Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 27
Umsjón: nánar á visir.is Framsókn lofaði einu skattþrepi Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hélt framsögu á ársfundi Rannsóknarseturs verslunar- innar í gær. Hún ræddi vítt og breitt um verslun í landinu. Þegar ráðherrann gerði sig tilbúna til brottfarar sagðist hún ekki geta annað en tjáð sig um fjölda skattþrepa í virðisaukaskattkerfinu. Framsóknarflokkurinn hefði barist fyrir því í stjórnarandstöðu á árunum 1991-1995 að komið yrði á einu þrepi í virðisaukaskattskerfinu og von- andi stefndi nú í að svo yrði. Ekki mátti betur skilja en að Framsóknarflokknum hefði að ein- hverju leyti orðið meira ágengt í stjórnarandstöðu fyrir tíu árum en að ná fram eigin tillögum nú um þessar mundir. Fjölsóttur fundur Fundur Rannsóknarseturs verslunarinnar í gær var vel sóttur af mörgum þeirra sem láta sig mál af þessum toga varða og mátti þar sjá helstu sérfræð- inga á sviði skattamála og verslunar. Pétur H. Blön- dal alþingismaður fylgdist með af áhuga, ekki síst þegar kom að umræðum um fjölda skattþrepa. Hann var að sjálfsögðu fyrsti maður til að bera fram spurning- ar enda ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum né vera feiminn við að afla sér þekkingar. Hann byrjaði fyrir- spurn sína á því að furða sig á því að eng- inn fulltrúi frá Samfylk- ingunni væri á fundinum en þar á bæ hafa menn ekki sparað stóru orðin og lagt til að matar- skattur lækkaði hið snarasta. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.662 Fjöldi viðskipta: 617 Velta: 617 milljónir -0,04% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB hafa náð samkomulagi um stjórn veiða í kolmunnastofninum í N- Atlantshafi. Ríkin skipta með sér leyfi- legum heildarafla úr kolmunnastofnin- um. ESB fær 30,5%, Færeyjar 26,1%, Noregur 25,8% og Ísland 17,6%. > Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9,5 milljörð- um króna nettó í september, saman- borið við 3,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Alls nema nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum tæpum 66 milljörðum það sem af er ári. > Fjármálaeftirlitið og Samkeppnis- eftirlitið hafa samþykkt samning ríkis- sjóðs og Landsbanka Íslands hf. um kaup bankans á tilgreindum eignum Lánasjóðs landbúnaðarins. Greiðslan til ríkissjóðs nam rúmlega 2.662 milljón- um króna. 26 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 43,50 +0,20% ... Bakkavör 44,10 -0,50% ... FL Group 14,00 +0,40% ... Flaga 3,90 -3,20% ... HB Grandi 9,35 +0,50% ... Íslandsbanki 15,20 +0,00% ... Jarðboranir 22,00 +0,00% ... KB banki 592,00 +0,20% ... Kög- un 53,80 +0,00% ... Landsbankinn 22,80 -0,40% ... Marel 64,50 +0,00% ... SÍF 4,34 -0,70% ... Straumur-Burðarás 13,90 -0,70% ... Össur 90,50 -0,60% Og fjarskipti +1,27% Mosaic Fashions +1,16% Atorka Group +0,88% Flaga -3,23% Icelandic Group -1,58% Straumur-Burðarás -0,71% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Serafin Shipping eigna›- ist yfir fimm prósenta hlut í Icelandic Group í skiptum fyrir hlut í Sjó- vík. Lögbundnar uppl‡s- ingar voru ekki sendar Kauphöll Íslands. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins telja ekki tilefni til að aðhafast neitt í máli Serafin Shipping, sem eignaðist yfir fimm prósenta hlut í Icelandic Group við sameiningu við Sjóvík í vor. Þegar félag eign- ast meira en fimm prósent í skráðu félagi ber því að senda lög- bundnar upplýsingar til Kauphall- ar Íslands samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti um flöggunar- skyldu. Það var ekki gert. Hlynur Jónsson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, segir þetta niðurstöðu eftirlitsins eftir að hafa skoðað málið. Aðspurður hvort Serafin beri ekki að fara að lögum segist hann hafa upplýsing- ar sem gefi til kynna að lög hafi ekki verið brotin. Þegar hann er beðinn að útskýra það nánar segist hann ekki geta tjáð sig um einstök mál. Icelandic Group er almennings- hlutafélag og fá hluthafar sam- kvæmt þessu ekki lögbundnar upplýsingar um Serafin. Fjármála- eftirlitið, sem á að fylgjast með að leikreglur markaðarins séu virtar, telur ekki tilefni til að aðhafast. Í tilkynningu til Kauphallar- innar frá Icelandic Group 23. júní síðastliðinn segir að Serafin Shipping hafi eignast 5,96 prósent í Icelandic Group í skiptum fyrir hlut sinn í Sjóvík. Birtist Serafin á lista í Kauphöllinni yfir tíu stærstu hluthafanna 10. júní. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins var þeim hlut fljótlega skipt á milli tveggja félaga; Ford- ace Limited og Deeks Associates, sem hvorugt átti meira en fimm prósent. Af orðum Hlyns má ætla að Fjármálaeftirlitið geri ráð fyrir því að hlutnum hafi verið skipt á milli félaganna áður en að samein- ingu Sjóvíkur og Icelandic kom. Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins sagði í viðtali við Fréttablaðið 24. júní síðastliðinn að Serafin hefði verið skylt að flagga eftir samein- inguna. Viðskiptablað Fréttablaðsins hefur upplýst að Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og SÍF, var eigandi Serafin. Ekki er vitað hver var eigandi Fordace Limited og Deeks Associates. Hlynur vildi ekki upplýsa hvort Fjármálaeftirlitið byggi yfir þeirri vitneskju. Séu hlutir skráð- ir á fleiri en eitt félag í eigu sama aðila ber að líta á hlutina sem eina heild. bjorgvin@frettabladid.is Fjármálaeftirlitið aðhefst ekkert í máli Serafin Rannsóknarsetur verslunarinnar telur að frekar eigi að hækka virðis- aukaskatt á matvæli en að lækka hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rann- sóknarsetursins um skattlagningu vöru og þjónustu á Íslandi sem var kynnt á ársfundi setursins í gær. Höfundar skýrslunnar eru dr. Jón Þór Sturluson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, og Björn Snær Atlason viðskipta- fræðingur. Jón Þór kynnti í gær niðurstöðu skýrslunnar og þar kom meðal annars fram að skattleggja ætti vörur í öfugu hlutfalli við verð- teygni eftirspurnar en lægra þrep virðisaukaskatts leggst einkum á matvæli og nauðsynjavörur. Þá kemur fram í skýrslunni að stjórnvöld geti náð byggðamark- miðum sínum með skilvirkari hætti með því að fella niður inn- flutningsgjöld og auka í staðinn beingreiðslur til bænda því inn- flutningstollar á landbúnaðarvör- ur hér á landi snúist um byggða- stefnu og fæðuöryggi landsins. Í samanburði á tollum og skött- um á Íslandi og í nokkrum Evrópu- löndum kemur fram að skattlagning er að jafnaði mest hér á landi. Mat- vörur eru þar fremstar í flokki og þar af sérstaklega landbúnaðar- vörur. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra tók dræmt í hugmyndir um að hækka virðisaukaskatt á mat- væli og sagði að slíkt kæmi seint til framkvæmda hér á landi. - hb Leggja til hærri matarskatt KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] VÍS kaupir meirihluta í bresku tryggingafélagi Vátryggingafélag Íslands hf. hefur keypt 54 prósenta hlut í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd. Kaupverð hlutarins er trúnaðarmál. Samhliða kaup- unum hefur VÍS tryggt sér for- kaupsrétt að stærri hlut í IGI sem nemur 21 prósenti til við- bótar þannig að eignarhlutur VÍS getur orðið alls 75 prósent. VÍS er fyrsta íslenska trygg- ingafélagið til að kaupa meiri- hluta í erlendu tryggingafélagi en í lok september keypti VÍS tæplega tíu prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Prot- ector Forsikring. IGI sérhæfir sig einkum í eignatrygginum fyrir einstak- linga og málskostnaðartrygg- ingum en er alhliða tryggingafé- lag. Starfsmenn IGI eru nær sjötíu og er áætluð velta félags- ins í ár um 2,5 milljarðar ís- lenskra króna. Eigendur og stjórnendur VÍS hafa það að markmiði að gera VÍS að alþjóðlegu forystufyrir- tæki á Norðurlöndunum og í Bretlandi á tilteknum sviðum trygginga-, fjármála og öryggis- þjónustu. ■ Skuldabréfaútbo› til Noregs Markaðsviðskipti Íslandsbanka luku í gær sölu á skuldabréfa- útboði fyrir Havila Shipping ASA. Bréfin voru seld til ís- lenskra fagfjárfesta. Með skipta- samningi við Íslandsbanka fær útgefandinn 2.350 milljónir ís- lenskra króna til fimm ára. Hlutabréf Havila Shipping ASA eru skráð í norsku kauphöllinni. Þetta er þriðja verðtryggða skuldabréfaútboðið í íslenskum krónum sem Íslandsbanki gerir á þessu ári fyrir erlend fyrir- tæki. Hin tvö voru fyrir norska sjávarútvegsfyrirtækið Aker Seafoods og kanadíska sjávar- útvegsfyrirtækið Clearwater. ■ STARFSTÖÐ ICELANDIC GROUP Hluthafar í Icelandic Group hafa ekki fengið upplýs- ingar um Serafin Shipping, sem var sjötti stærsti hluthafinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÁ FUNDINUM Í GÆR Pétur H. Blöndal alþingismaður lagði fram fyrirspurnir en fund- inum stjórnaði Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tölur miðast við kl. 15.06 26-27 viðskipti lesið 3.11.2005 15:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.