Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 89
FÓTBOLTI Knattspyrnukappinn Jóhann Þórhallsson skrifaði ekki undir samning við Val í gær eins og fastlega var reiknað með en hann sjálfur átti von á því að klára sín mál í gær. Jóhann hefur verið eftirsóttur af fjölda félaga frá því hann gaf það út að hann ætlaði að hætta að leika með KA á Akureyri. Fljótlega fækkaði möguleikunum en valið stendur í dag á milli Vals og Grindavíkur. Fréttablaðið hefur áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að Jóhann muni fara í Val en hann hitti þjálf- ara liðsins, Willum Þór Þórsson, að máli í gær. Erfiðlega gekk að ná tali af Jóhanni í gær en þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi sagðist hann enn vera óákveðinn. „Þetta er alveg rosalega erfið ákvörðun og ég er ekki enn búinn að gera upp hug minn,“ sagði Jóhann sem var harðákveðinn í að klára málið í gær en gat það ekki einhverra hluta vegna. Aðspurð- ur á hverju málið strandaði sagði Jóhann: „Ég get því miður ekkert tjáð mig um það. Þið verðið að bíða aðeins lengur eftir að heyra hvar ég spila næsta sumar.“ Grindvíkingar heyrðu ekkert frá Jóhanni í gær en hann átti að svara samingstilboði þeirra á miðvikudag. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði um miðjan daginn í gær að tilboð þeirra stæði að minnsta kosti út gærdag- inn en þeir yrðu að skoða stöðuna á ný í dag ef þeir myndu ekkert heyra frá Jóhanni. Þó kæmi ekki til greina að hækka núverandi til- boð. Ennfremur kvaðst Sigurður Jónsson, þjálfari liðsins, ekkert hafa heyrt frá Jóhanni í gær en hann sagði að tilboð Grindvíkinga stæði og það væri leikmannsins að ákveða framhaldið. - hbg, - vig 48 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Ekki enn gert upp hug sinn Knattspyrnumaðurinn Jóhann Þórhallsson hefur enn ekki ákveðið hvort hann gangi til liðs við Val eða Grindavík. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að Jóahnn muni ganga til liðs við Val. SKRIFAR HANN UNDIR Í DAG Þessir tveir einstaklingar gætu hæglega setið við þetta borð í dag og skrifað undir samning. Um er að ræða framherjann Jóhann Þórhallsson og Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals. Myndin er samsett. SAMSETT MYND/ RÓBERT NightClub Hafnarstræti 17 - 101 Reykjavík • Sími/Tel. 848 4830 ������������� ��������������� �������������������������������������������������������������� ���������� ������������������������������������ ��������� ���������� FÓTBOLTI Byggingarfyrirtækið sem sér um að endurreisa hin fornfræga þjóðarleikvang Eng- lendinga, Wembley, tilkynntu í gær að kostnaður við byggingu hins nýja leikvangs myndi verða tæpum sjö milljörðum hærri en upphaflegar áætlanir gerðu fyrir. Gert var ráð fyrir því þegar framkvæmdir hófust að þær myndu kosta um 70 milljarða króna, en hækkandi heimsverð á stáli, auk ósættis milli verktaka og stálfyrirtækisins CBUK sem varð til þess að fyrirtækið hætti við sinn hlut í verkefninu, hafa orðið til þess að heildarkostnað- urinn hækkar til muna og jafn- vel um meira en fyrrgreinda sjö milljarða. Fyrirtækið Multiplex, sem hefur veg og vanda að gerð hins nýja Wembley, hefur þegar hafið undirbúning að málaferlum gegn CBUK en nýtt stálfyrirtæki hefur þegar verið fengið til að útvega efni til framkvæmdanna og ættu þær því að haldast á áætlun. Kostnaður við hinn nýja Wembley er mikill: Sjö milljarða umfram áætlanir Í FRAMTÍÐINNI Þessi mynd sýnir hverng hinn nýi Wembley mun koma til með að líta út þegar framkvæmdum er lokið. Sannarlega glæsilegt mannvirki. Í DAG Þessi mynd var tekin í lok sumars þegar framkvæmdir við Wembley stóðu sem hæst. KÖRFUBOLTI Margra augu verða á Los Angeles Lakers í vetur enda er Phil Jackson aftur tekinn við lið- inu og undir hans stjórn er maður að nafni Kobe Bryant sem hefur ekki alltaf látið vel að stjórn. Kobe stimplaði sig engu að síður vel inn í tímabilið með sigur- körfunni í fyrsta leik Lakers. Kom hún 0,6 sekúndum fyrir lok fram- lengingar gegn Denver Nuggets og vann Lakers því 99-97. „Sigurinn var ekkert mikil- vægur fyrir mig. Hann var mik- ilvægur fyrir liðið,“ sagði Phil Jackson hógvær eftir leikinn. Kobe skoraði 33 stig í leiknum og hann fékk einnig tækifæri til þess að klára leikinn undir lok venju- legs leiktíma en þá brást honum bogalistin. „Þetta var vissulega mikilvæg- ur sigur fyrir okkur enda erum við mjög ungt lið,“ sagði Kobe eftir leikinn en hann átti ekki að taka síðasta skotið samkvæmt leikkerfinu. Hann tók því ekki sem móðgun. „Hann reynir stund- um að koma andstæðingnum á óvart. Hann treystir mér og veit að ég tek af skarið ef kerfið geng- ur ekki upp.“ - hbg Los Angeles Lakers byrjar vel í NBA-deildinni: Kobe með sigurkörfuna í framlengingu KOBE BRYANT Fagnar hér sigurkörfunni gegn Denver. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI 2. deildarlið Fjarða- byggðar gekk í gær frá þriggja ára samningi við fyrrum lands- liðsmanninn Þorvald Örlygsson en hann þjálfaði síðast lið KA. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég þekki aðeins til hjá liðinu og mér finnst þetta vera mjög spennandi verkefni,“ sagði Þorvaldur við Fréttablaðið í gær en hann var orðaður við þjálfarastöðu Fram og Víkings fyrir skömmu. Fjarðabyggð endaði í fjórða sæti annarrar deildarinnar síð- asta sumar og var aðeins fjórum stigum frá því að komast upp í fyrstu deild. Þorvaldur segir að hann ætli ekki að byrja á því að kaupa fjölda manna til liðsins. „Ég ætla fyrst að skoða mannskapinn og reyna að halda öllum sem fyrir eru hjá félaginu. Þetta eru ungir spræk- ir strákar sem hafa lagt mikið á sig og ég vil hjá- lpa þeim að verða betri,“ sagði Þorvaldur sem mun áfram búa á Ákureyri en fer reglulega aust- ur til að kíkja á þá stráka sem þar eru. Hann mun síðan flytjast búferlum yfir sumartímann. - hbg Fjarðabyggð ætlar sér stóra hluti á komandi árum: Þorvaldur ráðinn þjálfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.