Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 22
Umsjón: nánar á visir.is Þriðja Borgarnesræðan Útgerðamenn á aðalfundi LÍÚ hlökkuðu mikið til að heyra hvað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, hefði fram að færa í ræðu sem hún átti að flytja þeim samkvæmt auglýstri dagskrá klukkan 13.30 á föstudaginn. Fyrir matar- hlé tilkynnti Eiríkur Tómasson, vara- formaður LÍÚ og fundarstjóri, hins vegar að Ingibjörg Sólrún myndi tefjast. Það hefði ekki verið flug- fært frá Ísafirði þar sem hún var og því hefði hún drifið sig akandi í bæinn. Á göngum Grand hótels í matar- hléinu göntuðust út- gerðarmenn með að það væri kannski ráð að mætast á miðri leið, sem þeir sögðu að væri í Borgarnesi. Þá gæti Ingibjörg Sól- rún flutt sína þriðju Borgarnesræðu. Þær fyrri hefðu verið svo fréttnæmar. Fjórði seðlabankstjórinn Ræða Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Lands- bankans, rann ljúft ofan í útgerðarmenn á aðal- fundi LÍÚ fyrir helgi. Þar sagði Sigurjón að Seðla- bankinn einblíndi of mikið á vaxtahækkunarleiðina til að ná niður verðbólgu. Gengið væri of sterkt, er- lendir aðilar nýttu sér vaxtamun við útlönd og Seðlabankinn þyrfti að kaupa meiri gjaldeyri. Ari Edwald, sem stýrði pallborðsumræðum á eftir framsöguerindum, sagði Sigurjón gott efni í fjórða seðlabankastjórann. Þorsteinn Már Baldvinsson, út- gerðarmaður á Akureyri, sagði að það væri ekki þörf á fjórum bankastjórum í Seðlabankanum. Nóg væri að Sigurjón yrði þar einráður og fengi kannski Unnar Má Pétursson, fjármálastjóra Þormóðs ramma, sem aðstoðarmann. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.673 Fjöldi viðskipta: 258 Velta: 2.099 milljónir -0,09% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Steinunn Kristín Þórðardóttir hef- ur verið ráðin forstöðumaður útibús Íslandsbanka í London. Hún tók við starfinu í gær en áður starfaði hún sem forstöðumaður alþjóðalánveit- inga hjá Íslandsbanka. Actavis hefur sett þunglyndislyfið Sertraline á markað í töflu- og hylkja- formi en lyfið hefur verið fáanlegt á Spáni og í Mið- og Austur-Evrópu. Einkaleyfi lyfsins rennur nú þar út og setur Actavis lyfið á markað í fjórtán Evrópulöndum. Íslandsbanki opnaði skrifstofu í Kaupmannahöfn á föstudaginn. Hlut- verk hennar er að styrkja viðskipta- sambönd Íslandsbanka við fyrirtæki og fjármálastofnanir á Norðurlöndun- um og einkum í Danmörku. 22 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 43,20 +0,70% ... Bakkavör 44,00 -0,70% ... FL Group 13,95 +0,70% ... Flaga 4,05 -0,70% ... HB Grandi 9,30 +0,00% ... Íslandsbanki 15,30 -0,70% ... Jarðboranir 22,00 +0,00% ... KB banki 596,00 +0,00% ... Kög- un 54,00 +0,00% ... Landsbankinn 22,80 -0,90% ... Marel 64,50 -0,20% ... SÍF 4,37 +0,20% ... Straumur-Burðarás 13,75 +1,10% ... Össur 91,00 +0,00% Icelandic Group +1,60% Og fjarskipti +1,30% Straumur-Burðarás +1,10% Mosaic Fashions -1,81% Landsbankinn -0,87% Flaga -0,74% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Stjórnarforma›ur FL Group segir endursko›- endur sko›a alla flætti í reikningum félagsins eins og í ö›rum hlutafélögum. Hlutafjáraukning FL Group var samflykkt me› öllum atkvæ›um gegn at- kvæ›i eins hluthafa. FL Group ver›ur eftir hluta- fjáraukningu öflugt fjár- festingarfélag. Hlutafjáraukning FL Group sem samþykkt var á hluthafafundinum í gær, gjörbreytir ásýnd félagsins. Eftir stendur gríðarlega fjársterkt fjárfestingarfélag sem hyggst beita afli sínu sem umbreytingarfjárfest- ir með Evrópu sem brennidepil. Félagið mun verða með 65 millj- arða eigið fé sem gerir því kleift að takast á við mjög stór verkefni. Ekki verður einblínt á fjárfestingar í flugrekstri, enda þótt ljóst sé að þær verði fyrirferðamiklar. FL Group mun með eðlilegum fyrirvara taka yfir rekstur danska lággjaldaflugfélagsins Sterling, en auk þess á félagið ríflega sextán prósenta hlut í breska lággjalda- flugfélaginu easyJet. Breytingarnar á félaginu eru róttækar. Hannes Smárason, for- stjóri félagsins, fór í gegnum af- komuna undanfarin ár á fundinum. Hann segir sveiflur í flugrekstri miklar og að með núverandi skipu- lagi og fjárhagslegum styrk félags- ins hafi flugreksturinn bakhjarl í sterku fjárfestingarfélagi. Áhættan í rekstrinum sé minni nú en hún hafi verið fyrir skipulagsbreytingar og hlutafjáraukninguna. Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, greiddi einn atkvæði gegn tillögum um aukninguna. Hann lagði fram sjö spurningar á fundinum. Hann taldi sig hafa heim- ildir fyrir því að stjórn FL Group hefði fjallað um kaup á Sterling í um tvö ár og spurði hvers vegna fé- lagið hefði ekki verið keypt þá á mun lægra verði en nú. Stjórnarfor- maður FL Group sagði félaginu ekki hafa boðist áður að kaupa Sterling. Vilhjálmur vísaði einnig til orðróms um flutning þriggja millj- arða á reikning í Luxemborg. Vildi Vilhjálmur að kjörnir endurskoð- endur félagsins gæfu út yfirlýsingu um að fjármunir til óskyldra hluta hefðu ekki verið millifærðir frá félaginu. Skarphéðinn sagði að sam- kvæmt þeirri útgáfu sögusagna sem hann hefði heyrt ætti þessi færsla að hafa átt sér stað í júní. Fé- lagið hefði birt uppgjör fyrir það tímabil með áritun endurskoðenda félagsins. Sama gilti um komandi uppgjör. Endurskoðendur myndu skoða ef um slíkt væri að ræða ásamt öðrum atriðum í reikningum félagsins og gera athugasemdir ef ástæða væri til. Vilhjálmur spurði einnig á þá leið hvort verðmyndun easyJet væri að mestu tilkomin vegna kaupa FL Group. Skarphéð- inn sagðist skilja spurninguna sem svo að hún snerist um hvort félagið væri að beita verðáhrifum í Kaup- höllinni í London. Hann kvað svo ekki vera. Ekki tóku fleiri til máls á fundin- um um þetta efni. Vilhjálmur taldi sig ekki hafa fengið nein svör við Vilhjálmur taldi sig ekki fá nein svör á fundinum KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] H im in n o g h af / S ÍA Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður út 43.440 nýja stofnfjárhluti. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, þótt núverandi stofnfjáreigendur eigi forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju stofnfjárhlutum. Útboðstímabilið er 7.–21. nóvember 2005 og fellur áskrift í eindaga 2. desember 2005. Verð hvers stofnfjárhlutar er 45.497 krónur og er heildarverðmæti útboðsins því 1.976.389.680 krónur. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er 1.086.000.000 krónur og verður eftir hækkunina 2.172.000.000 krónur að því gefnu að allt seljist. Nafnverð nýrra stofnfjárbréfa er 1.086.000.000 krónur. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og má nálgast útboðslýsingu á heimasíðu sparisjóðsins www.spron.is, og í útibúum hans. Sparisjóðsstjórn Stofnfjárútboð SPRON Olíuverð hélst undir sextíu Bandaríkjadali á hvert fat af olíu í gær þrátt fyrir að búist hafði ver- ið við hækkun olíuverðs. Á mánu- daginn kostaði hvert fat af olíu 58 dali en í gær var verð á fatið 59,7 dalir. Eftirspurn eftir olíu til hús- hitunar í Bandaríkjunum er talin verða um 30 prósent af því sem hún er venjulega í þessari viku þar sem hitastig í Bandaríkjunum hefur hækkað. Veturinn hefur farið hægt af stað í norðausturhluta Bandaríkj- anna sem er stærsti neytenda- markaður olíu til upphitunar á húsum. - hb Búist er við að hagvöxtur í Kína á seinni helmingi ársins 2005 verði 9,5 prósent en lækki svo niður í 8,5 til 9 prósent á árinu 2006. Þetta er haft eftir kínverskum embætt- ismanni á fréttasíðu CNN. Fjárfestingabankinn CLSA birtir mánaðarlega PMI-vísitöl- una fyrir Kína sem gefur til kynna hver staða framleiðslu er í hagkerfinu. Hún féll úr 50,9 í september í 50,1 í október. Ef vísi- talan er yfir gildinu 50 er þensla í hagkerfinu en ef hún er undir 50 merkir það samdrátt. Kínversk framleiðslufyrirtæki eru í erfiðri aðstöðu um þessar mundir. Pöntunum, bæði í Kína og erlendis frá, hefur fækkað. Það leiðir af sér að þau verða að hafa betri hemil á birgðastöðu sinni sem leiðir af sér að framleiðslu- aukning er ekki eins mikil og áður. - hhs SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Bankastjóri Landsbankans tekur sæti í stjórn Intrum Justitia. Fréttablaðið/Hari Sigurjón sest í stjórn Intrum Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, mun bráðlega taka sæti í stjórn Intrum Justitia. Landsbankinn er stærsti hluthaf- inn í Intrum með um tólf prósenta hlut. Boðað hefur verið til hluthafa- fundar þann 24. nóvember næstkomandi að ósk eigenda um þriðjung hlutafjár þar sem ný stjórn verður kosin. Fastlega er gert ráð fyrir að Gerard De Geer og Christian Salomon gangi úr stjórn. - eþa Útgáfa erlendra aðila á skulda- bréfum í íslenskum krónum held- ur enn áfram. Í gær gaf Komm- unalbanken út skuldabréf fyrir þrjá milljarða til fimm ára. Lengsta skuldabréfaútgáfan fram að þessu var til þriggja ára. Alls hafa erlendir og innlendir aðilar því gefið út skuldabréf í íslensk- um krónum fyrir um 103 millj- arða króna. Í hálf-fimm fréttum KB banka er því velt upp hvort þessi útgáfa muni gera bönkum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að fjármagna sig til lengri tíma með óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum. - hb Þórdís Sigurðardóttir mun sam- kvæmt heimildum taka við for- mennsku í stjórn Og fjarskipta af Skarphéðni Berg Steinarsyni eftir hluthafafund á fimmtudaginn. Fyrir fundinum liggur tillaga um nafnabreytingu þar sem nafni fé- lagsins verður breytt í Dagsbrún. Dagsbrún er móðurfélag Og Vodafone og 365 miðla sem meðal annars eiga Fréttablaðið. Skarp- héðinn er nýr stjórnarformaður FL Group. Þórdís er forstöðumað- ur Nordic fjárfestinga Baugs, en var áður framkvæmdastjóri MBA náms Háskólans í Reykjavík. Fyrir fundinum liggur einnig tillaga um heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 1,2 milljarða króna að nafnvirði. 200 milljónir af því eru ætlaðar til þess að greiða fyrir hlut í öðrum félögum. -hh firiggja milljar›a skulda- bréf gefi› út til fimm ára fiórdís forma›ur Dagsbrúnar Olíuver› helst undir sextíu dölum á fati› Gó›ur hagvöxtur í Kína FRÁ OPNUN DISNEY Í KÍNA Allt stefnir í 9,5 prósenta hagvöxt í Kína á seinni helmingi ársins en búist er við því að hann lækki svo niður í 8,5 til 9 prósent á árinu 2006. SPURULL HLUTHAFI Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi FL Group, lagði fram nokkrar spurn- ingar á fundinum sem stjórnarformaður svaraði. Vilhjálmur sem einn hluthafa greiddi at- kvæði gegn tillögu um hlutafjáraukningu FL Group, taldi sig ekki hafa fengið nein svör. Fréttablaðið/GVA 22-67 (22-23) Viðskipti 1.11.2005 19:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.