent á sama tímabili. Verðbólgan hefur étið upp þær launa- hækkanir sem komið hafa í hlut launamanna frá því um áramót. ÓLAFUR DARRI ANDRASON Hagfræðingur Alþýðusam- bands Íslands ������ ����������� ������������ ������������������� ������������������� ��������������������� ���������������� �������������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������� DEILUR Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur kært Vilhjálm Rafnsson, ritstjóra Læknablaðsins til siða- nefndar lækna fyrir að leyfa Jóhanni Tómassyni lækni að birta grein í blaðinu. Sagt var í kvöldfréttatíma Rík- isútvarpsins í gærkvöldi að fimm manna ritnefnd Læknablaðsins hafi sagði af sér. Þegar haft var samband við Vilhjálm Rafnsson ritstjóra í gærkvöldi höfðu enn engar formlegar afsagnir borist blaðinu, en nefndin fjallaði um málið á fundi í fyrrakvöld. Einn ritnefndarmanna er erlendis og hefur ekki tekið þátt í þessum ákvörðunum. Ástæðan fyrir ókyrrðinni í ritnefndinni er grein sem Jóhann Tómasson heilsugæslulæknir ritaði í níunda tölublað Lækna- blaðsins þar sem hann fjallar um afleysingar Kára Stefánssonar á taugadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss í sumar. Greinin ber heitið Nýi sloppur keisarans og í henni segir Jóhann það vera ábyrgðarleysi að leyfa Kára að stunda lækningar. Í grein sinni segir hann meðal annars: „Ferill Kára í verklegu og klínísku námi í læknadeild Háskóla Íslands og á kandídatsári var með end- emum. Um það getur heill her skólafélaga hans vitnað og fjöl- margir aðrir.“ Ekki náðist í Kára vegna málsins í gærkvöldi. - saj Ritnefnd Læknablaðsins sagði af sér í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi: Kári kærir Vilhjálm ritstjóra KÁRI STEFÁNSSON Kári kærir ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar lækna fyrir að leyfa birtingu á grein um sig. SLYS Jórunn Hólm var heppin að sleppa lifandi úr þolraunum sem hún mátti þola í fyrrakvöld. Fyrst varð hún fyrir því óláni, þegar hún ók Skorholtsbrekku í Leirársveit, að missa stjórn á bifreið sinni sem hafnaði utan vegar. Meðan hún beið í bifreið- inni eftir því að unnustinn kæmi að sækja hana fauk tengivagn flutningabíls ofan á hana. „Ég var að tala við Auði vin- konu mína í gemsann og var ein- mitt að segja henni hvað ég ótt- aðist það að einhver bíll myndi fjúka á mig og þá fæ ég tengi- vagninn ofan á bílinn. Ég fékk algjört áfall en þakið á bílnum lét undan vagninum og ýtti mér niður í gólf,“ segir Jórunn. „Þetta var ekkert auðvelt fyrir Auði heldur því ég segi henni að vagninn sé að fjúka á mig svo heyrir hún bara brot og braml og þá slitnaði sambandið og hún fékk algjört sjokk. Það var ekki fyrr en hálftíma síðar sem hún náði sambandi aftur og var náttúrlega dauðfegin að vita að ég hafði sloppið úr þessu.“ Bifreið Jórunnar lagðist saman og urðu björgunarmenn að beita klippum til að ná henni út. Hún var flutt á sjúkrahús- ið á Akranesi til rannsóknar en meiðsl hennar reyndust minni- háttar. Jórunn var hins vegar enn að jafna sig eftir áfallið þegar Fréttablaðið talaði við hana í gærkvöldi. - jse Fékk tengivagn flutningabifreiðar á bifreið sína: Lenti í lífsháska í miðju símtali GLAÐAR EFTIR ERFIÐA RAUN Jórunn Hólm (t.h.) með Auði Margréti vinkonu sinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.