Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 17
SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR OG GHALIB Sólveig og pakistanskur samstarfsmaður hennar Ghalib
líta upp frá önnum Á skrifstofu Rauða krossins í Islamabad.
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2005 17
EINN SÁ ALLRA MANNSKÆÐASTI
Jarðskjálftinn í Pakistan í októberbyrjun olli bæði miklu manntjóni og eyði-
leggingu. Berist hjálpargögn ekki með meiri hraða er óttast að ennþá fleiri láti
lífið þar sem Himalaya-veturinn færist nú yfir hamfarasvæðin.
Atburðurinn: Laugardaginn 8. október kl. 8.50
að staðartíma varð jarðskjálfti af stærðinni 7,6 í
Pakistan. Miðja skjálftans var nærri héraðshöf-
uðborg pakistanska hluta Kasmír, Muzaffarabad.
Kasmír er á mótum tveggja meginlandsfleka,
Indlandsflekans og Evrasíuflekans, og gengur sá
fyrri undir þann síðari og því myndast þar mikil
spenna í bergi sem losnar um öðru hverju í
skjálftum sem þessum.
Manntjón: Áreiðanlegar tölur liggja ekki fyrir
um manntjón. Pakistönsk stjórnvöld segja að
um 55.000 manns hafi farist en yfirvöld í sjálf-
stjórnarhéruðunum sem verst urðu úti telja að
allt að 79.000 manns hafi týnt lífi. Flestir hinna
látnu voru íbúar pakistanska Kasmír, að minnsta
kosti 13.000 fórust í svonefndu Norðvesturhéraði
og 1.360 eru sagðir hafa látist í indverska hluta
Kasmír. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur
að 17.000 börn hafi dáið í hamförunum.
Eignatjón: Talið er að 3,3 milljónir manna hafi misst heimili sín enda þurrkuðust bæir á borð
við Balakot nánast út í skjálftanum. Tjónið er talið nema um 300 milljörðum íslenskra króna.
Hjálparstarf: Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem verst urðu
úti. Þau eru erfið yfirferðar, enda svæðið fjöllótt og afskekkt og vont veður hefur hamlað starf-
inu. Mestu munar þó um að alþjóðasamfélagið hefur ekki orðið nema að litlu leyti við ákalli
Sameinuðu þjóðanna um að láta það fé af hendi rakna sem nauðsynlegt er til að afstýra enn
meiri hörmungum. Þar sem grimmdarvetur Himalaya-fjallanna er á næsta leiti er óttast að
tugir þúsunda til viðbótar muni deyja berist aðstoð ekki fljótt.
VIÐ BÆINN BALAKOT Þessi mynd er tekin
rétt við bæinn Balakot sem fór allur í rúst í
jarðsjálftanum.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is
Hvers vegna
var Höddi ekki
settur í markið?
Innbúskaskó TM
Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir:
// Tjón á verðmætum sem teljast hluti af almennu innbúi
fólks, s.s. fartölvu, myndavél, gleraugum og öðrum
dýrum munum, færðu bætt.
Hámarksupphæð tjóns er 250.000 kr.
// Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða
er bætt, s.s. ef hlutur á heimilinu fellur í gólf eða það
hellist yfir hann.
Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir ekki:
// Ef þú týnir, gleymir eða skilur verðmæti eftir á
almannafæri færðu þau ekki bætt.
// Ef tjónið er af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi
viðhalds eða framleiðslugalla fæst það ekki bætt.
// Tjón sem verður af völdum þjófnaðar úr ólæstum
hýbýlum, bílum, tjöldum eða fellihýsum fæst ekki bætt.
Við sumum spurningum fást bara engin svör.
Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera.
En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr
svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála.
Ef gleraugun þín brotna í hita leiksins er gott að vera vel tryggður. Innbúskaskó TM bætir
tjón á hlutum sem ekki fást bættir með Fjölskyldutryggingu. Vertu við öllu búinn og
bættu Innbúskaskóinu við Fjölskyldutryggingu TM.
Það tekur enga stund að ganga frá því.
Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á.
Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
M
I
28
60
5
1
1/
20
05
ALBANAR MÓTMÆLA Lögregla stendur vörð í suður-albanska bænum Sarande í gær. Þar
stóð fyrir mótmælum fólk sem upprunalega tilheyrði albanska minnihlutanum í norður-
gríska héraðinu Chameria, en Grikkir ráku fólkið úr landi eftir síðari heimsstyrjöld fyrir
að hafa verið talið hliðhollt öxulveldunum. Til mótmælanna var efnt í tilefni af áformaðri
heimsókn Grikklandsforseta. Fólkið vill fá aftur land og eigur og fá grískan ríkisborgararétt.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
an) virða þó aðstæður séu með
þessu móti og ég verð að taka
tillit til þess. Ég fer því afsíð-
is þegar ég þarf að næra mig í
stað þess að borða fyrir framan
fastandi fólk. Þetta er bara smá
dæmi um það sem huga ber að
þegar maður vinnur með mörgu
og ólíku fólki.“
Gott að koma heim
Verkefnið sem Sólveig er þát-
takandi í stendur í einn mánuð
en þá fer hún til Sri Lanka þar
sem hún hefur unnið undanfarið
fyrir Alþjóðaráð Rauða kross-
ins.
„Ég kem svo heim fyrir jól og
það verður ósköp gott. Þó þetta
starf sé mjög gefandi tekur það
heilmikið á líkamlega sem og
andlega. Það er því alveg nauð-
synlegt að koma heim og pústa
aðeins. En meðan ég veit það
að ég hef komið einhverjum
til góða og bjargað einhverj-
um mannslífum þá get ég horft
stolt til baka og það hvetur mig
til frekari starfa.“
FRÉTTAVIÐTAL
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is