Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 3 p þ g g y BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ Áman stendur fyrir námskeiðum í heimavíngerð. Næsta námskeið er miðvikudaginn 9. nóv. 2005 kl. 19 til 21 Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000,- og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afslátur af öllum vörum Ámunnar á námskeiðskvöldinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.aman.is og í síma 533-1020. Hin taílenska Somjai Sirimek- ha eldar fljótlega og freistandi rétti. Sætur matarilmur mætir vitum þegar gengið er framhjá borðinu í Nettó þar sem Somjai Sirimek- ha stendur yfir pottunum. Elda- mennska hennar er liður í kynn- ingu á alþjóðlegri matargerð sem Nettó og Alþjóðahúsið hafa staðið fyrir undanfarnar vikur. Haldnir hafa verið indverskir, kínverskir og tyrkneskir dagar svo nokkuð sé nefnt. Somjai er frá borginni Nakhon- ratchasima í Taílandi. Hún er þekkt fyrir að vera listakokkur enda hefur hún tekið að sér matargerð fyrir hópa og heimilisveislur undanfarin ár. Nú starfar hún líka hjá borginni sem þjónustufulltrúi í Miðbæ og Hlíðum en ferðast á milli Nettó- verslana síðdegis með pottana. Hér er uppskrift að fljótlegu salati frá henni sem örugglega á eftir að kitla bragðlauka einhverra les- enda. Það er ætlað fyrir tvo. KJÚKLINGASALAT 1 poki tilbúið blandað salat, beint úr kælinum 1 græn paprika, söxuð í grófa bita 1 rauðlaukur, saxaður í grófa bita kjúklingabringa fínskorin ólífuolía, balsamedik pínulítið hunang hálf appelsína, söxuð furuhnetur ristaðar Skolið salatið og skiptið því á tvo diska. Látið olíu á steikarpönnu og hitið mjög vel. Steikið kjúklinga- strimlana þar í góða stund þar til þeir eru steikir í gegn, bætið þá paprikunni og rauðlauknum út í og svissið smá stund. Hrærið að endingu saman hunanginu, balsam- edikinu og appelsínunni yfir, kraumið það saman í eina mínútu, skiptið þessu síðan á milli diskanna. Stráið furuhnetunum yfir salatið að lokum. Gott er að bera salatið fram með litl- um frönskum smá- brauðum. Kætir bragðlaukana 1-2 laxaflök sítrónusafi salt pipar fiskikrydd (frá Pottagöldrum) 1 eggjahvíta, léttþeytt 1 bolli rice crispies 4-5 smjörklípur (um 1 tsk. hver) Laxaflökunum er raðað þétt í smurt eldfast fat. Sítrónusafa og kryddi stráð yfir, eggja- hvítunni hellt á fiskinn og rice crispies mulið yfir. Að lokum er smjörklípunum raðað ofan á. Sett í 200 gráðu heitan ofn og bakað í 20 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflu og salati. Salat 1 poki klettasalatsblanda 1/2 askja kirsuberjatómatar skornir í tvennt 1/2 agúrka skorin í bita 1/2 rauðlaukur skorinn í sneiðar 1/4 bolli ristaðar furuhnetur Öllu blandað saman og ólífuolíu og balsamediki hellt yfir. Uppskrift Ofnbakaður lax fyrir fjóra UPPSKRIFT RAGNARS SÆS RAGN- ARSSONAR Somjai Sirimekha Kínakálssalat með steinseljupestói Steikt kínakál með núðlum Kjúklingur með kína- káli og sveppum. Í tengslum við Norðurlandamót vínþjóna fyrir hálf- um mánuði var í fyrsta skipti veitt viðurkenningin „Gyllta glasið“ og stóðu Vínþjónasamtök Íslands að valinu. Innflytjendur tilnefndu vín í verðflokknum 1.200 til 1.500 kr. og sáu keppendur á mótinu um að velja tíu bestu vínin. Eitt þeirra tíu vína sem hlutu „Gyllta glasið“ var Rinascimento. Hvað er Rinascimento? Æi, það er flaskan með andliti á miðanum. Já, það! Þetta heyrir maður oft og notar sjálfur. Rinascimento-nafnið er ekkert auð- lesið á flöskunum en flestir muna eftir andlitunum. Þetta er eina vínið frá framleiðandanum Dievole, sem er í sölu í flestum Vínbúðum. Það sem er merki- legt við þetta vín er að það samanstendur af 9 „göml- um“ hálfgleymdum ítölskum þrúgum sem Mario di Dievole ákvað að hefja til vegs og virðingar á ný enda þýðir nafnið, Rinascimento, endurreisnin eða endurfæðingin. Hvað er síðan betur við hæfi en að setja myndir af þeim sem sjá um að endurreisa ekrurnar á flösku- miðana? Þeir eru sex, í hverjum kassa eru 6 flöskur og því 6 mismunandi andlit. Dino er yfirvíngerðar- maðurinn og sá sem ákveður hvenær uppskera hefst og hvar er byrjað, (kjallarameistarinn ræður engu um það) en hans nafn og hinna víngerð- armannanna eru rituð undir myndunum. Í tímaritinu Gestgjafanum var Rinas- cimento smakkað og hlaut eftirfarandi umsögn Þorra Hringssonar sem gaf því háa einkunn eða fjögur glös: „Upprunn- ið í Toskana en er ekki Chianti-vín þótt uppistaðan í því sé þrúgan Sangiovese því að auki eru þarna Canaiolo, Colorino, Foglia tonda, Ancelotta og Barsaglina. Ég lái ekki nokkrum manni að hafa aldrei heyrt minnst á þessar fjórar síðastnefndu, enda eru víst ekki margir hektarar af landi sem fara undir rækt- un á þeim á Ítalíu, hvað þá utan landsins... Ilmur- inn er dökkur og þurr og það staðfestist enn frekar í munninum því að þetta er eitt þurrasta rauðvín sem ég hef lengi smakkað... Jarðbundið og sveitalegt vín sem er mjög gott með ítölskum kjötréttum, hörðum ostum og dökku pasta. Prófið að umhella því svona þremur klukku- stundum fyrir neyslu.“ Verð í Vínbúðum 1.490 kr. RINASCIMENTO: Flaskan með andlitunum fær gyllta glasið! Pasta þarf að sjóða í miklu vatni og stórum potti. Lítill pottur eða of lítið vatn þrengir að því og gerir það að verkum að pastað sýður ójafnt og verður klesst. Hálft kíló af pasta ætti að sjóða í tveim- ur lítrum af vatni með tveimur teskeiðum af salti. Til að kanna hvort pastað er mátu- lega soðið er ráð að taka eitt sty- kki upp úr pottinum og leyfa því að kólna aðeins. Pastað er tilbúið til neyslu ef það er „al dente“ sem þýðir stinnt undir tönn en hvorki hart né maukkennt. Ef pastað er í lengjum er líka gamalt og gott ráð að taka eina lengjuna og henda í vegg. Ef hún festist á veggnum er pastað nógu soðið. Hellið pastanu í gegnum sigti en geymið einn bolla af vökvanum ef bleyta þarf aðeins upp í réttinum áður en hann er borinn fram. Ald- rei setja pasta undir kalda vatns- bunu. Ef meiningin er að nota það í salat eða lasagna verður bara að sjóða það fyrr svo það nái að kólna. Kannt áð sjóða pasta? ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA AUÐVELT OG ER ÞAÐ LÍKA, EN SAMT ER ALVEG HÆGT AÐ KLÚÐRA ÞVÍ. 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.