Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 4
4 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
DANMÖRK Danska utanríkisráðu-
neytið rannsakar nú ásakanir um
að ræðismaður Dana í Jórdaníu
hafi haft milligöngu um að færa
Saddam Hussein, fyrrverandi ein-
ræðisherra í Írak, mútugreiðsl-
ur frá dönskum fyrirtækjum á
tímum efnahagsþvingana Samein-
uðu þjóðanna.
Skýrsla sérstakrar rannsókn-
arnefndar um olíusöluáætlun
Sameinuðu þjóðanna sem var í
gildi á árunum 1996-2003 leiddi í
ljós að dönsk yfirvöld höfðu sjálf
hreinan skjöld hvað viðskipti við
Írak áhrærir. Hins vegar grein-
di dagblaðið Jyllands-Posten frá
því í gær að það hefði gögn undir
höndum sem sýndu að ræðismað-
ur Danmerkur í Jórdaníu hafi
rukkaði dönsk útflutningsfyrir-
tæki um mútugreiðslur til ríkis-
stjórnar Saddams Hussein. Talið
er að greiðslurnar hafi numið um
tíu prósentum af verðmæti alls
útflutnings til Íraks og þær hafi
verið innheimtar á árunum 2000-
03, en Sameinuðu þjóðirnar lögðu
blátt bann lagt við slíkum greiðsl-
um.
Forystumenn stjórnarandstöð-
unnar hafa farið fram á að ræð-
ismaðurinn, Tawfiq Amin Kawar,
verði leystur frá störfum og krefja
Per Stig Møller utanríkisráðherra
skýringa á málinu. - shg
Ræðismaður Danmerkur í Jórdaníu með óhreint mjöl í pokahorninu:
Safnaði mútum fyrir Saddam
GRÆDDI Á TÁ OG FINGRI Saddam Hussein
átti einungis í viðskiptum við þau dönsku
fyrirtæki sem greiddu honum ríflega
þóknun fyrir.
NOREGUR Dagblaðið Dagens Nær-
ingsliv birti um helgina fréttir þar
sem fjórir virtir læknar og sál-
fræðingar í Osló eru sakaðir um
að hafa gegn þóknun falsað lækn-
isvottorð fyrir glæpamenn svo að
þeir fengju vægari refsingu.
Embætti héraðslæknisins í Ósló
og Akershus hefur vísað málinu
til lögregluyfirvalda enda eru
ásakanirnar litnar mjög alvarleg-
um augum.
Einn fjórmenninganna er starfs-
maður lögreglunnar en hann neit-
ar staðfastlega að hafa haft vit-
neskju um iðju hinna læknanna
þriggja. ■
Spilltir norskir læknar:
Sagðir hafa
falsað vottorð
SKOÐANAKÖNNUN Flestir lands-
menn eru ánægðir með störf
Geirs H. Haarde utanríkisráð-
herra af ráðherrum ríkisstjórnar-
innar, samkvæmt skoðanakönnun
Gallup. Tæplega sextíu prósent
svarenda voru ánægðir með störf
Geirs og hefur ánægja með störf
hans aukist um rúm tíu prósent
frá því í apríl.
Rúmlega 80 prósent sjálfstæð-
ismanna eru ánægðir með störf
Geirs, en mest hefur
ánægjan aukist meðal
stuðningsmanna ann-
arra flokka. Um 70
prósent framsókn-
armanna sögðust
ánægðir og rúm
53 prósent Sam-
fylkingarfólks.
Minnst ánæ-
gja með störf
Geirs er meðal
stuðningsfólks
vinstri grænna, en einungis 34
prósent þeirra voru ánægðir með
störf hans.
Næst mest ánægja er með
störf Þorgerðar K. Gunnarsdótt-
ur menntamálaráðherra, en rúm-
lega 52 prósent þjóðarinnar er
ánægð með hennar störf. Þar til
nú hefur minnsta ánægjan verið
með störf Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra, en nú eru það
störf Björns Bjarnasonar dóms-
og kirkjumálaráðherra sem
minnst ánægja er með,
en rúmlega 22 prósent
sögðust ánægð með
hans störf.
Af ráðherr-
um Framsókn-
arflokks er mest
ánægja með störf
Guðna Ágústs-
sonar landbún-
aðarráðherra en
rúmlega 49 pró-
sent eru ánægð með störf hans. Það
er nokkru meira en í apríl, þegar
hlutfallið var rúm 38 prósent. Min-
nst er ánægjan með störf Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra af
ráðherrum Framsóknarflokks, en
33,5 prósent voru ánægð með störf
hans. Það er aðeins meira en í apríl
þegar 27,9 prósent voru ánægð
með störf hans. Mest er ánægjan
meðal framsóknarmanna, tæp 73
prósent. 47,4 prósent sjálfstæð-
ismanna eru ánægðir með störf
forsætisráðherra, 23,2 prósent
samfylkingarfólks og 8,2 prósent
stuðningsmanna vinstri grænna.
Spurt var: Ertu ánægð(ur) eða
óánægð(ur) með störf Halldórs
Ásgrímssonar, forsætisráðherra?
Eins var spurt um alla ráðherra í
ríkisstjórninni og var röð þeirra
breytt á milli viðtala. Úrtakið var
1.227 manns á aldrinum 18 til 75
ára. Svarhlutfall var um 62 pró-
sent. svanborg@frettabladid.is
Mest ánægja með
störf Geirs Haarde
Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur
aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup.
DÓMSMÁL Stjórnarformaður, stjórn-
ar maður og framkvæmda stjóri
hluta fél ags ins Ísvár voru dæmdir
í þrigg ja mánaða fang elsi fyrir að
standa ekki skil á opin ber um gjöld-
um árið 2002.
Dómurinn, sem var upp kveð-
inn í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær, er skilorðsbundinn í tvö ár hjá
mönn unum þremur. Tveir þurfa að
borga 1,5 milljónir króna í sekt og
sá þriðji 1,2 milljónir.
Í dómsorðinu segir að ágrein-
ings laust hafi verið að fyrirtækið
hafi ekki staðið skil á gjöldum en
deilt hafi verið um hver hafi átt að
bera ábyrgð á skilunum.
Enginn mannanna vildi viður-
kenna að hafa borið ábyrgð á dag-
legum rekstri fyrirtækisins. Dóm-
urinn kvað þá ekki geta firrt sig
skyldum sínum með því að benda
hver á annan. - óká
Þrír dæmdir fyrir fjársvik:
Báru hver
annan sökum
BANDARÍKIN, AP Sameinuðu þjóð-
irnar hafa afþakkað boð Banda-
ríkjamanna um að þau heimsæktu
Guantanamo-fanga-
búðirnar á Kúbu.
Þetta stafar af því
að fulltrúar samtak-
anna áttu ekki að fá
að ræða einslega við
fangana meðan á
heimsókninni stæði.
Vel á fjórða ár
er liðið síðan Sameinuðu þjóðirn-
ar óskuðu eftir því að fá að skoða
aðstæður í fangelsinu en það var
ekki fyrr en nýlega sem varnar-
málaráðuneyti Bandaríkjanna
samþykkti beiðnina, en með fyrr-
nefndu skilyrði. Um 500 fangar eru
vistaðir í fangelsinu á Guantanamo
en flestir voru handteknir í Afgan-
istan eftir innrás Bandaríkjamanna
í landið haustið 2001. Síðan þá hafa
meintar pyntingar á föngunum
ítrekað verið gagnrýndar. ■
Guantanamo-fangelsið:
Heimsókn SÞ-
fulltrúa aflýst
GEIR H. HAARDE
BJÖRN BJARNASON
STURLA BÖÐVARSSON
EINAR K. GUÐFINNSSON
ÁRNI M. MATHIESEN
SIGRÍÐUR A. ÞÓRÐARD.
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
GUÐNI ÁGÚSTSSON
JÓN KRISTJÁNSSON
ÁRNI MAGNÚSSON
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
apríl
2004
október
2004
apríl
2005
október
2005
apríl
2004
október
2004
apríl
2005
október
2005
60,9%
52,4%
33,7%
50,5%
25,9%
34,6%
50,7%
49,4%
46,1%
38,2%
32,9%
27,9%
32,1%
50,4%
44,2%
41,1%
33,5%
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 01.11.2005
Gengisvísitala krónunnar
60,62 60,9
107,3 107,82
72,78 73,18
9,749 9,807
9,35 9,406
7,601 7,645
0,52 0,523
87,42 87,94
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
102,3125
MANFRED
NOWAK
Vinsældir ráðherra
Sjálfstæðisflokks
Vinsældir ráðherra
Framsóknarflokks
Enginn viðbótardómur 23 ára
manni var ekki gerð viðbótar refsing fyrir
brot sem hann framdi áður en hann var
dæmdur í hálfsárs fangelsi skilorðs-
bundið í fimm ár í byrjun árs fyrir brot
árið 2004. Hann hafði ekið of hratt og
stolið stolið 30.000 krónum af greiðslu-
kortum í veski sem hann fann.
HÉRAÐSDÓMUR
BJARTSÝNISVERÐLAUN Tónlistar-
manninum Ragnhildi Gísladóttur
voru í gær veitt Íslensku bjart-
sýnisverðlaunin. Forseti Íslands
afhenti henni verðlaunin við
athöfn í Íslensku óperunni.
Ragnhildur er lærður tón-
menntakennari en leggur nú stund
á nám í tónsmíðum við Listahá-
skóla Íslands. Ragnhildur hefur
verið áberandi í íslensku tónlist-
arlífi í þrjá áratugi. Hún stofnaði
kvennarokksveitina Grýlurnar
og gekk til liðs við Stuðmenn árið
1984. ■
Íslensku bjartsýnisverðlaunin:
Ragga Gísla
heiðruð
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Forseti Íslands
afhenti Röggu verðlaunin í gær.
BJÖRGUN TF-LÍF, þyrla Landhelgis-
gæslunnar, sótti í gærmorgun veikan
sjómann á togaranum Guðmundi í Nesi,
sem þá var staddur 85 sjómílur út af
Patreksfirði. Þyrlan lenti á Reykjavíkur-
flugvelli í hádeginu og maðurinn fluttur
með sjúkrabíl síðasta spölinn á Land-
spítala-háskólasjúkrahús við Hringbraut.
LANDHELGISGÆSLAN