Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 12

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 12
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Sjálfstætt starfandi hjartalæknar tóku þá ákvörðun á fundi í fyrradag að fresta uppsögn samnings við Tryggingastofnun rík- isins fram í desember. Þeir höfðu áður ákveðið að segja upp samningn- um nú um mánaðamótin. Ástæða þessa er sú að eininga- kvóti sá sem samningur Trygginga- stofnunar og sjálfstætt starfandi hjartalækna kveður á um, dugir ekki fyrir unnum læknisverkum til mánaðamóta. Það þýðir að lækn- arnir fá hlut sjúklings greiddan, en ekkert frá Tryggingastofnun eftir að kvótinn er uppurinn. „Hjartalæknar eru afar óánægð- ir með samninginn og framkvæmd hans,“ segir Axel Sigurðsson hjartasérfræðingur, sem á sæti í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. „Það er erfitt að sætta sig við að vinna ákveðin verk en fá ekki greitt fyrir þau. Það getur ekki talist eðlilegt. Við getum ekki sinnt þessari þjónustu nema fá borgað fyrir hana.“ Axel segir að hjartalæknar ætli þó að reyna að þrauka eitthvað áfram í þeirri von að lausn finnist á málinu. Þeir geti þó ekki beðið í margar vikur til viðbótar. - jss Sjálfstætt starfandi hjartalæknar ósáttir við samning sinn við Tryggingastofnun: Segja upp eftir einn mánuð DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli íslenska ríkisins gegn svínabúinu Sléttusvín þar sem ríkið var dæmt til að endurgreiða svínabúinu kostnað sem hlaust af sýnatökum vegna salmonellusýkingar. Fyrir fjórum árum greindist salmonella í saursýnum á svína- búinu og í kjölfarið voru frekari próf gerð með stroksýni af kjöti. Ágreiningur reis milli eigenda svínabúsins og yfirvalda um hver ætti að bera straum af kostnaði vegna prófanna. Bændur héldu því fram að greiða ætti úr sérstökum sjóði sem sláturleyfishafar greiða í samkvæmt tilskipun frá land- búnaðarráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við heilbrigð- iseftirlit kjötskoðunarlækna með sláturafurðum. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að greiða ætti fyrir prófin úr umræddum sjóði. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðu- neytisins, segist ekki eiga von á eftirmálum vegna dómsins. Aðspurður segir hann hugsan- legt að svínabændur sem greitt hefðu fyrir sýnatöku kynnu að krefjast endurgreiðslna í ljósi dómsins. „Við höfum þó ekki skoðað það sérstaklega,“ segir Guðmundur. - sda Hæstiréttur staðfesti dóm um að ríkið greiði fyrir sýnatöku á svínabúi: Bóndinn þarf ekki að borga HJARTALÆKNAR Margir hjartalæknar eru með stofur í Læknasetrinu í Mjódd. SVÍNABÚIÐ SLÉTTUSVÍN VANN MÁL GEGN RÍKINU Í HÆSTARÉTTI Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki skoðað hvort málið hafi fordæmisgildi og hvort fleiri svínabændur muni í kjöl- farið krefjast endurgreiðslu á kostnaði vegna sýnatöku. í nóvember 5FordMustang og 3 milljónir í skottinu á tvöfaldan miða Dregið vikulega! www.das.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 30 05 4 1 0/ 20 05 Dregið fimmtudaginn 3. nóv. nk. Síminn er 561 7757 Einfaldur mi›i kostar a›eins 900 kr. á mánuði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.