Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 16
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR16 fréttir og fróðleikur > KOSNINGAÞÁTTTAKA Í SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGUM Á LANDINU ÖLLU SVONA ERUM VIÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur langa reynslu af borgar- málum í meirihluta og minnihluta. Spyrja mætti hvers vegna flokks- menn ættu í prófkjörinu í dag og á morgun að setja hann í efsta sæti framboðslistans eftir tólf ár í minnihluta borgarstjórnar. „Ég hef ekki verið í forystu fyrir flokkinn fyrr en síðustu þrjú árin. Ég tel að mín víðtæka reynsla og þekking á borgarmál- um og stjórnsýslu borgarinnar muni nýtast okkur strax í vor þegar við verðum að taka til hend- inni og hrinda í framkvæmd mjög mörgum brýnum hagsmunamál- um borgarbúa. Ég nefni til dæmis ástandið í skipulags-, lóða-, og samgöngumálum. Nefna mætti fjölmörg önnur mál sem ég hef verið að kynna. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkar fram- boðslista að þar fari saman víðtæk reynsla og kraftur og ferskar hug- myndir allra sem á listanum eru, yngri sem eldri. Á listanum þarf einnig að ríkja gott jafnvægi á milli kynja.“ Hvernig metur þú stöðu þína við upphaf prófkjörs? „Ég er í fyrsta lagi mjög ánægð- ur með það fylgi sem Sjálfstæð- isflokkurinn í Reykjavík mæl- ist með nú undir minni forystu. Samkvæmt skoðanakönnunum Gallups hefur fylgið farið úr um 40 prósentum í upphafi kjörtíma- bilsins í um 57 prósent. Ljóst er að ef við værum að mælast með til dæmis 43 prósent væri mér sjálf- sagt kennt um og kröfur kæmu fram um að skipta um mann í brúnni. En fylgið er 57 prósent og ég er oddviti hópsins. Ef hann risi ekki undir merkjum væri fylgið vafalaust mun minna. Ég legg því áherslu á að ég fái tækifæri til að halda áfram því mikilvæga hlut- verki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér í Reykjavík. Ég er ekki aðeins að vonast eftir að sigra í prófkjörinu heldur einnig að við sigrum næsta vor í borgarstjórn- arkosningunum. Ég vona að öllum sé ljóst að mín reynsla sé mjög mikilvæg fyrir framboðslistann.“ Eyjabyggð, framtíðarhugmynd um skipulag borgarinnar, var kynnt af hálfu borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins á vormánunuðum. Ertu búinn að stinga þessum hug- myndum undir stól? „Síður en svo. Í okkar starfi hef ég lagt áherslu á að litið sé til framtíðar og hvernig borgin gæti þróast og vaxið næstu áratugina en ekki aðeins á næstu árum þótt það sé einnig mikilvægt. Vinnuhópur á vegum borgarstjórnarflokksins vann hugmyndirnar og við höfum kynnt þær víða um borgina. Þær hafa fengið góðar undirtektir og verða þróaðar áfram. Við gætum séð þetta gerast á næstu 20 til 40 árum. Aðrar þjóðir reyna að horfa þetta langt inn í framtíðina. Þetta er ekki dýr leið og verði hún farin gæti þetta leitt til lækkandi lóða- verðs á svæðum þar sem lóða- gjöldin eru orðin ógnvænlega há. Eyjabyggð er djörf hugmynd og við vinnum hana áfram. Við eigum land til að byggja í náinni framtíð. Við eigum Geldinganes, Úlfarsfell og svo svæðið í Vatnsmýrinni að minnsta kosti að hluta til.“ Ekki er gefið að Sjálfstæðisflokk- urinn fái hreinan meirihluta í borg- arstjórnarkosningunum næsta vor. Með hverjum gætir þú hugsað þér að mynda meirihluta ef sú staða kæmi upp? „Ég útiloka engan stjórnmála- flokk sem fær kjörinn fulltrúa í borgarstjórn á næsta kjörtíma- bili. Það sem skiptir mestu máli er það að við sjálfstæðismenn getum komið áleiðis okkar stefnumálum. Í hugsanlegum viðræðum mund- um við leggja áherslu á þau. Við gætum vel rætt við þá sem næst stæðu okkar stefnumálum.“ Hvert er brýnasta verkefnið og hvað þyrfti að þínu viti að ráðast í strax ef þú kæmist í borgarstjórastólinn? „Brýnasta verkefnið er að breyta stefnunni í skipulags- og lóðamálum borgarbúa. Við sjálf- stæðismenn leggjum áherslu á að þeir sem vilja byggja og búa í Reykjavík geti gert það. Brýnasta verkefnið er að stórauka framboð á lóðum og lækka lóðaverð sem er orðið gífurlega hátt. Svo hátt er það orðið að venjulegt fólk ræður vart við það. Með þessu erum við að skuldsetja fólk sem byggir sér húsnæði langt umfram það sem eðlilegt er. Þetta á ekki síst við um ungt fólk. Þessu vil ég breyta sem fyrst. Innan tveggja ára þyrftum við að vera búin að fullnægja þörf- inni fyrir lóðir. Ég hef lagt áherslu á að uppboð á lóðum verði afnum- ið. Síðan má auðvitað nefna mál á borð við fjölskyldu- og skólamál. Í skólunum vil ég draga úr miðstýr- ingu og auka valfrelsi foreldra og barna. Þá eru málefni eldri borg- ara ofarlega á lista.“ Er prófkjör dýr leið að lýðræðinu og vali á fulltrúum? „Ég tel að við þurfum virki- lega að staldra við og líta til þess kostnaðar sem prófkjörið hefur í för með sér fyrir marga frambjóð- endur. Ekki síst þá sem berjast um efstu sætin. Þessi kostnaður er að verða of mikill en þegar tekist er á vilja allir kynna sig og kostnað- ur fylgir því að koma sjónarmið- um á framfæri. Við þurfum að staldra við því þetta er of dýrt og ekki leggjandi á frambjóðendur að safna kostnaði með þessum hætti,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að endingu. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BORGARFULLTRÚI „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkar framboðslista að þar fari saman víðtæk reynsla og kraftur og ferskar hugmyndir allra sem á listanum eru, yngri sem eldri. Á listanum þarf einnig að ríkja gott jafnvægi milli kynja.“FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gleðst yfir fylgi flokksins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stefnir á efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hefur áralanga reynslu af borgarmálum og er nú oddviti borgarstjórnarflokksins. Hann segir að reynsla og fersk- ar hugmyndir eigi að fara saman á framboðslistanum sem flokksmenn kjósa um í dag og á morgun. Hópur fasteigna- sala hefur tekið saman höndum og stofnað nýtt félag, Landssam- tök fasteignasala. Þar með eru starfandi tvö félög á þessu sviði því fyrir er Félag fasteigna- sala. Franz Jezorski er einn af stofnendum Landssamtaka fasteignasala. Hvers vegna var stofnað nýtt félag? Það var þörf á nýjum hugmyndum og nýjum áherslum. Hvað eru margir í nýja félaginu? Félagið er náttúrulega bara nýstofnað. Það eru tíu löggiltir fasteignasalar í félaginu sem standa fyrir fasteignasöl- um þar sem starfa á bilinu 60 til 70 manns. Þarf að bæta ímynd fasteignasala? Já, það er algjörlega nauðsynlegt. Það er staðreynd að almenningur þarf að upplifa ímynd fasteignasala á mun jákvæðari hátt en nú er. Eru þið ósáttir við Félag fasteigna- sala? Nei, samtökin eru ekki stofnuð til höfuðs Félagi fasteignasala og við óskum því félagi alls hins besta. SPURT & SVARAÐ NÝTT FÉLAG FASTEIGNASALA Þörf á betri ímynd FRANZ JEZORSKI Einn af stofnendum Landssamtaka fast- eignasala. Á landsfundi Landssambands íslenskra útgerðarmanna hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, ræðu sem vakið hefur misjöfn viðbrögð stjórnmálamanna sem og útgerðar- manna. Sögðu sumir að málflutningurinn hefði borið það með sér að Samfylkingin hefði fallið frá hugmynd- um sínum um fyrningarleiðina. Ingibjörg hefur sagt þá ályktun vera á misskilningi byggða. Hvernig virkar fyrningarleiðin? Fyrningarleiðin felur það í sér að hið opinbera fái eignarheimild yfir sjávarauðlindinni aftur. Þar sem einkaaðilar eru með nýtingarrétt á henni og treysta á þann rétt við starfsemi sína verður að fara hægt í þær sakir að færa þennan rétt til hins opinbera. Fyrningarleiðin virkar þannig að veiðiheimildin myndi minnka um 3-5 prósent á ári. Það þýðir að breytingin tæki 20 til 33 ár en þá ætti heimildin að vera uppurin hjá einkaaðilunum sem öðluðust hana í því kerfi sem nú er við lýði. Hvað er gert við þá heimild sem fyrnist? Hún yrði seld á markaði eða uppboði. Þannig er komið í veg fyrir að menn geti grætt á því að selja eða leigja veiðiheimildirnar en nýti þær ekki sjálfir. Hverjir eru gallar fyrningarleiðarinnar? Margir hafa mælt gegn því að veiðiréttur sem menn hafa aflað sér af eigin rammleik sé tekinn af þeim með kerfis- bundnum hætti. Telja þeir að slík aðferð muni kippa fótun- um undan rekstri fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja og segja hana skapa mikið óöryggi sem erfitt væri að fóta sig í fyrir stærri fyrirtæki þar sem hún leiddi til stórfelldrar eignaupptöku. FBL. GREINING: FYRNINGARLEIÐ FISKVEIÐIHEIMILDA Hið opinbera eignast kvótann aftur FRÉTTAVIÐTAL JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is Karlar Konur 1990 1994 1998 2002 84% 83% 87,1% 81,7 % 82,2% 86,1% 81,5% 82,3% Fyrir fagmanninn – úrval af hnífum og hnífasettum Mánudaga til föstudagafrá kl. 8:00 til 18:00Laugardaga frákl. 10:00 til 14:00 Opnunartími í verslun RV:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.