Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 44
Fjölskyldufyrirtækið Á. Guðmundsson í Kópavog- inum hefur framleitt skrif- stofuhúsgögn í þrjá ára- tugi og haldið merkjum ís- lenskrar hönnunar á lofti. Fyrirtækið, sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári, er stærsti framleiðandi ís- lenskra skrifstofuhúsgagna hérlendis. „Það hefur verið metnaður hjá okkur að framleiða sjálfir og vinna með íslenskum hönnuðum. Það er okkar stolt,“ segir Guðmundur Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson ehf. Í tvo áratugi hefur fyrirtækið einbeitt sér ein- göngu að skrifstofuhúsgögnum. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að láta ís- lenska húsgagnaarki- tekta hanna fyrir okkur og er sennilega enginn annar að vinna með jafnmörg- um þeirra og við,“ segir Guðmundur. Meðal hönnuða hjá Á. Guðmunds- syni eru þau Guðrún Margrét og Oddgeir Þórðarson sem hanna undir merkinu Flex, og hanna þau allt fyrir skrifstofuna, allt frá stólum upp í fundar- boð og skilrúm. Þau hafa einnig hannað rafdrifið borð sem nýtur vinsælda. „Skrif- borðin eru að verða töluvert vinsæl og hafa þau selst í stóru upplagi til stórra fyrir- tækja, sem eru mörg hver stolt af því að nota íslenska hönnun,“ segir Guðmundur. Auk Flex-línunnar er Á. Guð- mundsson með húsgögn hönnuð af Pétri Lúthers- syni, en skrifstofustólarnir hans eru afar vinsælir. Aðspurður hvort það sé erfitt að framleiða húsgögn hérlendis segir hann að vissulega sé samkeppnin hörð. „Auðvitað er það miklu auð- veldara að selja tilbúin innflutt húsgögn, en það hefur verið okkar metnaður að framleiða sjálfir. Um þessar mundir vinnur gengið gegn okkur og samkeppnin er hörð,“ segir Guðmundur, sem segir þó mikið vera að gera og spennandi tíma framundan. 4 ■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VINNUAÐSTAÐA OKKAR OG SKIPULAGNING HENNAR SEGIR TALSVERT UM OKKUR OG ÞVÍ ER GOTT AÐ LEGGJA SMÁ HUGSUN Í ÞAÐ HVERNIG HÚN ER SKIPULÖGÐ. Mikill metnaður lagður í íslenska framleiðslu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Eftirfarandi eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga og hjálpa þér að útbúa vinnusvæði sem þér líður vel í og gefur öðrum þá mynd að þú sért mikilvægur og afkastamikill starfsmaður. 1Yfirsýn. Ef þú sérð ekki inn-ganginn á skrifstofunni þinni skaltu færa þig eða setja spegil við borðið þitt þannig að þú sjáir hann. 2Skipulag. Hafðu borðið þitthreint og snyrtilegt. Hafðu nýjustu verkefni þín skipulögð í bakka á borðinu þínu en annað sem þú notar sjaldnar ofan í skúffu. Gögn og hlutir sem þú ert alls ekki að nota skaltu koma fyrir í möppum eða í geymslupláss. 3Plöntur. Plöntur lífga upp áskrifstofuna og þær veita orku og líf, auk þess sem þær taka til sín mengun úr andrúmsloftinu. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að plöntur draga úr streitu og auka framleiðslu og einbeitingu. 4Lýsing. Góð lýsing dregur úrálagi á augun, eykur orku og lyftir upp skapinu. Ef þú ert að vinna undir flúorljósi skaltu at- huga hvort þú getir ekki skipt því út fyrir þægilegri lýsingu. Einnig er gott að notast við borðlampa því það dregur úr þreytu í aug- um. 5Náttúran inn. Sumar skrif-stofur eru gluggalausar þannig að tilvalið er að ramma inn fallegar landslagsmyndir eða myndir af trjám og sólskini, sem kemur í stað þess að hafa glugga. 6Ekkert kitsch. Skildu mjúk-dýrin og föndrið eftir heima. Hafðu í huga að þú ert í vinn- unni, og flottur heftari eða stór vasi eða innrömmuð mynd hent- ar mun betur. Jafnvel þó að þetta sé þitt vinnusvæði þá er það hluti af vinnustað þar sem fagmennska á að ráða ríkjum. 7Ekki móðga. Passaðu að þærveggmyndir, skilti eða skjá- hvíla sem þú ert með móðgi eng- an eða stríði gegn siðareglum vinnustaðarins. Ekki setja upp smekklaus dagatöl sem gefa í skyn kynþáttafordóma eða kven- fyrirlitningu. 8Myndir Settu myndir af fjöl-skyldunni, vinum þínum eða gæludýri í ramma. Forðastu að hafa myndirnar of persónulegar eða myndir af þér að drekka með félögunum. Myndirnar eiga að vera smekklegar og líflegar, bæði þér og öðrum til ánægju. Láttu skrifstofuna þína líta vel út Mark skrifborðsstólinn er eftir Pétur Lúthersson. Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundssonar, stendur við rafdrifið skrifborð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flottur stóll á skrifstofuna Ný efni, sérstaklega þau sem hægt var að framleiða mikið úr, heilluðu hjónin Charles og Ray Eames, sem varð til þess að þau hönnuðu nútímaleg og framúr- stefnuleg húsgögn, eins og plaststólinn fræga Eames molded plastic chair. Stóllinn var hannaður árið 1948 og var fyrsti plaststóllinn sem var fjölda- framleiddur. Nýjustu útgáfurnar af stólnum líta því nákvæmlega eins út og fyrstu stólarnir. Þeir eru ekki bólstraðir, þar sem hjónin töldu að efnið ætti að fá að tjá sig heiðarlega og án tilgerðar. Þetta voru fyrstu plaststólarnir sem voru ekki bólstraðir. Nokkr- ar breytingar hafa þó verið unnar á stólunum, þar sem til dæmis plastið er umhverfisvænna. Stólarnir fást í Pennanum. Eames molded plastic chair eftir hjónin Charles og Ray Eames. 04-05 skrifstofan lesið 1.11.2005 14:55 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.