Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 68

Fréttablaðið - 02.11.2005, Side 68
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. ANDLÁT Gunnlaugur Sigurgeirsson, prentari og sjómaður, andaðist á heimili sínu, Skeggjagötu 17, Reykjavík, sunnudaginn 16. októ- ber. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Arngrímur Gíslason, Mararbraut 9, Húsavík, andaðist á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga miðvikudaginn 19. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Björn Eiríksson, Bólstaðarhlíð 45, áður til heimilis í Mávahlíð 36, Reykjavík, andaðist á Landspítal- anum við Hringbraut miðvikudag- inn 26. október. Hermann Búason andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 27. október. Jónína Sjöfn Jóhannsdóttir, Blikabraut 6, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 27. október. Guðbjörg Jónsdóttir, áður til heimilis á Nýlendugötu 15a, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 28. október. Þórður Óskarsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Akranesi, Urðar- ási 8, Garðabæ, lést á Landspítal- anum í Fossvogi föstudaginn 28. október. Ásdís Björnsdóttir, Ögmundar- stöðum, Skagafirði, lést laugardag- inn 29. október. Friðbjörg Midjord, Fellsási, Breiðdal, andaðist á Landspítal- anum í Fossvogi laugardaginn 29. október. Óskar Kristjánsson, útgerðar- maður frá Súgandafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 29. nóvember. Þóra Birna Brynjólfsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudag- inn 30. október. JARÐARFARIR 13.00 Gylfi Jónsson vélvirki, Fannafold 116, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.00 Þuríður Jónsdóttir frá Grafardal, til heimilis á Kárs- nesbraut 135, Kópavogi, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík. 14.00 Árni Hinrik Jónsson, áður Suðurgötu 44, Keflavík, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju. AFMÆLI Kjartan Ólafs- son alþingismað- ur er 52 ára. Alfre Woodard leikkona er 52 ára. Bryndís Loftsdóttir verslunarstjóri er 35 ára. Eva Sólan, þula og ljóðskáld, er 33 ára. GEORGE BERNARD SHAW (1856- 1950) LÉST ÞENNAN DAG. „Stjórnvöld sem ræna Pétur til að borga Páli geta ávallt reitt sig á stuðning Páls.“ GEORGE BERNARD SHAW VAR BRESKT LEIKRITASKÁLD SEM HLAUT BÓKMENNTAVERÐLAUN NÓBELS ÁRIÐ 1925. Á þessum degi árið 1947 flaug hinn sérlundaði bandaríski auðkýfingur Howard Hughes risaflugvél- inni Spruce Goose í fyrsta og eina skiptið. Flugvélin, sem var að mestu smíðuð úr timbri, er rúmlega 180 tonn að þyngd og vænghafið er tæpir 98 metr- ar, sem er mesta vænghaf flugvélar fyrr og síðar. Flugið stóð yfir í rétt um það bil mínútu og á þeim tíma flaug ferlíkið rúmlega eins og hálfs kílómetra vegalengd. Í síðari heimsstyrjöldinni fengu bandarísk stjórn- völd Hughes til að smíða fyrir sig þrjá „flugbáta“ sem áttu að geta flutt mikinn mannafla og vopn. Smíði flugbátsins lauk þó ekki fyrr en að stríðinu loknu og var því flugvélin, sem hlaut viðurnefnið Spruce Goose eða Grenigæsin, aldrei notuð eða framleidd í fleiri eintökum. Hughes, sem varð sérlundaðri eftir því sem árin liðu, hafði hins vegar flugbátinn ávallt reiðu- búinn í fluggeymslu sem kostaði hann offjár. Spruce Goose er nú til sýnis í flugminjasafni í Oregon þar sem hún var gerð upp fyrir nokkrum árum. ÞETTA GERÐIST > 2. NÓVEMBER 1947 Grenigæsin hefst á loft SPRUCE GOOSE MERKISATBURÐIR 1906 Fyrsta kvikmyndahúsið, Reykjavíkur Biograftheat- er, tekur til starfa í Fjala- kettinum við Aðalstræti. 1913 Morgunblaðið kemur út í fyrsta sinn. 1930 Haile Selassie er krýndur keisari Eþíópíu. 1938 Togarinn Ólafur frá Reykjavík ferst í norðan- veðri á Halamiðum með allri áhöfn. 1946 Íslendingar taka við stjórn flugumferðar á Norður-Atlantshafi. 1948 Harry Truman er endur- kjörinn forseti Bandaríkj- anna. 1963 Forseti Suður-Víetnam, Ngo Dinh Diem, er myrtur. 2000 Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri er opnuð. Þegar Félag framsókn- arkvenna í Reykjavík var stofnað fyrir sextíu árum var andrúmsloftið nokk- uð annað en það er í dag. „Konur áttu helst að vera hljóðlátar, prúðar og stilltar líkt og í kvæði Davíðs Stef- ánssonar þar sem það var aðalsmerki kvenna,“ segir Áslaug Brynjólfsdóttir for- maður framsóknarkvenna í Reykjavík sem hefur starf- að með flokknum í tæp þrjá- tíu ár. Í þessu ljósi fannst Áslaugu merkilegt að slag- orð kvennafrídagsins nýlega var „Konur höfum hátt“ og sýni það vel þær breyting- ar sem orðið hafi á þessum áratugum. „Markmið félagsins frá upphafi var að vinna að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum,“ segir Áslaug sem er tíundi formaðurinn á sextíu árum. „Síðan höfum við reynt að stuðla að því að koma hæfum konum í öruggt sæti,“ segir Áslaug en fyrsta konan til að kom- ast á þing fyrir Framsókn- arflokkinn var Rannveig Thorsteinsdóttir árið 1948. „Svo leið ansi langur tími þangað til Valgerður [Sverr- isdóttir] komst á þing árið 1987,“ upplýsir Áslaug en í millitíðinni hafði félagið haft frumkvæði að því að stofna Landsamband Fram- sóknarkvenna árið 1981 en Áslaug sjálf kom að stofn- un þess ásamt þeim Sigríði Magnúsdóttur og Valborgu Bentsdóttur. „Síðan höfum við staðið okkur betur en nokkur annar flokkur því við vorum um tíma með þrjá kvenráðherra og þrjá karl- ráðherra,“ segir Áslaug, en upphaflega hugsunin með Félagi framsóknarkvenna var að veita þeim liðsinni sem minna máttu sín í þjóð- félaginu og leggja áherslu á ýmis nauðsynjamál sem voru talsvert önnur fyrir sextíu árum. Sérstaklega var þeim umhugað um hag kvenna og fjölskyldunnar. „Stemningin er öll að lifna við,“ segir Áslaug um Félag framsóknarkvenna í Reykjavík en hún viður- kennir að starfsemin hafi verið í töluverðri lægð síðan borginni var skipt í tvö kjördæmi. „Félagið hefur verið misöflugt en við erum að reyna að lífga upp á það aftur,“ segir Áslaug sem telur jafn nauðsynlegt að hafa kvenfélag nú og fyrir sextíu árum. „Þar eru öðru- vísi samræður og konur eru kannski djarfari. Ég finn að þegar ekki er kvenfélag þá er stór hópur af miðaldra konum sem ekki lætur eins mikið til sín taka,“ segir Áslaug sem telur að mesti sigur félagsins frá stofnun hafi verið að koma þrem- ur kvenráðherrum í ríkis- stjórn. ■ FÉLAG FRAMSÓKNARKVENNA Í REYKJAVÍK ER 60 ÁRA Ekki lengur stilltar og prúðar KONUR Í SÓKN „Síðan höfum við staðið okkur betur en nokkur annar flokkur því við vorum um tíma með þrjá kvenráðherra,“ segir Áslaug Brynj- ólfsdóttir. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnbjörns Jónssonar Hraunvangi 7, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, elskulegs starfsfólks B2 Hrafnistu, starfsfólki B2 Landspítala Fossvogi, MND-teymi, MND-félaginu og Sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur fyrir þann stuðning sem þau sýndu honum í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir Ingimar Kristjánsson Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson Anna Björk Brandsdóttir Jón Valdimar Gunnbjörnsson Ragna Jóna Helgadóttir Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Rósinkar Snævar Ólafsson Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir Heimir Lárus Hjartarson Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson Elínborg Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Birna Brynjólfsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Magnús Gústafsson Edda Birna Gústafsson Birna Magnúsdóttir Björn Magnússon Dagbjört Ósk Steindórsdóttir Einar Magnússon Áslaug Jónsdóttir Jórunn María Magnúsdóttir Haukur Bragason Baldur Dan Alfreðsson Þórir Dan Viðarsson Jóhanna Stella Baldvinsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína Sjöfn Jóhannsdóttir Blikabraut 6, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. október. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 10.30. Hreggviður Bergmann Magnús Bergmann Vignir Bergmann Sara Líf Sefánsdóttir Fríða Bergmann Samúel Már Smárason og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðbjörg Jónsdóttir áður til heimilis á Nýlendugötu 15a, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 28. okt. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 3. okt. kl. 13.00. Jón H. Þórarinsson Marilou Suson Guðlaug Kristófersdóttir Jónína S. Kristófersdóttir Kjartan L. Pálsson Ingólfur Kristófersson Hildur Guðmundsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Estherar Á. Laxdal frá Tungu, Svalbarðsströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-gangi á dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri. Synir hinnar látnu og fjölskyldur. www.steinsmidjan.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.