Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 38

Fréttablaðið - 02.11.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Eins og kom fram fyrir helgi högnuðust viðskiptabankarnir þrír um 66 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um helmingsaukning á milli ára. Upp- gjör allra bankanna voru framar afkomu- spám markaðsaðila, sem höfðu gert ráð fyrir um 63,5 milljarða hagnaði á sama tímabili. Hreinar vaxtatekjur hafa aldrei verið meiri og jukust mjög á síðasta ársfjórð- ungi. Margt bendir þó til að með aukinni útrás viðskiptabankanna muni aðrar rekstrartekjur, einkum þjónustutekjur, vaxa hratt á næstu misserum. Fátt bendir til annars en að veislan haldi áfram og næsta ár verði álíka gott. BÖRNIN VAXA HRATT Ævintýralegur vöxtur lýsir sennilega best starfsemi bankanna á þessu ári. En vöxt- urinn hefur verið mikill á undangengnum árum. Heildareignir bankanna hafa til að mynda vaxið úr eitt þúsund milljörðum árið 2001 í 4.800 milljarða. Frá síðustu ára- mótum hafa eignirnir aukist um 1.100 milljarða króna. Verðmæti bankanna hefur einnig vaxið gríðarlega á nokkrum árum eða sjöfaldast. Markaðsvirði Íslandsbanka, Landsbanka, Kaupþings og Búnaðarbankans var 117 milljarðar í árslok 2001 en er nú komið vel yfir 850 milljarða króna. Bankarnir eru þó enn litlir í alþjóðlegum samanburði. KB banki sem er stærstur að markaðsvirði er áttunda stærsta fjármálastofnun á Norðurlöndum. KB banki hagnaðist um 34,5 milljarða á fyrstu þremur fjórðungunum sem er yfir 160 prósenta aukning á milli ára. Þar af er hagnaður þriðja ársfjórðungs – 9,7 millj- arðar króna – tæplega 48 prósentum meiri miðað við sama tímabil í fyrra. Arðsemi eigin fjár nam 32 prósentum á umræddu tímabili. Heildareignir KB banka eru komnar í 2.300 milljarða króna og hafa vaxið um 750 milljarða frá síðustu áramótum. GÓÐ ARÐSEMI Landsbankinn græddi 16,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 38 pró- senta auking á milli ára. Uppgjör hans var það sem var mest umfram væntingar markaðsaðila. Hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi var 5,1 milljarðar samanbor- ið við tæpa 5,8 milljarða í fyrra. Ef tillit er tekið til virðisrýrnurnar viðskiptavildar að upphæð 3,3 milljarðar, sem fellur til vegna samruna eigna Burðaráss inn í Landsbankann, er hagnaður fyrir skatta og afskriftir um 45 prósentum meiri. Eignir Landsbankans vaxa ekki síður mikið. Þær eru nú komnar í 1.142 millj- arða og hækka um 405 milljarða frá ára- mótum eða um 55 prósent. Arðsemi eigin fjár var rétt um 48 prósent hjá Landsbank- anum. Afkoma Íslandsbanka er 4,5 milljörðum betri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en því síðasta og um tíu prósentum betri en meðaltalsspá fyrir þriðja árshluta gerði ráð fyrir. Bankinn skilaði alls 15,4 millj- örðum króna í hagnað fyrir árið í heild sem er fjörutíu prósenta aukning. Á þriðja ársfjórðungi skilaði bankinn 4,8 milljarða hagnaði sem er yfir þrjátíu prósenta aukn- ing á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 34 prósent. Heildareignir Íslandsbanka aukast hlutfallslega mest en þær hafa aukist um 95 prósent frá áramótum eða um 641 millj- arð og eru nú 1.319 millarðar. VAXTATEKJUR TVÖFALDAST Á þriðja ársfjórðungi námu hreinar vaxta- tekjur bankanna 22,5 milljörðum króna og aukast um fimm milljarða frá öðrum árs- fjórðungi eða um þrjátíu prósent! Mesta aukningin var hjá KB banka sem jók vaxtatekjur sínar á milli fjórðunga um nærri helming vegna innkomu Singer&Friedlander. Í tilviki allra bank- anna jukust hreinar vaxtatekjur almennt vegna meiri verðbólgu á fjórðungnum en verðtryggðar eignir þeirra eru umfram skuldir. Þegar þriðji árshluti er borin saman við sama tímabil í fyrra sést að hreinar vaxta- tekjur bankanna nærri tvöfaldast. Þær voru nærri 11,9 milljarðar á síðasta ári. Ís- landsbanki jók tekjur sínar um 128 pró- sent á milli ára en aukningin varð nokkru minni hjá hinum bönkunum. Hreinar þóknanatekjur bankanna á fjórðungnum námu 13,2 milljörðum króna. Um helmingurinn féll til hjá KB banka sem tók inn 6,9 milljarða. Til samanburðar námu þóknanatekjur bankans fyrir allt síðasta ár 2,9 milljörðum króna. Fyrir- tækjaráðgjöfin lauk við þrjú stór verkefni á fjórðungnum, kaup Skipta á Landssím- anum, yfirtöku Össurar á Royce Medical og kaup Baugs á tískuverslunarkeðjunni Jane Norman. Gengishagnaður hefur ekki haft minni þýðingu í afkomu KB banka frá því á öðrum ársfjórðungi árið 2004. Þjónustutekjur Landsbankans aukast mikið á milli ára þótt þær hafi ekki vaxið frá öðrum árshluta. Meginvöxtur bankans liggur á erlendum vettvangi en tekjur af starfsemi Teather&Greenwood koma af fullum þunga inn í níu mánaða uppgjörið en svo bætist evrópska verðbréfafyrir- tækið Kepler inn í reikninga bankans á nú- verandi árshluta. Fjárfestingartekjur Landsbankans voru hæstar hjá bönkunum en gengishagnaður var yfir sex milljarðar króna. Samruni eigna frá Burðarási hafði sitt að segja. Afkoma Íslandsbanka markast af miklu vægi vaxtatekna sem hlutfall af rekstrar- tekjum og hafa þóknanatekjur og gengis- hagnaður því minna að segja. Ýmislegt bendir þó til þess að hlutur tekna vegna fyrirtækjaráðgjafar og af verðbréfum geti aukist í tekjuköku Íslandsbanka. 83 MILLJARÐAR? Í ljósi þróunarinnar stefnir allt í að heild- arhagnaður bankanna á árinu 2005 verði yfir 83 milljarðar en þá er stuðst við af- komuspár bankanna fyrir árið í heild. Erfitt er að spá fyrir um afkomu félaga á fjórða ársfjórðungi, enda ennþá tveir mánuðir eftir af honum og því er ljóst að margt getur breyst. Það er mikil aukning frá árinu 2004 þegar hagnaðurinn var 40 milljarðar. KB banki mun skila mestum hagnaði, eða um helmingi af heildartölunni, og stefnir í að afkoma ársins verði um 43 milljarðar. Afkoma Landsbankans á árinu stefnir í að verða á bilinu 21-22 milljarðar króna. Niðurstöðurtala Íslandsbanka gæti endað í nítján milljörðum. Í allri þessari umfjöllun er ekki tekið tillit til Straums-Burðaráss Fjárfestingar- banka sem skilar uppgjöri í dag. Honum er spáð rúmlega 4,3 milljarða hagnaði á þriðja árshluta. Slá spámönnunum við Hagnaður viðskiptabankanna var umfram væntingar. Allt stefnir í að hagnaður ársins verði um 83 milljarðar. Mikill vöxtur er á flestum tekjusviðum og fátt mun stöðva þá þróun vegna mikilla verkefna á erlendum vígstöðvum. Eggert Þór Aðalsteinsson gluggaði í uppgjör stóru bankanna. FYLGJAST SPENNT MEÐ BÖNKUNUM Miklar væntingar eru gerðar til bankanna og hafa þeir í nær öllum tilvikum staðist prófraunina. Frá áramótum hafa bankarnir hagnast um 66 milljarða sem er umfram væntingar hjá öllum. Þessi mynd er frá kynningarfundi Landsbankans sem fram fór í Iðnó í kjölfar birtingar níu mánaða upp- gjörs. Fr ét ta bl að ið /E .Ó L V I Ð S K I P T A B A N K A R N I R Þ R Í R H E L S T U N I Ð U R S T Ö Ð U T Ö L U R O G S T Æ R Ð I R V I Ð L O K Þ R I Ð J A Á R S H L U T A ( A L L A R T Ö L U R Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A ) KB banki Landsbankinn Íslandsbanki Hreinar vaxtatekjur 9.487 6.332 6.713 Þjónustutekjur 6.862 4.383 2.007 Gengishagnaður 4.772 6.074 785 Hreinar rekstrartekjur 22.909 16.949 9.574 Rekstrarkostnaður -9.512 -4.982 -3.359 Hagnaður eftir skatta 9.708 5.105 4.400 Arðsemi eigin fjár 32% 48% 34% Heildareignir 2.310.000 1.142.000 1.319.000 Eigið fé 173.500 98.749 76.047 Markaðsvirði 394.000 245.000 201.000 VH-hlutfall* 10,3 11,2 11,7 VI-hlutfall** 2,3 2,4 2,5 * Markaðsvirði/Tólf mánaða hagnaður ** Markaðsvirði/Eigið fé 10_11_Markadur lesið 1.11.2005 15:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.