Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 18
2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hagsmunir framleiðenda
Landbúnaðarstefnan sem Sjálfstæð-
isflokkurinn samþykkti á landsfundi á
dögunum miðast „við hagsmuni fram-
leiðenda og virðir algerlega að vettugi
hagsmuni neytenda og skattgreiðenda.
Hvergi í landsfundarályktuninni er fjallað
um óhagræðið sem orsakast af innflutn-
ingshöft- um. Hvergi er gerð
athugasemd við
það að fram-
leiðslustyrkir
í landbúnaði
eru ríflega
8 ma.kr. ár
hvert. Grund-
vallaratriðin í
stefnu flokksins
á öðrum sviðum
virðast alger-
lega gleymd og
grafin þegar kemur
að landbúnaðarmálum.“ Þetta segir Jón
Steinsson hagfræðingur í pistli sem hann
birti í gær í vefritinu Deiglunni.
Hvar er samkeppnin?
Jón spyr síðan: „Af hverju eiga
hugmyndir um frjálsa samkeppni,
takmörkuð ríkisafskipti, frjáls viðskipti
við útlönd og lækkun ríkisútgjalda ekki
við í landbúnaðarmálum?“ Hann segir
að í stað þess að leggja áherslu á þessi
atriði sé ályktun flokksins í landbúnað-
armálum uppfull af alls kyns froðu. Jón
nefnir dæmi: „Athuga þarf sérstaklega
hvort breytt viðhorf í umhverfismálum
og hertar reglur um eyðingu úrgangs
skapi möguleika á arðbærri nýtingu
sláturúrgangs í meira mæli en nú er.“
„Nauðsynlegt er að bæta samkeppn-
isstöðu blómabænda.“ „Línrækt er ný
búgrein, sem getur átt framtíð fyrir sér
hér á landi en þarf að styðja við í upp-
hafi.“ „Hrossarækt og hestamennska er
vaxandi þáttur í íslenskum landbúnaði,
sem eflir ferðaþjónustuna og styrkir
tengsl milli þéttbýlis og sveita.“
Svartur blettur
Jón skrifar: „Þegar landbúnaðarmál ber
á góma eru frjálslyndir Sjálfstæðimenn
oft fljótir að kenna Framsóknarflokknum
um það fullkomna afturhald sem ein-
kennt hefur stefnu ríkisstjórna flokksins
í landbúnaðarmálum síðasta áratuginn.
En yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins í
landbúnaðarmálum er litlu betri en yfir-
lýst stefna Framsóknarflokksins. Í raun
gengur ekki hnífurinn á milli flokkanna
í þessum málaflokki. ... Landsfundar-
ályktun Sjálfstæðiflokksins í landbún-
aðarmálum er svartur blettur á stefnu
flokksins sem er í hrópandi ósamræmi
við flest annað í stefnu flokksins.“
gm@frettabladid.is
„Hvergi á byggðu bóli í heimin-
um fer fram önnur eins vitleys-
isumræða um Íraksmálið og hér
á landi“ sagði fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, Davíð Oddsson, í
umræðum um skýrslu sína um
utanríkismál á Alþingi fyrir tæpu
ári. Þeir sem að þessari umræðu
stæðu væru „afturhaldskommat-
ittsflokkur“ og „meinfýsnishlakk-
andi úrtölumenn“.
Með þessu gaf hann í skyn
að þessi hvimleiði lýður stæði
einn í heiminum. Það var eins og
það hefði með öllu farið framhjá
honum að fjölmiðlar heimsins log-
uðu stafnanna á milli í umræðum
um Íraksmálið og að sú krafa hafði
verið reist í hverju þjóðþinginu á
fætur öðru að rannsókn færi fram
á því með hvaða hætti bandaríska
þjóðin og fylgiþjóðir bandaríkja-
manna voru blekktar til fylgis við
þetta stríð. Í staðinn fyrir að velta
sér upp úr fortíðinni vildu hann og
forsætisráðherra að menn sneru
sér að því að ræða uppbyggingu
Íraks og eflingu lýðræðis þar
enda ríkti nú góður friður í öllum
800 lögsagnarumdæmum Íraks -
nema hvað „mikill óróleiki“ væri
þó í fimm þeirra!
Enginn veit hvaðan Davíð hafði
þessa tölfræði - enda ekki venja
hér á landi að krefjast rannsóknar
þótt æðstu ráðamenn þjóðarinn-
ar fari með fleipur eða staðlausa
stafi. Þingheimi þykir sjálfsagt að
láta ljúga að sér.
En „afturhaldskommatittun-
um“ og „meinfýsnishlakkandi
úrtölumönnunum“ fer nú fjölg-
andi um allan heim og sérstaklega
í Bandaríkjunum.
Fyrir réttu ári töldu 53 prósent
Bandaríkjamanna að það hefði
verið rétt ákvörðun af Bush að
gera innrás í Írak og 39 prósent að
ákvörðunin hefði verið röng sam-
kvæmt skoðanakönnun Pew-stofn-
unarinnar. Nú segja 44 prósent að
ákvörðunin hafi verið rétt en 50
prósent að hún hafi verið röng.
Hvað hefur breyst?
„Allt hugarástand þjóðarinnar
hefur gerbreyst“ segir Ted Kopp-
el fréttastjóri „Nightline“ þátt-
arins á ABC sjónvarpsstöðinni,
sem sætti harðri gagnrýni þegar
hann las upp nöfn 721 hermanns
sem látið höfðu lífið í apríl 2004,
ári eftir að Bush hafði lýst yfir að
Íraksverkefnið væri til lykta leitt,
„mission accomplished“.
Um það leyti sem Bush hafði
tryggt endurkjör sitt á landsþingi
Repúblikanaflokksins - þann 7.
september 2004 - var tilkynnt um
fall þúsundasta bandaríska her-
mannsins. Bush varaðist að nefna
þessa staðreynd. Fjölmiðlar gerðu
heldur ekki mikið úr því. „Fjöldi
fjölmiðlamanna óttaðist að ef þeir
gagnrýndu stríðið yrðu þeir sak-
aðir um athæfi sem jaðraði við
landráð, rétt eins og hent hafði
Nightline“, hefur New York Times
í fyrradag eftir Robert Thompson
prófessor í fjölmiðlafræðum við
háskólann í Syracuse. Í síðustu
viku var tvöþúsundasta líkið sent
heim frá Írak. Nú hafði fjölmiðl-
um vaxið svo hugur að allir nema
forhertustu Bush-miðlarnir slógu
þessu upp með sláandi fyrirsögn-
um. Fjöldi fjölskyldna víðsveg-
ar um Bandaríkin á um sárt að
binda. Og þetta fólk spyr sig nú
af mikilli alvöru: Af hverju og til
hvers? Hvar er sú vin í eyðimörk
valdstjórna arabaheimsins, sem
átti að uppfóstra lýðræðið og brei-
ða það út og tryggja með því frið á
slóðum Miðausturlanda, frið sem
slökkti í kveikiþræði púðurtunn-
unnar, sem sífellt logar milli Ísra-
els og Palestínu? Var ekki sagt að
leiðin til Jerúsalem lægi í gegnum
Bagdad?
Tvennar kosningar hafa ekki
leitt annað í ljós en það, sem menn
vissu fyrir, að Írak er samsett af
þremur þjóðabrotum, sem skipt-
ast eftir línum trúar og þjóðernis,
sjítum, súnnítum og Kúrdum. Í
nýlegri skýrslu sem liggur fyrir
Bandaríkjaþingi er sagt að land-
ið rambi á barmi borgarastyrj-
aldar og geti hvenær sem er ley-
stst upp í þessa þrjá frumparta
sína. Landamærin eru götótt
eins og sigti og þangað streyma
heittrúarmenn úr öllum löndum
múslima og landið er orðið sams
konar hreiður og þjálfunarstöð
hryðjuverkamanna og Afganistan
var á dögum stríðsins gegn inn-
rásarliði Sovétmanna. Í annarri
skýrslu til Bandaríkjaþings er
sagt að 30 milljarða dollara sjóð-
ir, sem Bandaríkjaþing veitti til
uppbyggingarinnar séu uppurn-
ir, dánartalan hækki stöðugt en
uppbyggingin fari í handaskolum.
Fjórðungur upphæðarinnar fer
til að tryggja öryggi starfsmanna
gegn árásum uppreisnarmanna.
Samt hafa a.m.k. 412 verktakar og
starfsmenn þeirra fallið.
Þetta er ekki uppörvandi mynd
fyrir ástvini fallinna hermanna,
sem gjarnan vilja trúa því að þeir
hafi fallið fyrir göfugan málstað.
Þorra bandaríkjamanna er
líka orðið ljóst, að til stríðsins
var stofnað á fölskum forsendum:
Engin tengsl voru milli Saddams
og Al-kaída og atburðanna 11. sept-
ember, hann réði ekki yfir gereyð-
ingarvopnum af nokkru tagi, hann
var engin ógn við umheiminn,
aðeins sína eigin þegna. Spurn-
ingin nú er aðeins hverjir vissu
hvað og hvenær? Það er á allra vit-
orði nú, að skrifstofur valdamesta
varaforseta í sögu Bandaríkjanna
fyrr og síðar, Dick Cheneys, voru
höfuðáróðurshreiður fyrir inn-
rás í Írak. Þaðan komu lygarnar,
sem Bush, Condolezza Rice og að
lokum Colin Powell breiddu út
til þjóðar sinnar og umheimsins.
En tekst að sanna það fyrir rétti?
Um það munu komandi réttarhöld
yfir starfsmannastjóra Cheneys,
Scooter Libby væntanlega snúast.
Dapurlegast af öllu fyrir Íslend-
inga er að tveimur mönnum skyldi
takast án umboðs þjóðarinnar að
draga nafn Íslands og heiður inn í
þennan lygavef miðjan. ■
„Afturhaldskommatittum“
fer fjölgandi
Fréttir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, kunni að hafa notað Keflavíkurflugvöll sem viðkomustað fyrir fanga-flutninga til ríkja sem leyfa pyntingar við yfirheyrslur
hafa að vonum vakið nokkurt uppnám hér á landi. Sama er uppi
á teningnum í Danmörku eftir að það spurðist út að fangavélar
leyniþjónustunnar hefðu lent á dönskum flugvöllum. Tilhugsun-
in um þá meðferð sem fangarnir munu hljóta á áfangastað vekur
með mönnum óhug og reiði.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður hefur af þessu til-
efni beint svohljóðandi fyrirspurnum til Geirs H. Haarde utan-
ríkisráðherra. „1. Er ráðuneytinu kunnugt um að flugvélar á
vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta
hryðjuverkamenn, sem hvorki njóta verndar né meðhöndlunar
samkvæmt alþjóðasáttmálum, hafi farið um íslenska lofthelgi
eða notað Keflavíkurflugvöll? Ef svo er, hver voru viðkomandi
flugnúmer (N-númer), hvaðan var flogið og hvert og hvaða upp-
lýsingar voru veittar um farm og á hvers vegum flugið væri?
2. Telur ráðherra meðferð fanga sem hvorki njóta verndar og
réttinda sem venjulegir borgarar né sem stríðsfangar, eins og
gildir um fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á
Kúbu, vera brot á alþjóðalögum? Ef svo er, munu íslensk stjórn-
völd meina flugvélum með fanga eða meinta hryðjuverkamenn
sem þannig eru meðhöndlaðir aðgang að íslenskri lofthelgi og
afnot af íslenskum flugvöllum?“
Líklegt er að formleg svör fáist ekki við fyrirspurnunum á
Alþingi fyrr en í næstu viku en þær upplýsingar sem þegar hafa
verið gefnar benda til þess að ekkert samráð hafi verið haft við
íslensk stjórnvöld um fangaflugið né að þeim hafi verið látin í té
vitneskja um eðli flutninganna. Það kemur ekki á óvart enda er
hér um leynilega flutninga að ræða sem fram fara með borgara-
legu flugi.
En fangaflutningarnir sem slíkir og hin ómannúðlega með-
ferð á meintum hryðjuverkamönnum eru ekki nýjar fréttir.
Málið hefur verið til heitrar umræðu víða um heim, ekki síst í
Bandaríkjunum, þar sem ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagn-
rýni fyrir að sniðganga alþjóðasáttmála um mannréttindi. Eðli-
legt er að forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra greini
Alþingi og þjóðinni frá því hvort, og þá með hvaða hætti, málið
hefur komið til tals á ráðherrafundum vestrænna ríkja. Hafa
fulltrúar Íslands einhvern tíma tekið málið upp við bandarísk
stjórnvöld? Ef ekki, er eðlilegt að spurt sé hvers vegna.
Gagnrýni á meðferð Bandaríkjamanna á meintum hryðju-
verkamönnum felur að sjálfsögðu ekki í sér að lítið sé gert úr
hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum og þeim margvís-
legu erfiðleikum sem þar er við að etja. Þær aðstæður geta skap-
ast að stjórnvöld verði að fara óhefðbundnar leiðir til að verja líf
og öryggi almennings. En pyntingar til að knýja fram upplýsing-
ar eru óverjandi og brjóta gegn siðferðisgrundvelli þjóðfélags
okkar.
Fréttir um viðkomu fangaflugvélanna á Íslandi ættu að verða
ríkisstjórninni tilefni til að tilkynna Bandaríkjastjórn í eitt
skipti fyrir öll að Íslendingar sætti sig hvorki við flug af þessu
tagi um íslenska lofthelgi né þá vanvirðingu við mannréttindi
sem fangaflugið er til marks um. ■
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Ekki er hægt að una við fangaflug CIA um ÍSLAND:
Óviðunandi
mannréttinda-
Í DAG
ÍRAKSMÁLIÐ
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Þorra Bandaríkjamanna er
líka orðið ljóst, að til stríðsins
var stofnað á fölskum for-
sendum: Engin tengsl voru
milli Saddams og Al-kaída og
atburðanna 11. september.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI