Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 49

Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 49
10 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vélaver flytur sig upp í Hálsa Stærsti sýningarsalur undir atvinnutæki verður opnaður á mánudag í Krókhálsi, þegar Vélaver flytur í nýtt húsnæði. Á Skógum undir Eyjafjöllum er starfrækt Vegminjasafn Vegagerð- arinnar. Upphaf safnsins má rekja til ársins 1950 er starfsmenn Vega- gerðarinnar hófu söfnun gamalla muna er tengdust á einhvern hátt starfsemi Vegagerðarinnar. Það var ekki fyrr en árið 1989 að Vegagerð- in tók við umsjón safnsins og minjavörður var ráðinn til starfa. Að sögn Jakobs Hálfdánarsonar, núverandi minjavarðar, sem tók við starfi árið 1997, er markmiðið með Vegminjasafninu að standa vörð um þær minjar sem tilheyra vega- gerð fyrri tíma og varpað geta ljósi á þátt þeirra í menningar og sam- göngusögu þjóðarinnar. SKORTUR Á NÆGUM HÚSAKOSTI Í fyrstu var safnið til húsa í höfuð- stöðvum Vegagerðarinnar að Borg- artúni 7 í Reykjavík. Fljótlega þótti þó ljóst að ekki væri pláss fyrir starfsemina í höfuðborginni og árið 1999 voru flestir gripa safnsins fluttir til Hvolsvallar. Þar voru þeir munir sem voru uppgerðir og sýn- ingarhæfir geymdir í aflögðu áhaldahúsi þar sem almenningi gafst kostur á að skoða þá. Ljóst varð þó að þessi húsakostur safnsins var ekki fullnægjandi og því var ákveðið að flytja safnið undir Eyjafjöll. Samdi Vegagerðin við Samgöngusafnið á Skógum um varðveislu safngripa og sýninga á minjum. Var safnið flutt þangað árið 2002 í glæsilegan sýningarsal sem er um 1.100 fermetrar að stærð. Hinn 20. júlí 2002 var safn- ið formlega opnað af Sturlu Böðv- arsyni samgönguráðherra. VEGLEGT SAFN GRIPA Safnið hefur vaxið jafnt og þétt með árunum og bíða fleiri gömul tæki í eigu Vegagerðarinnar endur- bóta. Að sögn Jakobs vinna starfs- menn á verkstæðum Vegagerðar- innar sjálfir að viðgerðum þessara fornfrægu minja þegar þeir eru ekki að sinna meiri aðkallandi verkefn- um. Af þeim fjölmörgu gripum sem tilheyra safninu má nefna hestaveg- hefil frá árinu 1920, Caterpillar- beltaskóflu frá árinu 1945 og Priest- mann-skurðgröfu frá sama ári. Safnið á Skógum er opið al- menningi á sumrin og geta hópar fengið aðgang að safninu á veturna. VINNUVÉLAR AF RÉTTRI STÆRÐ HELSTU AÐDÁENDUR VINNUVÉLA GETA FENGIÐ AÐ SPREYTA SIG Á ÞEIM Í FJÖL- SKYLDUGARÐINUM. Vinnuvélar heilla ungviði á einhvern alveg sérstak- an hátt. Kannski er það krafturinn, kannski litirnir sem eru yfirleitt bjartir og glaðlegir og kannski há- vaðinn sem er bæði hræðilegur og spennandi í senn. Gröfur sem höggva sér leið í gegnum yfir- borð jarðar, steypubílar með sínum dáleiðandi snúningi og drunum, vörubílar sem bera sitt þunga hlass og geta sturtað því af sér þegar minnst varir... allt virkar þetta næstum dáleiðandi á litla krakka, bæði stráka og stelpur. Í Fjölskyldugarðinum geta litlir vinnuvélaá- hugamenn fengið útrás fyrir áhuga sinn því þar má finna vinnuvélar af hæfilegum stærðum og gerð- um fyrir þau til að leika sér í. Og þá er sko gaman að grafa, ekki síst þegar snjórinn er kominn. Vinnuvélaáhugafólk af minni gerðinni fagnar því að fá að prófa „al- vöru“ gröfur. Á mánudagsmorgun opnar Vélaver sýningarsal í nýju húsnæði uppi á Krókhálsi, sem stendur á tveggja hektara lóð. „Það verður töluvert rýmra um okkur, við erum að fara úr tæplega 2.000 fermetra húsnæði í sér- hannað 3.500 fermetra húsnæði,“ segir Magnús Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri Vélavers. Fyrirtækið er ellefu ára gamalt og flytur inn ýmiss konar vinnuvélar, svo sem mjaltavélar, búvélar, krana, lyft- ara, fjórhjól og kerrur. Húsnæðið mun skiptast í verk- stæði, lager og sýningarsal, sem hvert fyrir sig eru þúsund fermetr- ar á stærð, og um fimm hundruð fermetra skrifstofuhúsnæði. Um fjörutíumanns starfa hjá fyrir- tækinu, en starfsemi þess hefur meira en tvöfaldast á undanförn- um tveimur árum. Vélaver er lokað í dag vegna flutninga. Góðar samgöngur hafa löngum þótt brýn nauðsyn í hverju landi og þar er Ís- land engin undantekning. Í gegnum tíðina hafa ýmis tæki og tól verið notuð til samgöngubóta og vega- gerðar hér á landi. Vega- gerðin hefur um nokkurt skeið haldið upp á gamlar vinnuvélar og gert þær upp. Fornfrægar minjar á Skógum Var á rakstrarvél með hesti fyrir ANDREA JÓNSDÓTTIR, ÚTVARPSKONA. Hefurðu einhvern tímann unnið á vinnuvél? „Ég keyrði traktor í sveitinni í gamla daga. Ég var reyndar allt of ung til þess en þetta var öðruvísi í sveitinni þá. Ég man að þegar ég var svona tíu ára fékk ég að vera á rakstrarvél sem var með hesti fyrir. Það var náttúrulega vinnuvél.“ Ef þú þyrftir að vinna á vinnu- vél, hvaða vél myndir þú velja? „Ég hef einhvern veginn aldrei haft neitt mikinn áhuga á vinnu- vélum og ég er heldur ekki með neina bíladellu. Ég læt mér bara nægja að keyra heimilisbílinn.“ vinnuvélin } 10-11 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:56 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.