Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 2005næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 02.11.2005, Síða 75
 2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR 31 Valkyrjur Þráins Bertelssonar sverja sig í sömu ætt og Dauðans óvissi tími sem kom út í fyrra, það er að segja hér er á ferð bók með tvíþættan tilgang. Öðrum þræði er hún hefðbundin glæpasaga og hins vegar samfélagsrýni og ádeila með sterkum tilvísunum í atburði líðandi stundar. Söguþráðurinn er á þá leið að þegar Freyja Hilmarsdóttir, rót- tækur femínisti og rithöfundur, finnst myrt hverfur handrit að bók sem hún var að skrifa. Í því eru upplýsingar sem gætu komið sér illa fyrir valdamikla menn. Víkingur Gunnarsson og félagar hans hjá rannsóknarlögreglunni sjá um rannsókn málsins en Elín Óskarsdóttir ríkislögreglustjóri kemur einnig að rannsókninni því í handritinu eru upplýsingar- um rannsókn á fjárhagsóreiðum fyrirtækisisns Minus Group. Inn í þetta blandast yfirvofandi stofn- un nýrrar öryggisdeildar lögregl- unnar með tilheyrandi togstreitu og baktjaldamakki sem teygir anga sína inn á kontóra æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem nota undirmenn sína og embættismenn eins og peð í valdataflinu. Þá bæt- ist við þriðja sagan þar sem fylgst er með yfirheyrslum lögreglunn- ar á morðingja sem neitar að gefa upp hvar líkið af eiginkonu hans er niðurkomið. Valkyrjur fjallar öðru fremur um breytta tíma, með sínum kost- um og löstum, sem Þráinn kýs að persónugera í konum og jafn- réttisbaráttu síðari ára. Kvenper- sónur bókarinnar eru sterkar og greindar enda þurfa þær á öllu sínu að halda í samskiptum og samkeppni við þá sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu. Karlarnir eru í flestum tilfellum búrar af gamla skólanum sem í tölvuvædd- um samtíma nýrra gilda streitast á móti eigin hnignun, meðal ann- ars með rótgróinni kvenfyrirlitn- ingu. Það má matreiða mikið úr því hráefni sem Þráinn hefur valið sér og fléttan byrjar vel. En upp- skriftin er að sama skapi vanda- söm og lítið má út af bregða til að útkoman verði annað hvort bragð- dauf eða of sterk. Frásagnargáfa Þráins er ótvíræð; í fyrsta lagi er hann frábær stílisti sem skrifar hnyttinn og áreynslulausan texta, lausan við óþarfa skrúðmælgi eða tilgerð. Þegar Þráni tekst best til standa honum fáir á sporði í háðs- ádeilunni en kaldhæðnina vegur hann aftur á móti upp með mik- illi samkennd fyrir breyskleikum persóna sinna. Þráinn virðist hins vegar ekki hafa gert upp við sig hvort hann vilji skrifa reyfara eða samfé- lagsádeilu og fellir annað form- ið ekki nægilega vel inn í hitt. Fyrir vikið verður fléttan, sér- staklega í morðrannsókninni, los- araleg þegar á líður. Oft líður of langt á milli kafla þar sem þeirri atburðarás er sinnt og maður gleymir jafnvel stundum að glæp- ur hafi yfirleitt verið framinn í byrjun bókarinnar. Þetta hefði hugsanlega blessast ef köflun- um með yfirheyrslunum vegna líkleitarinnar hefði verið sleppt. Þeim er ofaukið og gera það að verkum að of litlu púðri er eytt í morðrannsóknina sem fær fyrir vikið snubbóttar og ósannfærandi málalyktir. Þráinn er í essinu sínu þegar kemur að baktjaldamakkinu þar sem æðstu ráðamenn og embætt- ismenn landsins koma við sögu. Helstu aukapersónur draga dám af og dár að þekktum mönnum í íslensku samfélagi og aðstæður eru teygðar til og togaðar. Þetta er hins vegar vandmeðfarið form og krefst hófsemdar og temprunar ef vel á að vera. Á köflum eru vísan- irnar í atburði líðandi stundar full fyrirferðarmiklar og jafnvel held- ur langt seilst. Til dæmis virðist forsætisráðherra, sem dregur lík- indi sín af ónefndum manni, skot- ið inn í söguna nánast í þeim eina tilgangi að láta hann míga í sig á Þingvöllum. Samfélagsádeilan er þó engu að síður áhugaverðasti og skemmti- legasti hluti bókarinnar. Nærvera Þráins er mikil og frásögnin oft í anda pistla hans, til dæmis þegar hann veltir upp aðkallandi spurn- ingum um jafnrétti eða aukið eft- irlit hins opinbera með þegnum sínum. Þær setur hann fram í rök- ræðum aðalpersónanna, en kemst sem betur fer sjaldnast að endan- legri niðurstöðu í predikunartóni. Þrátt fyrir ákveðna vankanta er bókin lestrarins virði þótt ekki væri nema fyrir fantagóð stíl- brögð Þráins. Það er hins vegar óskandi að hann marki sér skýr- ari stefnu og þétti frásögnina í næstu bók því Þráinn Bertelsson hefur mun meira að bjóða en hann gerir í Valkyrjum. Bergsteinn Sigurðsson Breyttir tímar BÆKUR UMFJÖLLUN VALKYRJUR Höf: ÞRÁINN BERTELSSON ÚTG: JPV Valkyrjur er virkilega vel skrifuð bók sem spyr aðkallandi spurninga en líður á köflum fyrir ómarkviss efnistök. VIÐ BYRJUM VIKU TVÖ MEÐ KRAFTI. FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR ERU: Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember „Ein heimildarmynd og þessar mörgæsir hada að þær séu aðal málið?!“ - jökull ii Dagskráin er fáanleg til útprentunar á www.icelandfi lmfestival.is. Þar geturðu líka gefi ð myndunum einkunn og unnið passa á næstu hátíðir. Saul Metzstein (Kanada, Ísland, UK/2005/101 mín.) Frumsýnd á laugardaginn Sigurvegari Gullpálmans á Cannes fyrir á árinu. Áhrifamikil og grípandi mynd eftir meistara raunsæisins, Dardenne bræður. Mörgæsamyndin sem er að slá í gegn um allan heim. Magnað þrekvirki sem á eftir að heilla alla upp úr skónum. Sigurvegari fjögurra aðalverð- launa á Cannes í maí. Hugljúf og beitt, rómantísk, gamanmynd. Íslensk framleiðsla með Jason Biggs í aðalhlutverkinu, sem fer á kostum sem hermaður á Grænlandi sem kemst ekki burt. Jean-Pierre/Luc Dardenne (Belgía Frakkl./2005/95m.) Jean-Pierre/Luc Dardenne (Belgía Frakkl./2005/95m.) Miranda July (USA,UK/2005/91mín.) GUY XL’ ENFANT ME AND YOU AND EVERYONE WE KNOW LA MARCHE DE L’EMPEREUR Frumsýnd á morgun Ótrúleg heimildarmynd um lamaða menn í hjólastólum sem keppa í grimmilegri útgáfu af rugby. Sigurvegari á Sundance. Henry Alex Rubin og Dana Adam Shapiro (USA/2005/85 mín.) MURDERBALL Frumsýnd á morgun Íslensk heimildarmynd um einn merkasta listamann samtímans. Meðal annars nýtt viðtal við Matthew Barney tekið af Sjón. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Bjarni Massi (Ísland/2005/45 mín.) MATTHEW BARNEY: SITE SPECIFIC Frumsýnd á morgun Frumsýnd á föstudaginn Frumsýnd á föstudaginn Kl. 20:00 með Leikstjóranum Luc Jacqeut Kl. 20:00 með framleið- andanum Sam Taylor ☎ 552 3000 Föstudag 11/11 LAUS SÆTI Laugardag 12/11 LAUS SÆTI Föstudag 26/11 LAUS SÆTI VS Fréttablaðið “Frábær skemmtun!” 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Mál:
Árgangir:
23
Útgávur:
7021
Útgivið:
2001-2023
Tøk inntil:
31.03.2023
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað
Stuðul:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 296. tölublað (02.11.2005)
https://timarit.is/issue/270958

Link til denne side: 75
https://timarit.is/page/3866531

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

296. tölublað (02.11.2005)

Gongd: