Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 2005 21 Sá frómi lærimeistari Erasmus frá Rotterdam hafði að kjörorði að menntaður maður væri betri maður og allar götur síðan hefur vestrænt menntakerfi einkennst af þeirri hugsjón að menntun hafi gildi í sjálfu sér. Þar til nú. Um þessar mundir hafa hæstráðendur menntamála uppi stórfelld áform um skerðingu á íslensku skóla- kerfi, í því augnamiði að draga úr námi til stúdentsprófs. Ljóst er að þessi skerðing er ekki í þágu nem- enda landsins, enda eru þeir flest- ir mótfallnir henni. En hverjir vilja þá skerðinguna? Nemendur, foreldrar, kennarar eða skólamenn? Óekkí. Það virðast vera fulltrúar atvinnulífsins, sem ráða hér ferð, en alkunna er að þar á bæ snýst tilveran ekki um sjálf- stætt gildi menntunar, heldur dans í kringum gullkálfinn. Aumlega er komið fyrir íslensku menntakerfi, þegar aurasálir, maurapúkar og mammonítar stýra þróun þess. Miðað við áætlanir stjórnvalda er fyrirhugað að fyrsti árgangur nemenda með skert stúdentspróf útskrifist árið 2012, sama ár og síðasti hópurinn lýkur fullgildu stúdentsprófi. Á því herrans ári munu því tveir árgangar sækjast eftir háskólavist. En fyrst sæta- fjöldi í háskólum landsins er tak- markaður, hvor hópurinn er þá líklegri til að hljóta inngöngu? Vitaskuld sá sem hefur betri und- irbúning til námsins. Því má búast við að hópurinn með síðra prófið fái ekki inngöngu í háskóla, a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. Ekki þarf neinn höfuðsnilling til að reikna út að það er árgangur barna fæddra 1993, sem svo verð- ur úthýst í íslensku skólakerfi. Hvers eiga þessir nemendur að gjalda, að svo gróflega sé brotið á stjórnarskrárbundnum réttind- um þeirra til menntunar? Hyggj- ast yfirvöld menntamála beita sér fyrir því að efla svo háskóla landsins að þeir geti tekið við 4000 viðbótarnemendum á ári tveggja stúdentsárganga? Verður þessi hópur ef til vill vinnuafl fyrir ný álver sem þá verður búið að reisa? Eða er máske sannleikskorn í þeirri flimtan gárunga og gap- uxa að reiðuleysi þessa árgangs verði notað sem rök fyrir stofnun íslensks hers, áhugasömum pótin- tátum til þægðar? Þrátt fyrir að máltækið segi að bókvitið verði ekki í askana látið, þá er ljóst að mannkynið stæði ólíkt aftar á þróunarbraut sinni án þess. Menntunin er það fjör- egg samfélagsins, sem við viljum síst að skessur forheimskunar varpi á milli sín. Ef við trúum orðum Erasmusar, að menntaður maður er betri maður, hvað er þá síður menntaður maður? Fróðlegt væri að heyra svar hæstráðenda menntamála við því. Skerðing í skólakerfi UMRÆÐAN HELGI INGÓLFSSON FRAMHALDSSKÓLA- KENNARI SKRIFAR UM STYTTINGU NÁMSTÍMA TAKTU FRÁ 7. NÓVEMBER. VERTU MEÐ Í SMÁRABÍÓI, KÓPAVOGI Vertu með. Aðeins fyrir forritara og tæknimenn. Skráðu þig strax á www.microsoft.is. Skráningargjald, aðeins 3.500 kr. Bestu forritararnir og bestu tæknimennirnir eru með allt undir kontról Heimsfrumsýning SQL Server 2005 Heimsfrumsýning Visual Studio 2005 Heimsfrumsýning BizTalk Server 2006 Keynote Smart Client Application Development and Deployment Design and Development Tools for Building Mission-Critical Applications Building Highly Available Systems with SQL Server 2005 Delivering Business Insight Web Development Architecting Scalable, Flexible and Secure Database Systems with SQL Server 2005 Steve Ballmer - Live from San Francisco Bestu forritararnir og bestu tæknimennirnir eru stöðugt á vaktinni. Þeir fylgjast 24/7 með öllum nýjungum. Þeir vita að atvinnulífið byggir afkomu sína á því að þú kunnir skil á þeirri tækni sem nauðsynleg er í sókn til hagræðingar, öryggis og framtíðar. Vertu með. Komdu á stærstu tækninámstefnu ársins 2005 hjá Microsoft. Skráðu þig á www.microsoft.is strax í dag. Áríðandi fyrirlestrar. Aðeins fyrir forritara og tæknimenn. Sjáðu líka heimsfrumsýningu á SQL Server 2005, Visual Studio 2005 og BizTalk Server 2006. Vertu með allar nýjungarnar á hreinu. Áríðandi fyrirlestrar - aðeins fyrir forritara og tæknimenn Kynntu þér nýjungar á stærstu tækninámstefnu ársins 2005 Steve Ballmer stjórnar beinni útsendingu til Smárabíós • Kokteill í bo ði Visual Stud io 2005 • Spennandi bíómynd í lok in. Popp og k ók. Forsýning í boði SQL Ser ver 2005 • Vertu með - þú fræðist og nærist • Óvænt gjöf frá Microsoft Komdu á stæ rstu tækniná mstefnu ársi ns 2005 Skráðu þ ig strax á ww w.microsoft. is G C I A LM A N N A T E N G S L - G R E Y C O M M U N IC A T IO N S IN T E R N A T IO N A L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.