Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN8
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Á síðastliðnum árum hafa stöðugt fleiri merki
komið fram um slæmt ástand umhverfismála.
Bætt og breytt hugarfar gagnvart umhverfisvæn-
um tækniframförum er nú að koma fram. Það
eykur möguleika á að minnka spjöllin sem unnin
eru á umhverfi okkar án þess að það komi niður á
efnahaginum.
Að því er kemur fram í umhverfisriti Financial
Times er nú meira lagt í umhverfismál en nokkru
sinni fyrr af hendi ríkisstjórna, einstaklinga, um-
hverfisstofnana og ekki síst fyrirtækja. Framfarir
á þessu sviði eru að miklu leyti háðar vilja ríkis-
stjórna svo að hægt sé að skapa markað fyrir þær
nýjungar sem komið er fram með. Hækkandi verð
á orkugjöfum eins og olíu hefur einnig ýtt undir
áhuga fyrirtækja og einstaklinga á því að kanna
möguleika á nýtingu annarra orkugjafa, til dæmis
sólarorku.
Að því er fram kemur í greininni líta áhættu-
fjárfestar nú í auknum mæli til umhverfistækni.
Ástæður þess eru meðal annars samþykkt Kyoto-
sáttmálans, aukinn áhugi leiðtoga heims á málefn-
inu og þess að markaðurinn er að þroskast. Ýmis
stórfyrirtæki eru farin að láta til sín taka í um-
hverfismálum. Þeirra á meðal er General Electric,
sem hefur skuldbundið sig til að eyða 1,5 milljörð-
um dollara árlega í þróun á umhverfisvænni tækni
til notkunar í vörum sínum.
Það sem þá mun ráða úrslitum fyrir umhverfis-
tækni er að ríkisstjórnum heims sé alvara með því
að knýja fram umhverfislegar skyldur á hendur
fyrirtækjum og einstaklingum. Þar að auki að
fyrirtæki framfylgi þeim skyldum í góðu sem
slæmu árferði og að tæknin sjálf standi undir þess-
ari auknu eftirspurn.
Umhverfisvæn tækni í brennidepli
Áhættufjárfestar líta í auknum mæli til umhverfisvænna tækniframfara.
Hinn 7. nóvember næstkomandi
kemur á markað nýr og háþró-
aðri gagnagrunnur frá Microsoft
undir nafninu SQL. Á sama tíma
koma á markað tvær aðrar vörur
frá Microsoft, Microsoft Visual
Studio 2005 og Microsoft BizTalk
server 2006. Steve Ballmer, for-
stjóri Microsoft Corporation,
sem þekktur er fyrir skemmti-
lega sviðsframkomu, mun svipta
hulunni af SQL-miðlaranum í
beinni útsendingu.
Hér á landi munu tæknimenn
og forritarar koma saman á ráð-
stefnu í Smárabíói í Kópavogi
þar sem meðal annars verður
fylgst með frumsýningunni. Ráð-
stefnan er fyrst og fremst sniðin
að þörfum forritara og tækni-
manna sem starfa á vegum sölu-
og þjónustuaðila vara frá
Mirosoft og þeirra sem hafa um-
sjón með tölvukerfum í atvinnu-
lífinu. - hhs
!" # $%&'
(
)
* " + ,,
#
)
$%&'
*
) )"
#
$%&' (-.,
/ +
0
!
1++ # +*
!
#
# (
# ,
$%&'
*(
#,
#*
+ ,,
#
(
#
2
( "
+
3+
,,
4
3+
3
5)6%
7)%
5)6% "
7)%
* ( 7
,(
#
" (8
* ( (
.
+ *
9
#
*
( $%&'
"
,,
( : " (
$%&'
2 $%&' ;(( +
#
2,
*+
$%&' ;( < = < > #8 , "
*?
# < , + ,,
$%&'
@A@.' @A@$%&'B5@A@$%-'B5@A@-'@A@)C' @A@)D' @A@)E'
!
!
" ##
$#
%
Frumsýndur í beinni
Microsoft sviptir hulunni af SQL-miðlaranum
á mánudag.
STEVE BALLMER, FORSTJÓRI MICRO-
SOFT CORPORATION Nýjungar frá Micro-
soft verða kynntar í beinni útsendingu.
Vodafone Group, stærsta farsíma-
fyrirtæki heims, hefur tryggt sér
tíu prósenta hlut í indverska far-
símafyrirtækinu Bharti Tele-
Venture. Áætlað verð fyrir
hlutinn er 1,5 milljarðar
bandaríkjadala, sem nemur
um 93 milljörðum íslenskra
króna. Á Indlandi eru 66
milljónir farsíma-
notenda og
fjölgar þeim
um 2,5 millj-
ónir í hverjum mánuði. Minna en
tíundi hluti Indverja notar far-
síma en vegna mikils efna-
hagsvaxtar og lágra tolla
eykst eftirspurnin nú
hratt. Viðskiptin eru
hluti af viðleitni Voda-
fone til að tryggja sig á
vaxandi mörkuðum á borð
við Indland og
Kína.
Tryggir sig á Indlandi
BREYTT HUGARFAR GAGNVART UMHVERFISVÆNNI TÆKNI Vindmyllur eru algengasta gerð umhverfisvænna orkugjafa.
08-09 Markadur lesið 1.11.2005 15:14 Page 2