Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 95
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Humar 1.290, kr/kg Ótrúlega gott verð á fínum humri. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 LÁRÉTT 2 land 6 frá 8 kraftur 9 nögl 11 hætta 12 glæsibíll 14 yndis 16 í röð 17 leyfi 18 drulla 20 hreyfing 21 umkringja. LÓÐRÉTT 1 gljáhúð 3 samtök 4 ofsalegur stormur 5 rá 7 straumur 10 hætta 13 útdeildi 15 hlið 16 yfirbreiðsla 19 kyrrð. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Eiríkur Bergmann Einarsson fyrir að gefa rithöfundinum í sér tækifæri. LÁRÉTT: 2 laos, 6 af, 8 afl, 9 kló, 11 vá, 12 kaggi, 14 unaðs, 16 lm, 17 frí, 18 aur, 20 ið, 21 króa. LÓÐRÉTT: 1 lakk, 3 aa, 4 ofviðri, 5 slá, 7 flaumur, 10 ógn, 13 gaf, 15 síða, 16 lak, 19 ró. Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir verður viðstödd alþjóðlegu Emmy- verðlaunahátíðina sem fram fer í New York 21. nóvember. Kemur það til af því að spennuþáttaröðin Örninn er tilnefnd í flokki drama- þátta en þættirnir hafa verið sýnd- ir á Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Þar leikur Elva systur aðalsöguhetjunnar Hallgrims en hann er hálfíslenskur eins og flest- ir ættu að vita. Örninn mun meðal annars keppa við bresku þáttaröð- ina Spooks um verðlaunin. Elva sagðist eðlilega vera mjög spennt en hafði jafnframt ekki hugmynd um út í hvað hún væri að fara. „Ég hef ekki einu sinni horft á svona hátíð í sjónvarpi,“ sagði hún og hló. „Það verður gaman að upplifa þetta,“ bætti leikkonan við. Elva segir það fyndið hvernig eitt símtal geti breytt lífinu til fram- búðar. „Manni er boðið að leika í danskri þáttaröð og síðan til New York til að taka þátt í Emmy-verð- launahátíðinni,“ útskýrir hún. Elva viðurkennir að hún gluggi í glansblöðin þegar verðlauna- hátíðir eru annars vegar til að sjá kjóla stjarnanna. Sjálf segist leikkonan hafa farið á fullt við að leita að hentugum klæðnaði. „Ég er búin að fá hönnuðinn Þórunni Maríu til að kanna hvaða efni eru í boði,“ segir Elva en hún kveðst ætla að halda merki íslensku þjóðarinnar hátt á loft. „Ég verð í rammíslenskum kjól með roði og skinni,“ útskýrir hún og gefur lítið fyrir vangaveltur sjálfskip- aðra tískulögga. Það er enda hefð fyrir því að íslenskar leikkonur veki athygli á rauða dreglinum og skemmst er að minnast svana- kjóls Bjarkar á óskarsverðlauna- hátíðinni. Margmenni sækir hátíðina en hápunktur kvöldsins verður þegar fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Hillary Rodham Clinton, afhendir sjónvarps- drottningunni Opruh Winfrey sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sjónvarpsiðnað- arins. Þá mun breska leikkonan Helen Mirren einnig koma fram og afhenda ITV-verðlaun fyrir framúrskarandi framsetningu á sjónvarpsefni. freyrgigja@frettabladid.is ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR: VERÐUR Á EMMY-VERÐLAUNAHÁTÍÐINNI Ætlar að vera í þjóðlegum kjól á rauða dreglinum ØRNEN Hjónin sem skrifa handritið að þáttaröðinni hafa dvalist hér á landi og þekkja innviði landsins nokkuð vel. Einu sinni lenti ég í því, eins og allir sem hafa ekki verið á föstu síðan þeir urðu kynþroska, að lenda í ástarsorg. Mér fannst svo hrikalega erfitt að sætta mig við staðreyndir að mér virtist það óyfirstíganlegt. Þó vissi ég betur. Á svona augnablikum sér maður ekki fram á að eiga nokkurn tímann eftir að jafna sig eða eiga eðlilegt líf á ný. Mér leið það illa að ég gat ekki hugsað mér að fara út úr húsi, brosa nokkurn tímann aftur og sá engan tilgang í að fara út að skemmta mér. Aðallega var það þó vegna þess að ég sá ekki fram á að finna einhvern sem gæti híft mig upp úr hyldýpinu. Þá gerðist kraftaverk og mér var bjargað! Ofurhetjurnar sem komu mér til bjargar voru vinkonurnar. Allt í einu lögðu þær skylduverkin til hliðar og sinntu öðru skylduverki, mér, sem þeim fannst greinilega mikilvægara. Þeim tókst á einhvern óútskýranlegan hátt að bjarga mér frá glötun og sýna mér fram á að ég ætti í raun von um að verða brjálæðislega hamingjusöm einn daginn. Auðvitað töldu þær mér trú um að maðurinn væri alger auli að vilja ekki vera með mér því ég væri svo svakalegur fengur og að ég ætti svo miklu betra skilið en hann. Ég hef ekki verið þekkt fyrir að vera auðtrúa en einhverra hluta vegna trúði ég þeim fljótlega. Enda afskaplega þægilegt og ljúft að láta sannfæra sig um að svo sé. Eftir þetta gerði ég mér grein fyrir því hversu lífsnauðsynlegt það er hverjum og einum að eiga góða vini. Hver kannast ekki við það að vera niður- dreginn og húka heima í súrheitum. Þegar ég hef lent í því hafa stelpurnar rutt sér leið inn í íbúðina, vopnaðar grínmynd og nammi. Það virkar alltaf, ég gleymi öllu og fæ illt í magann af hlátri og nammiáti. Það er skömminni skárra en að vera lónlí og blár. Í hvert sinn sem ég vakna gegnsósa af skemmtilegheitum gærkvöldsins get ég verið viss um að síminn hringir innan stundar til að ákveða hvar og hvenær við ætlum að hlæja okkur veikar yfir þynnkuhádegismatnum með bjánahroll á háu stigi. Svo verður að viðurkennast að þær eru til þess gerðar að gefa manni hreinskilið álit. Eins og þegar maður er í ljótum buxum, er með sósu á kinninni eða maðurinn sem verið er að hitta er handónýtur. Ég er að reyna að vera ekki skelfilega væmin en þetta er barasta alveg satt! Til að halda geðheilsunni í þessum heimi eru vinir hreinasta nauðsyn. Þær hefðu til dæmis örugglega stoppað mig af áður en ég sendi þenn- an pistil í prentun. Samt sem áður, húrra fyrir þeim! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR KANN VEL AÐ META VININA Lífsins nauðsyn! ELVA ÓSK Örninn hefur verið sýndur á Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir og er það ekki síst að þakka íslenskum áhrifum. FRÉTTIR AF FÓLKI Sirkusheimurinn tekur stöðugum breytingum þessa dagana. Sigtryggur Magnason annar af ritstjórum Sirkus Rvk fékk nóg af fjölmiðlum eftir veru sína á blaðinu og hefur nú snúið sér að auglýs- ingagerð. Íslenska auglýsingastofan fær því að njóta krafta hans nú og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í nýja starfinu en stofan hefur verið í mikilli sókn. Blaðamaðurinn Ágúst Bogason sem vann ein- nig á Sirkus Rvk er líka farinn og mun hann hefja störf í Popplandi á Rás 2. Þeir feðgar verða því sameinaðir á sama vinnu- staðnum en Ágúst er sonur Boga Ágústssonar, yfirmanns fréttasviðs RÚV. Ný „secondhand“ verslun mun opna í dag og ber hún nafið Gyllti kött- urinn. Nú er svo komið að það er varla þverfótað fyrir „secondhand“ verslunum í miðborginni. Þar eru fyrir búðirnar Spútník, Glamúr, Ranimosk, Rokk og rósir, Elvis, Fríða frænka, Illgresi, Hjálp- ræðisherinn, Verslun Rauða krossins og svo auðvitað gamla Kolaportið. Fram að þessu hafa notuð föt verði verðlögð all hressilega á Íslandi og erfitt að nálgast þau á sanngjörnu verði. Ekki er annað í stöðunni en að fagna þessum fjölda „secondhand“ búða um leið og óskandi er að vaxandi sam- keppni á þessum markaði muni leiða til verðlækkana. Ekki ósvipað og gerst hefur á matvælamarkaðnum. Það er því spurning hvort Gyllti kötturinn muni feta í fótspor Bónusgríssins og boða betri tíð fyrir „secondhand“ kaupendur. Stjórnandi Kastljóss, Sigmar Guð- mundsson, hefur verið ráðinn spyr- ill í spurningakeppni framhalds- skólanna, Gettu betur. „Nei, ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki mikið Gettu betur-nörd og held að það stafi af því að ég hef frek- ar lélegan heila,“ sagði nýbakaði stjórnandinn í gríni og hló. Hann kvaðst þó vera læs og ætti því að geta sinnt spyrilshlutverkinu. Sigmar hefur nokkra reynslu af ungu fólki en áður en Kast- ljóssferillinn hófst stjórnaði hann einum vinsælasta útvarpsþætti landsins á Aðalstöðinni og seinna á X-inu. „Það er einmitt unga fólkið sem heillar. Það er svo mikið líf í kringum framhaldsskólana og ég man sjálfur eftir því hversu stór viðburður spurningakeppnin var þegar ég var í framhaldsskóla.“ Það er Anna Kristín Jónsdóttir sem semur spurningarnar og Stein- unn Vala verður sem fyrr stigavörð- ur en dagskrárgerð verður í hönd- um Andrésar Indriðasonar. Sigmar segir að engar verulegar áherslu- breytingar verði á þættinum enda sé hann í föstu formi. Hann bætir þó við að með nýju fólki komi alltaf einhverjar breytingar. Á meðan forveri Sigmars sat á valdastóli hreppti hann iðulega titilinn Kynþokkafyllsti karlmað- ur landsins í árlegri símakosningu Rásar 2. Gárungar sögðu það vera vegna þess að hann stjórnaði gáfu- mannaþætti. „Ég hafði nú ekki leitt hugann að þessu,“ segir Sig- mar, sem af mikilli hógværð gerir sér litlar væntingar um að verja þennan titil forvera síns. „Þetta verður bara gaman og mér líst vel á þetta.“ - fgg ALLT KLAPPAÐ OG KLÁRT Sigmar Guð- mundsson var í gær ráðin spyrill spurninga- keppni framhaldsskólanna Gettu Betur. Er með lélegt minni [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1. Íslendingar 2. Geirs H. Haarde utanríkisráðherra 3. Real Betis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.