Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 18
4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Prófkjör sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar hefjast í Valhöll
í dag. Það er frekar regla en undantekning að prófkjör séu haldin í Sjálf-
stæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningar.
Hve oft hefur verið haldið prófkjör?
Allt frá árinu 1978 hefur prófkjör verið haldið fimm sinnum, en tvisvar
hefur verið stillt upp á lista. Síðast var prófkjör haldið árið 1997 en þá
bauð Inga Jóna Þórðardóttir sig fram gegn Árna Sigfússyni, þáverandi
oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Árni sigraði prófkjörið
örugglega, en hann hlaut 4.542 atkvæði í fyrsta sætið, en Inga Jóna
fékk 1.184 atkvæði og hafnaði í þriðja sæti listans. Árni var orðinn
borgarstjóri fyrir kosningarnar 1994, og hlaut þá örugga kosningu í fyr-
sta sætið. Árni varð borgarstjóri í nokkrar vikur voruð 1994 eftir að Mark-
ús Örn Antonsson dró sig í hlé, en Markús varð borgarstjóri eftir að Davíð
Oddsson hætti í borgarstjórn 1991 til að sinna þjóðmálunum. Þegar
Davíð hætti náðist ekki sátt um hvort Árni eða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
tæki við og var því brugðið á það ráð að sækja borgarstjóra út fyrir raðir
borgarfulltrúa, en Markús hafði áður verið borgarfulltrúi árum saman.
Hvenær hefur verið stillt upp lista?
Fyrir borgarstjórnarkosningar 2002 stillti Sjálfstæðisflokkurinn upp lista.
Inga Jóna Þórðarsdóttir var þá oddviti borgarstjórnarflokksins, eftir
fráhvarf Árna Sigfússonar og sóttist eftir að leiða listann. Hún hlaut ekki
náð fyrir uppstillinganefnd og var Birni Bjarnasyni stillt upp sem oddvita.
Þegar hann varð ráðherra aftur tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við því
hlutverki. Fyrir kosningarnar 1990 var einnig stillt upp
lista og var þá Davíð Oddsson oddviti
sjálfstæðismanna.
Hvenær var barist um fyrsta sætið?
Inga Jóna og Árni tókust á um fyrsta sæti lista
Sjálfstæðisflokks árið 1997. Þá hafði ekki verið
slagur um fyrsta sætið síðan 1981 þegar Davíð
Oddsson sigraði prófkjörið. Albert Guðmundsson
sóttist einnig eftir fyrsta sætinu, en lenti í þriðja sæti
og Markús Örn Antonsson hlaut annað sætið.
FBL-GREINING: PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS FYRIR BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR
Héldu síðast prófkjör árið 1997
Þrjár vikur eru síðan
utankjörstaðaatkvæða-
greiðsla hófst í Valhöll
vegna prófkjörs Sjálf-
stæðisflokksins. Ágúst
A. Ragnarsson vinnur á
skrifstofunni.
Er búið að vera mikið
álag vegna prófkjörs-
ins? Já. Það er mikið
hringt og við sjáum um
gríðarlega upplýsinga-
miðlun. Vegna utankjörstaðaatkvæða-
greiðslu hefur verið stöðugur straumur af
fólki í Valhöll í þrjár vikur. Fólk er einnig
að skrá sig í flokkinn. Megnið af því fólki
sem er að skrá sig tengist frambjóð-
endum, en það eru margir sem eru líka
að hrífast með þeirri spennu sem er í
borginni fyrir þessu prófkjöri. Það endur-
speglast til dæmis í skoðanakönnunum
Gallup að flokkurinn er á flugi í borginni.
Er búið að vera meira álag en fyrir
síðustu borgarstjórnarkosningar? Það
var ekki prófkjör fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar, en það var fyrir síðustu
alþingiskosningar og það er meira álag á
skrifstofunni en þá.
Hvað er það helsta sem þið þurfið að
gera? Við þurfum að sjá um það frá a til
ö að flokksskrá sé í góðu lagi. Við sjáum
um framkvæmd prófkjörsins og að allt er
lýtur að frambjóðendum sé eins pottþétt
og hugsast getur.
SPURT & SVARAÐ
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
Mikið álag á
Valhöll
SVONA ERUM VIÐ
> HLUTUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í HLUTBUNDNUM
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGUM Á ÖLLU LANDINU ÞAR
SEM LISTI VAR BORINN FRAM.
ÁGÚST A.
RAGNARSSON
Starfsmaður í
Valhöll.
Gísli Marteinn Baldursson býður
sig fram til forystu fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavíkurborg.
Hann hefur lagt áherslu á framtíð-
ina, nýjar hugmyndir og nýtt fólk
í aðdraganda prófkjörsins sem
hefst í dag. Hann svarar því fyrst
hvers vegna menn ættu að velja
hann í efsta sæti framboðslistann.
„Ég held að það sé nauðsynlegt
fyrir Reykjavíkurborg að hún
hleypi að nýrri kynslóð, nýjum
hugmyndum og nýjum áherslum
varðandi það hvernig best sé að
stjórna borginni. Borgin hefur
að mínu mati setið eftir á meðan
viðskiptalífið og ríkið hafa tekið
til kostanna og nútímavæðst.
Drifkraftur og hreyfiafl þessara
breytinga hefur verið ný kynslóð
fólks með nýjar hugmyndir og ég
held að það sé nauðsynlegt fyrir
borgina og Sjálfstæðisflokkinn
að hleypa því fólki og þeim hug-
myndum að.“
Heldur hallar á þig í könnunum við
upphaf prófkjörsins í dag. Hvernig
metur þú stöðu þína?
„Mér líst vel á. Það kann jafnan
góðri lukku að stýra að vera á sigl-
ingu, vera á uppleið eins og kann-
anir sýna. Við höfum trú á því að
við náum fleiri atkvæðum en Vil-
hjálmur einfaldlega vegna þess að
menn skynja og skilja betur þörf-
ina fyrir eitthvað nýtt.
Vilhjálmur hefur verið lengi
í borgarmálunum. Hann hefur
mikla reynslu af borgarmálum og
pólitík. Það ber að virða. En sífellt
fleiri eru að átta sig á því að kosn-
ingarnar snúast ekki um fortíðina
heldur framtíðina. Ég býð mig
fram á þeim forsendum að borgin
þurfi nýja og skýra framtíðarsýn
og að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi
mann sem getur leitt flokkinn og
borgina gegn um nauðsynlegar
breytingar.“
Sjálfstæðisflokkurinn í höfuðborg-
inni kynnti snemmsumars skipu-
lagshugmyndir um eyjabyggð.
Styður þú ekki þær hugmyndir?
„Ég hef lýst því yfir árum saman
að ég vilji byggja í Vatnsmýrinni.
Það hefur alltaf verið mín stefna
og verið öllum ljóst þegar verið
var að vinna þessar hugmynd-
ir um eyjabyggðina. Ég barðist
fyrir því í okkar hópi en fékk ekki
mikinn hljómgrunn. En margt er
ágætt í þessum eyjabyggðarhug-
myndum.
Þegar ég er spurður um mínar
áherslur og hvað ég mundi gera
sem oddviti Sjálfstæðismanna
mundi ekki byggja úti í Viðey.
Ekki heldur úti í Engey. Ég tek
undir þau meginsjónarmið að það
beri að byggja vestar í borginni.
Við eigum að byggja í Vatnsmýr-
inni og þar með verður ekki þörf á
að byggja í Engey sem mun kosta
tugi milljarða króna áður en við
getum tekið fystu skóflustung-
una. Þá er betra að byggja á landi
sem til er í Vatnsmýrinni og Geld-
inganesinu. Og finna flugvellin-
um annan stað í Reykjavík eða
í grennd við höfuðborgarsvæðið
sem við getum auðveldlega gert í
sátt við alla landsmenn.
Hvert er brýnasta viðfangsefnið og
það fyrsta sem þú mundir ráðast
í ef þú kæmist í borgarstjórastól-
inn?
„Ég vil hvorki að prófkjörið nú né
kosningarnar í vor snúist um for-
tíðina. Við eigum að vinna kosn-
ingarnar í vor út á hugmyndir
okkar um framtíðina en ekki út á
vafasama fortíð R-listans. Þegar
við komumst að í ráðhúsinum vil
ég að þegar í stað verði farið að
byggja þessa borg eins og íbú-
arnir sjálfir vilja. Það þýðir að
við þurfum að bjóða upp á nægi-
legan fjölda lóða til þess að íbúar
þurfi ekki að gerast flóttamenn
í nágrannasveitarfélögum. Við
þurfum að leysa umferðarhnúta.
Koma almenningssamgöngum og
samgöngum sem borgarbúar hafa
valið sér, sem er einkabíllinn, í
gott horf.
Við þurfum að koma skóla-
málum og málefnum aldraðra
í forgang. Við þurfum að hafa
val. Örva einkaframtakið með
því að láta sama fjármagn fylgja
nemendum hvort sem þeir fara í
borgarrekinn skóla eða sjálfstæð-
an skóla. Þannig fáum við meiri
sveigjanleika, fjölbreytni og sam-
keppni án þess að búa til tvöfalt
kerfi.“
Hverjum gætir þú hugsað þér að
starfa með í meirihluta ef svo færi
að Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki
meirihluta í borgarstjórnarkosn-
ingunum?
„Ég hef fulla trú á að við náum
meirihluta. En í því sambandi
gæti ég unnið með hverjum sem
er sem reiðubúinn er til þess að
samþykkja þá framtíðarsýn mína
að Reykjavík verði byggð upp
sem fjölskylduborg þar sem óskir
og þarfir borgarbúa eru í fyrsta
sæti. Þar sem okkur borgarbúum
er þjónað og hjálpað að lifa lífinu
eins og við kjósum sjálf að lifa
því, en ekki á þann hátt sem borg-
aryfirvöld vilja að við lifum.
Er prófkjör of kostnaðarsöm leið
að lýðræðinu og vali á fulltrúum?
„Þetta er feykileg vinna. En um
leið og þetta eru meiri annir en
ég hef áður kynnst er þetta eitt
það skemmtilegasta sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Þetta er
hins vegar dýrt. Við höfum reynt
að halda kostnaði í lágmarki en
heilsíður í blöðum kosta býsna
mikið. Við erum svo heppin að
njóta framlags fólks sem leggur
sig fram kauplaust. Og fyrir það
er ég afar þakklátur,“ segir Gísli
Marteinn Baldursson.
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir Reykjavíkurborg að hún
hleypi að nýrri kynslóð, nýjum hugmyndum og nýjum áherslum varðandi það hvernig best
sé að stjórna borginni. Borgin hefur að mínu mati setið eftir á meðan viðskiptalífið og ríkið
hafa tekið til kostanna og nútímavæðst.
Aukum valfrelsi borgarbúa
Gísli Marteinn Baldursson býður sig fram í efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gegn
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Gísli Marteinn segir að borgin hafi setið eftir á meðan viðskiptalífið og ríkið
hafi nútímavæðst. Drifkraftur þessara breytinga hafi verið ný kynslóð fólks með nýjar hugmyndir.
FRÉTTAVIÐTAL
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
1990 1994 1998 2002
40,6%
42,2%
41,4%
51,3%
Sláandi heimildamynd og bók
MEÐ MORÐINGJA
OG FÓRNARLAMBI
Í HANDRUKKUN
Sigurður Bragi
DV2x15 3.11.2005 20:37 Page 1