Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 4
4 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Alltaf hagstætt www.ob.is 15 stöðvar! FLUG „Við höfum flogið tvö til þrjú flug á ári fyrir stofnun í Banda- ríkjunum sem heitir ICE og sér um flutninga á ólöglegum innflytjend- um til heimalanda sinna. Meðal þessa fólks eru ekki hryðjuverka- menn enda myndum við aldrei taka það í mál, fyrst og fremst af örygg- isástæðum,“ segir Guðni Hreins- son, markaðsstjóri Loftleiða, dótt- urfyrirtækis FL Group. „Við höfum aldrei flogið fyrir leyniþjónustuna eða Homeland Security.“ Guðni segir stofnunina hafa kall- að til Loftleiðavélar þegar banda- rísk flugfélög hafa af einhverjum ástæðum ekki náð að sinna þess- um verkefnum. Talið er að flugvélar sem flutt hafa fanga á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafi haft viðdvöl í Danmörku og hugsanlega hér á landi. Dagblaðið Washington Post hefur fjallað um málið undan- farna daga. Loftleiðir hafa ásamt Air Atl- anta stundað svokallaða blautleigu á flugvélum sem oft á tíðum snýst um að leigja flugvélar og áhafnir til ýmissa sérverkefna svo sem flutn- ings á hermönnum og ólöglegum innflytjendum. Ekki náðist í forsvarsmenn Air Atlanta vegna málsins. - saj Loftleiðir hafa flutt ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum: Segjast ekki hafa flutt fanga LOFTLEIÐIR Loftleiðir sinna ýmsum sér- verkefnum en fljúga ekki með hryðjuverka- menn FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR BRESKT PUND BANDARÍKJADALUR EVRA GENGISVÍSITALA 85,23 123,58 74,31 117,65 105,88 100,60 71,86 59,62 nóv 2000 nóv 2005nóv 2001 nóv 2002 nóv 2003 nóv 2004 MIÐGENGI GJALDMIÐLA SÍÐUSTU FIMM ÁR Heimild: Seðlabanki Íslands EFNAHAGSMÁL Evran og sterlings- pundið hafa ekki verið skráð jafn- lágt gagnvart krónunni frá því að Seðlabanki Íslands tók upp verð- bólgumarkmið og lét gengi krón- unnar fljóta í marslok 2001. Þá hefur gengi bandaríkjadals nú farið niður fyrir sextíu krónur en lægst- urwewður 58,45 krónur í mars síð- astliðnum. Á miðvikudag var gengi evru og punds gagnvart íslenskri krónu í sögulegu lágmarki. Pundið var skráð 105,49 og evran 71,81 króna. Hvorugur gjaldmiðillinn hefur verið skráður lægra frá því að gengi krónunnar var látið fljóta en ef horft er áratug aftur í tímann var pundið skráð lægst í nóvember- lok 1995 þegar það fór niður fyrir hundrað krónur. Á sama tímabili var evran skráð lægst í maí 2000. Frá því að gengi krónunnar var látið fljóta hefur dollarinn hæst verið skráður 110, 39 krónur, í nóv- emberlok 2001. Þá var pundið einn- ig hæst, eða 156,33 krónur og sömu- leiðis evran, 97,44 krónur. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir að ómögulegt sé að segja til um hve- nær þessi þróun taki enda og krón- an fari að lækka að nýju. „Krónan er orðin verulega ofmetin. Það sýnir sig í verulegum viðskiptahalla, sem hefur slegið öll met, og erlenda skuldasöfnunin sem fylgir honum, mun fyrr eða síðar grafa undan gengi krónunnar. Gengið þarf að lækka svo dragi úr innflutningi og útflutningur örvist, sem er það sem þarf til að loka viðskiptahallanum,“ segir Gylfi. Hann segir að gengið hafi hald- ist stöðugt allan tíunda áratuginn og því hafi verið haldið stöðugu af Seðlabankanum sem var þá með gengismarkmið. Í mars 2001 var gengið farið að láta undan síga og í stað þess að reyna að halda genginu stöðugu skipti Seðlabankinn yfir í svokölluð verðbólgumarkmið. „Strax í kjölfarið snarlækkaði gengi krónunnar og lækkaði allt- öluvert á árstímabili. Það olli slæm- um afkomutölum hjá þeim fyrir- tækjum sem voru mjög skuldsett í erlendri mynt en á móti kom það sér vel fyrir útflutningsavinnuveg- ina,“ segir Gylfi. Upp frá því hafi krónan farið að styrkjast og hefur verið á stöðugri uppleið síðan. „Þá voru orðnar fyr- irsjáanlegar ýmsar fjárfestingar sem valda miklu innstreymi gjald- eyris og jafnframt jókst umsvif bankanna. Talsvert hærri vextir hærri hérlendis en annars staðar styrkir krónuna því háir vextir í krónum draga að erlent fjármagn,“ segir Gylfi. sda@frettabladid.is Styrkur krónunnar í sögulegu hámarki Gengi krónunnar hefur aldrei fyrr verið skráð jafnhátt og nú. Dósent í hag- fræði segir að krónan sé orðin verulega ofmetin, það sýni sig í viðskiptahalla, sem aldrei hafi verið meiri. Þróunin muni taka enda. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 03.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 59,48 59,76 105,62 106,14 71,66 72,06 9,6 9,656 9,21 9,264 7,432 7,476 0,5084 0,5114 85,88 86,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 100,6062 ���������������������� �������������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������ GYLFI MAGNÚSSON Segir krón- una verulega ofmetna. Það sjáist best í viðskiptahall- anum sem sé í hámarki. DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa orðið stúlku að bana þegar hann keyrði bíl sínum á ofsahraða á vegi þar sem stúlkan var fót- gangandi. Var hann einnig svipt- ur ökuréttindum í tvö ár og gert að greiða allan sakarkostnað. Bótakröfu upp á þrjár milljónir var hins vegar vísað frá líkt og í héraðsdómi. - ks Manndráp af gáleysi: Ók á stúlku sem lést BANDARÍKIN Lewis Libby, fyrr- verandi starfsmannastjóri Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, kvaðst saklaus af ákærum um að hafa lekið til fjölmiðla nafni Valerie Plame, njósnara banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, við þingfestingu máls yfir honum í Washington í gær. Aðeins tók um tíu mínútur að lesa Libby ákærurnar en að því búnu var réttarhöldunum frestað til 3. febrúar. Lekarannsóknin heldur áfram og er ekki útilokað að Karl Rove, helsti ráðgjafi George W. Bush Bandaríkja- forseta, verði einnig ákærður. ■ Réttarhöld yfir Libby hafin: Kvaðst með öllu saklaus FÓTBROTINN Libby studdist við hækjur í dómssal í gær en hann fótbrotnaði á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Grímuklæddir ræningjar sprengdu peningaflutningabíl sem var á ferð norður af Gauta- borg í gærmorgun. Þeir komust svo undan með ránsfeng sinn. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkra- hús en meiðsli þeirra eru ekki sögð mjög alvarleg. Ræningjarn- ir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu og var greinilega um þaulskipulagt rán að ræða. Að sögn dagblaðsins Dagens Nyheter fann svo lögreglan skömmu síðar yfirgefna Volvo-bifreið sem talið að ræningjarnir hafi notað til undankomu. ■ Bíræfnir ræningjar: Sprengdu bíl fullan af fé VIÐSKIPTI „Ég kalla eftir vinnu- friði,“ segir Þórdís J. Sigurðardótt- ir nýkjörin stjórnarformaður Dags- brúnar, sem hét áður Og Fjarskipti og rekur 365 fjölmiðla. Þórdís segist neita að trúa því að áfram verði rætt um að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Það geti dregið úr möguleikum á framrás fjölmiðlafyrirtækja sem eru skráð á markað. Hvergi ríki eins lýð- ræðislegt og dreift eignarhald og í skráðu félagi. Innan Dagsbrún- ar séu til að mynda 990 hluthafar. Leynd hvíli jafnvel yfir hverjir eigi aðra fjölmiðla eða þeir í eigu fárra aðila. Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður Dagsbrúnar 554 milljón- ir króna eftir skatta. Er það betri afkoma en markaðsaðilar spáðu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður- inn 367 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 115 prósent milli ára og námu tæpum 11 milljörðum fyrstu níu mánuðina. - bg Stjórnarformaður Dagsbrúnar: Kallar eftir vinnufriði VIÐSKIPTI Níu mánaða hagnað- ur Marels var um 380 milljónir króna. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinnn 88,5 milljónum króna en félaginu hafði verið spáð um 120 milljónum króna í hagnað. Aðstæður í rekstrinum hafa verið mjög erfiðar á þessu ári. Tekjur félagsins eru í erlendum myntum sem hafa veikst gagn- vart krónunni á árinu en mestall- ur kostnaður í íslenskri krónu. Stjórnendur Marels segja að horfur til skemmri tíma vera erf- iðar og telja erfitt að verja fram- legðarstig félagsins á næstunni sem lækkar nokkuð á milli ára. - eþa Marel undir væntingum: Erfiðar ytri aðstæður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.