Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 29

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 29
Aðalfundur LÍÚ Tapa á háu gengi Sjávarútvegur Sátt í sjónmáli Kauphöllin í Tókýó Viðskipti stöðvuð Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 2. nóvember 2005 – 31. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FL Group stærst | FL Group er nú stærsti hluthafinn í easyJet með 16,2 prósenta hlut. Eignar- hlutur félagsins er orðinn meira en tuttugu milljarða króna virði. Undir væntingum | Hagnaður Össurar var 52 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 338 millj- ónum. Kaupþing áminnt | Sænska fjár- málaeftirlitið áminnti Kaupþing banka í Svíþjóð fyrir meðferð á eignarhlutum í tveimur sjóðum bankans. Málið varðar meðferð eignarhluta sjóðanna í fyrirtæk- inu Airsonett AB. Síminn afskráður | 162 af 1252 hluthöfum Símans nýttu sér yfir- tökutilboð sem nýir eigendur Sím- ans gerðu þeim. Nýr markaður | Kauphöll Íslands opnar nýjan hlutabréfamarkað í desember. Nýi markaðurinn er sérstaklega fyrir minni fyrirtæki og frumkvöðlafyrirtæki. Stærstir í Evrópu | Íslenskir að- ilar eru orðnir einu stærstu sölu- aðilar Apple-vara í Evrópu eftir að hafa keypt 38 prósent í norska félaginu Office Line. 66 milljarðar | Hagnaður við- skiptabankanna þriggja, Íslands- banka, KB banka og Landsbank- ans, á fyrstu níu mánuðum ársins nam um 66 milljörðum króna eftir skatta. AB selur í Össuri | Sænski fjár- festingasjóðurinn AB Industri- värden hefur selt allt hlutafé sitt í Össuri hf. Stjórnendur hagnast | Sjö stjórnendur hjá KB banka hafa ákveðið að nýta sér kauprétt á hlutum í bankanum. Markaðsvirði hlutanna er um 929 milljónir króna. Opna Taco Bell í stað Wendy’s Eigendur vilja Taco Bell á höfuðborgarsvæðið. Fyrsti Taco Bell-staðurinn verður opnaður hér á landi eftir tíu daga á svæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem áður var hinn þekkti Wendy’s-ham- borgastaður. Taco Bell er með þekktustu skyndibitakeðjum heims og selur mexíkóskan skyndibita. Það eru sömu eigend- ur og að kjúklingastaðnum Kent- ucky Fried Chicken sem koma að rekstri Taco Bell. „Við höfum auðvitað áhuga á því að opna á höfuðborgarsvæð- inu í framhaldinu. Við höfum bæði staði í Mosfellsbæ og í Hafn- arfirði sem gætu hentað undir Taco Bell en þetta er tilrauna- starfsemi og við verðum að sjá,“ segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi Kentucky, oft kenndur við Góu. Hann segir að beðið sé með eftirvæntingu eftir staðnum. „Þeir eru að verða mjög hungrað- ir þarna suður frá.“ Fyrsti Taco Bell-staðurinn var opnaður í Bandaríkjunum árið 1962 og um 6.500 Taco Bell-staðir eru þar í landi en aðeins um 280 utan Bandaríkjanna. Áttatíu prósent af stöðunum eru rekinr sjálfstætt samkvæmt viðskipta- sérleyfum frá Taco Bell. - hb Björgvin Guðmundsson skrifar „Í byrjun síðustu viku eftir að ný stjórn var kjörin í Icelandic Group áttum við samtöl um samstarf þessara fyrirtækja. Síðan unnum við nótt sem nýt- an dag til að ná þessum samningum,“ segir Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Icelandic Group, sem hefur keypt þýskt fyrirtæki sem framleiðir frystar sjávarafurðir. Þýska fyrirtækið heitir Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood og er í eigu Finnboga Baldvinssonar og Samherja. Finnbogi er forstjóri Pickenpack og bróðir Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja. Verður þeim greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group og munu eiga 21,25 prósent í félag- inu að því loknu. Miðað við markaðsverðmæti hlutabréfanna í dag er kaupverðið 5,5 milljarðar króna. Gunnlaugur segir gífurlegan feng að fá Sam- herja til samstarfs og Finnboga, sem verður for- stjóri Icelandic í Evrópu. Hann hafi snúið rekstri Hussman & Hahn við eftir að hafa keypt fyrirtækið árið 2000. Það var síðan sameinað Pickenpack 2003. Sameinað fyrirtæki er sagt stærsta framleiðslu- fyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða. Í ár er áætlaður rekstrarhagnaður Pickenpack – Hussman rúmur milljarður króna. Gert er ráð fyrir að veltan verði fjórtán milljarðar árið 2006 og tekj- ur Icelandic í Evrópu aukist á næsta ári um 28 pró- sent. „Það eru gríðarleg samlegðartækifæri fyrir hendi. Við ætlum okkur að vera leiðandi í sölu á fiski og þetta styður einnig við starfsemi okkar í Asíu þaðan sem við fáum ufsann til vinnslu,“ segir Gunnlaugur Sævar. Afkoma verksmiðja í Bretlandi hafi ekki verið viðunandi og ætlunin sé að bæta þar úr með hagræðingu í framleiðslu á frystum afurð- um í samstarfi við Pickenpack. Um 65 prósent af allri framleiðslu Pickenpack eru fiskréttir sem fara í smásöluverslanir. Gunn- laugur segir sölu á frosnum fiskréttum stöðuga en vöxtur sé í sölu á kældum og ferskum afurðum. Það eigi sérstaklega við Bretland. Kaupin á þýska fyrir- tækinu séu því í samræmi við stefnu Icelandic Group. F R É T T I R V I K U N N A R 4 12-13 7 Hafliði Helgason skrifar Hluthafafundur FL Group sam- þykkti í gær tillögur sem fyrir fundinum lágu um aukningu hlutafjár. Hannes Smárason, forstjóri félagsins kynnti skipulagsbreyt- ingar félagsins í öflugt fjárfest- ingarfélag. Tillaga lá fyrir fundinum um að auka hlutafé FL Group um 44 milljarða að markaðsvirði. Auk þess lá fyrir tillaga um heimildir stjórnar til útgáfu hlutafjár með- al annars vegna kaupa á Sterl- ing. Vilhjálmur Bjarnason, hlut- hafi í FL Group, greiddi einn at- kvæði gegn tillögunni sem var samþykkt af öðrum hluthöfum sem mættir voru á fundinn. Vilhjálmur lagði fram nokkrar spurningar á fundinum meðal annars þá sem hann hafði boðað í kjölfar sögusagna um flutning þriggja milljarða frá félaginu til Luxemborgar sem ekki tengdust rekstri FL Group. Vildi Vilhjálm- ur að endurskoðendur vottuðu að slíkt hefði ekki átt sér stað. Skarphéðinn Berg Steinars- son, stjórnarformaður FL Group vísaði til þess að endurskoðendur hefðu farið yfir uppgjör fyrri hluta árs félagsins og myndu endurskoða komandi uppgjör. Þeir myndu horfa til þess sem og annarra þátta sem lúta að reikn- ingum félagsins. Vilhjálmur vildi einnig vita hvort þorri viðskipta með bréf easyJet væru á vegum FL Group og þau ein og sér á bak við hækkun félagsins. Skarphéð- inn sagði félagið ekki hafa haft óeðlileg áhrif á gengi í Kauphöll- inni í London. Útrásarvísitalan hækkar: BTC og Saunalahti hækka mest allra Búlgarska símfyrirtækið BTC hækkar mest allra félaga í útrás- arvísitölunni, um 7,8 prósent á milli vikna, og finnska símfyrir- tækið Saunalahti hækkar næst- mest, um 6,1 prósent. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet og breska iðnaðarfyrirtækið NWF koma svo næst með um 5,3 pró- sent hækkun hvort félag. Útrás- arvísitalan hækkar um 3,18 pró- sent á milli vikna og er hún nú 108,9 stig. Mest lækkar sænska fyrir- tækið Cherryföretag, um 4,9 pró- sent, og næstmest breska tísku- vörukeðjan French Connection, um 3,4 prósent. - hb Ætla að vera leið- andi í sölu á fiski Icelandic Group kaupir þýskt fyrirtæki sem framleiðir fryst- ar sjávarafurðir á 5,5 milljarða króna. Veltan í Evrópu eykst um 28 prósent og möguleikar á hagræðingu í framleiðslu. Samþykkja hlutafjáraukningu Hluthafar FL Group samþykktu hlutafjáraukningu á fundi í gær. Einn hlut- hafi var á móti og lagði fram nokkrar spurningar sem tengdust rekstrinum. 01_24_Markadur-lesið 1.11.2005 16:08 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.