Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 80
4. október 2005 FÖSTUDAGUR TÓNLIST [ UMSÖGN ] Það verður bara að viðurkenn- ast að maður verður nú ekki oft var við góðar hljómsveitir frá Danmörku. Kannski hefur tón- list Aqua sokkið of djúpt ofan í þjóðarvitundina og nær kálað skapandi hugsun? En blessunar- lega eru til nokkur dæmi þess að framsækin tónlist sé að sækja í sig veðrið þar, eins og við heyrð- um greinilega á nýliðinni Airwa- ves-hátíð. Ein sveitin sem stendur upp úr er Mew. Hún eru ekkert svo ólík okkar eigin Ensími, nema hvað hljómur hennar er kannski örlítið skítugri og ekki jafn hlað- inn hamrandi bjöguðum gítur- um. Sem gefur söngnum meira pláss í tónlistinni. Sveitin vakti á sér athygli fyrir tveimur árum með frum- raun sem þótti vel yfir meðal- lagi. Nú kemur fylgifiskur henn- ar, And the Glass Handed Kites, og sveitin á eflaust eftir að vaxa meira eftir þessa útgáfu. Þessi plata hljómar svolítið eins og Ensími hefði ákveðið að gera ein- hvers konar epíska rokkóperu, þar sem öll lögin renna yfir í það næsta. Mew er þó kannski með frumlegri kaflaskiptingar og taktpælingar. En þessar sveitir eru alveg merkilega líkar. Í laga- smíðum, útsetningum og radd- beitingu söngvaranna. Tónlist Mew rennur í gegn eins og lest á miklum hraða í gegnum flatt landslag. Mikið um dreymandi raddanir og epískar hljómborðslínur. Þetta er nánast fullkomin tónlist til þess að hafa í tækinu í bílnum, þegar maður ekur yfir hundrað á milli kaup- staða. Liðsmenn Mew voru greini- lega aldir upp við nýbylgjurokk tíunda áratugarins, eins og kristallast í því að gamla kemp- an J Mascis úr Dinosaur Jr syng- ur í tveimur lögum. Gaman að heyra í honum aftur. Önnur plata Mew er metnaðarfullt verk með eindæmum en einsleit á köflum. Getur þess vegna orðið frekar erfitt að renna í gegn frá upphafi til enda, án þess að þurfa að taka sér smá tepásu. Engu að síður hljóta það að teljast gleðitíðindi að ungir Danir séu byrjaðir að taka tón- list alvarlega. Það eru greinilega ekki bara pylsur og bjórkútar í Danmörku eftir allt saman. Mew bjargar Danmörku MEW: AND THE GLASS HANDED KITES NIÐURSTAÐA: Önnur plata Mew er nægi- lega sterk til þess að halda þeim áhuga sem þeir lokkuðu að sér með frumraun sinni. Sönnun þess að það er ekki allt of ligeglad og halló í Danmörku. Sjötta hljóðversplata tónlistar- mannsins og ólátabelgsins Robbie Williams er komin út. Platan nefn- ist Intensive Care, Gjörgæsla, og er hans fyrsta síðan Escapology kom út fyrir þremur árum. „Hvað textagerðina varðar er þetta besta platan sem ég hef gert,“ segir Robbie. „Samt segi ég það í hvert sinn sem ég gef út plötu en ég held ég meini það í þetta sinn. Ég er að minnsta kosti mjög ánægður með hana. Platan hefur gefið mér nýja sýn á fram- tíðina.“ Robbie Williams hefur náð 21 lagi á topp tíu smáskífulistans í Bretlandi. Alls hefur Robbie selt yfir 35 milljónir platna í heimin- um og hefur líklega aldrei verið vinsælli. Intensive Care hefur að geyma tólf ný lög, þar á meðal smáskífu- lagið Trippin. Með plötunni fylgir DVD-mynddiskur með heimildar- mynd um gerð hennar og mynd- band við lagið Make Me Pure. Bestu textarnir ROBBIE WILLIAMS Tónlistarmaðurinn Robbie Williams gefur út sína sjöttu hljóð- versplötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.