Fréttablaðið - 02.11.2005, Qupperneq 76
2. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR32
... Jasmínu teblóm í morgunsárið
alveg einstaklega fallegt og seið-
magnað. Þú færð þessi undraverðu
blóm í Heilsudrekanum í Skeifunni
og líta þau út eins og lítil kúla sem
sett er út í heitt vatn. Eftir tíu mín-
útur vaknar blómið til lífsins og fyllir
teketelinn af ilmandi, heilnæmu tei.
Fullkomið á morgunverðarborðið.
...útsala Þorsteins Bergmann á horn-
inu á Mýrargötunni og Ægisgötunni
vera frábær uppgötvun. Hér finnurðu
alls kyns
gersemar,
gömul stell,
flotta sixtís
bolla, ösku-
bakka, hnífa-
pör, styttur og
ljós.
...laxahrogn með blinis alveg full-
kominn og einfaldur forréttur sem
bráðnar í munni. Skelltu sýrðum
rjóma, söxuðum rauðlauk og
capers með. Drekkist með
kældu kampavíni. Nammi-
namm.
...rússahúfur eru það eina
sem heldur hitanum í
kroppnum í vetur. Eitt svona
kanínuskinn á hausnum hleypir ekki
Fólkinu finnst...
Skoska hljómsveitin Franz Ferd-
inand, sem hélt magnaða tónleika
í Kaplakrika í haust, hefur tekið
upp sína útgáfu af lagi frönsku
hljómsveitarinnar Air, Sexy Boy.
Lagið er að finna á nýjustu
smáskífu Ferdinand, Walk Away,
sem er væntanleg í næsta mán-
uði. Walk Away er tekið af ann-
arri plötu sveitarinnar, You Could
Have it so Much Better. Þann 28.
nóvember gefur Ferdinand einnig
út DVD-disk með heimildarmynd
og tónleikaupptökum.
Ferdinand
tekur upp
Sexy Boy
FRANZ FERDINAND Skoska sveitin hefur
tekið upp sína útgáfu af laginu Sexy Boy.
Frelsi, nýtt íslenskt leikrit eftir Hrund Ólafsdóttur, var frumsýnt á Smíðaverk-
stæðinu á föstudaginn. Sýningin
fékk góðar viðtökur áhorfenda en
leikritið fjallar um hóp ungmenna
sem fær nóg af kerfinu, yfirvald-
inu og vill taka völdin í sínar hend-
ur. Margir af efnilegustu leikurum
landsins leika í sýningunni og þeir
kunnu svo sannarlega að skemmta
sér að lokinni sýningu.
„Ég var mjög ánægð,“ sagði
Hrund Ólafsdóttir, höfundur
verksins, þegar Fréttablaðið innti
hana eftir því hvernig til hefði tek-
ist. „Það var mikil gleði og þetta
er góður hópur,“ bætti hún við og
lét þess einnig getið að unga fólk-
ið hefði dregið það eldra með sér
út á gólfið í gott djamm. „Það var
mikið fjör enda verið að fagna vel
heppnaðri frumsýningu.“
MYNDIR: FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
Tóku frelsinu fagnandi
LEIKHÓPURINN Leikararnir sem standa að
sýningunni ásamt leikstjóranum Jóni Páli,
leikritaskáldinu Hrund og höfundi tónlistar,
Halli Ingólfssyni.
ÞUNGAVIGTARFÓLK Leikstjórinn Jón Páll ásamt leikurunum Ólafi Steini Ingunnarsyni, Arnbjörgu Hlíf, leikritaskáldinu Hrund og Sólveigu
Eggertsdóttur.
EINTÓM GLEÐI Þær Arnbjörg Hlíf, Hrund Ólafsdóttir og Sólveig Eggertsdóttir ljósahönnuður
réðu sér vart fyrir kæti.
UNGUR NEMUR... Tinna Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri og Ísgerður Gunnarsdóttir
leikkona hafa væntanlega skeggrætt fram-
tíð leikhússins hér á landi.