Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2
2 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Ómar, svífstu einskis í kosn- ingabaráttunni? „Mér er málið skylt.“ Ómar Stefánsson, bæjarráðsmaður, býður sig fram í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Kvartað var yfir auglýsingaskilti sem hann festi á á girðingu í eigu bæjarins. FANGAR Talsmenn Evrópusam- bandsins, Evrópuráðsins, Alþjóða Rauða krossins og óháðra mann- réttindasamtaka boðuðu í gær allir rannsókn á því hvað hæft væri í fregnum um að bandaríska leyniþjónustan CIA ræki leynileg fangelsi í Austur-Evrópulönd- um, þar sem hún héldi meintum hryðjuverkamönnum föngnum og stundaði yfirheyrslur yfir þeim. Talsmenn Rauða krossins sögðust hafa sent Bandaríkja- stjórn fyrirspurn um málið og farið fram á aðgang að fangelsun- um ef tilvist þeirra skyldi verða staðfest. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins hafa verið þeir einu sem fengið hafa að heimsækja meinta al-Kaída-liða sem haldið er föngn- um í herbúðum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu og víðar, en þeir hafa ítrekað lýst áhyggj- um af óstaðfestum fréttum af því að bandarísk yfirvöld feldu vissa fanga þar sem eftirlitsmenn Rauða krossins næðu ekki til. Forsvarsmenn Evrópuráðs- ins, sem er sú stofnun sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með mannréttindamálum í álfunni, boðuðu einnig rannsókn. Tals- menn mannréttindasamtaka tóku í sama streng. Friso Roscam Abbing, talsmað- ur framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði upplýsinga verða leitað hjá öllum ríkisstjórn- um ESB-ríkjanna 25. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa neitað að tjá sig um málið eftir að dagblaðið The Washington Post birti grein þar sem fullyrt er að CIA hafi í fjögur ár - í nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum“ - haldið úti kerfi leynilegra fang- elsa erlendis, þar á meðal í nokkr- um Austur-Evrópulöndum. Blaðið hefur núverandi og fyrrverandi leyniþjónustumenn og erindreka bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum fyrir fréttinni. Ráðamenn í tíu löndum vísuðu því á bug í gær að slík leynifang- elsi væru hýst í þeirra lögsögu. Rúmenía, Pólland, Lettland, Ung- verjaland og fyrrverandi Sov- étlýðveldin Georgía og Armenía voru þar á meðal. audunn@frettabladid.is Rannsaka ásakanir um leynifangelsi Evrópusambandið, Alþjóða Rauði krossinn og Evrópuráðið boða rannsókn á ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan CIA reki leynileg fangelsi í Austur- Evrópu og víðar þar sem meintir hryðjuverkamenn séu faldir og yfirheyrðir. FANGI Í GUANTANAMO Fulltrúa Rauða krossins hefur grunað að bandarísk yfirvöld feldu vissa fanga fyrir eftirliti. FRÉTTABLAÐISINS / AP 4. SÆTID JÓRUNN Kosningaskrifstofan í Glæsibæ er opin kl. 12 - 22. Sími 517 0 617. www.jorunn.is Talsmenn Mannréttindavaktarinn- ar (Human Rights Watch), sögðu í New York í gær að samtökin hefðu heimildir fyrir því að CIA hafi flutt meinta hryðjuverkamenn sem teknir voru höndum í Afganistan til Póllands og Rúmeníu. Mark Garlasco, hermálasér- fræðingur hjá samtökunum, sagði þessa ályktun dregna af greiningu á flugdagbókum úr flugvélum sem CIA notaði til slíkra fangaflutninga á tímabilinu 2001 til 2004, en sam- tökin hefðu fengið þessar dagbæk- ur í hendur. „Vísbendingar eru um að farið hafi verið með fangana frá Afganist- an til staða í Evrópu og víðar,“ tjáði Garlasco AP-fréttastofunni. Hann sagði tvo staði liggja sér- staklega undir grun, en það væru Szymany-flugvöllur í Norðaustur- Póllandi, en í grennd við hann væru höfuðstöðvar pólsku leyniþjónust- unnar. Hinn staðurinn væri Mihail Kogalniceanu-herflugvöllurinn í Rúmeníu. Forsætisráðherra Rúmeníu, Calin Popesku, vísaði því alfarið á bug í gær að CIA hefði nokkra aðstöðu í landinu. Aðstoðarmaður pólska forsetans Aleksander Kwasniewski sagði að pólsk stjórnvöld hefðu „engar upplýsingar“ um slíka starf- semi í Póllandi. Gruna Pólland og Rúmeníu ■ Mannréttindavaktin um CIA: DÓMSMÁL Íslenska ríkið var dæmt í Hæstarétti í gær til að greiða ungum manni rúmlega 9 milljónir í bætur. Fyrir tæpum níu árum féll mað- urinn í heitan hver og var honum metinn 50 prósent varanlegur miski og örorka í kjölfarið. Hverinn er á landi í eigu ríkisins. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum sömu bætur sem þá áttu að greiðast af Orkubúi Vest- fjarða, Þörungaverksmiðjunni hf. og íslenska ríkinu. Hæstiréttur breytti þessu og sýknaði Orku- bú Vestfjarða og Þörungaverk- smikðjuna hf. - ks Maður féll í hver: Fær í bætur níu milljónir STJÓRNMÁL Össkur Skarphéðins- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, segir að hér á landi ríki sjóræn- ingjaástand í málefnum erlends vinnuafls. Hann tók upp málefni starfs- mannaleigna og erlends vinnuafls utan dagskrár á Alþingi í gær, en hann hefur sjálfur unnið að gerð skýrslu um starfsmannaleigur fyrir Evrópuráðið. „Mér er ekki kunnugt ennþá um neitt land í Evrópu þar sem ástand- ið varðandi starfsmannaleigur er jafn slæmt og hér á Íslandi.“ Hann bætti við að víða væru lög um starfsmannaleigur og slík lög í Pól- landi væru miklu fullkomnari en víða annars staðar og að sjálfsögðu hér á landi. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra sagði löglaust athæfi íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum starfsmönnum skammar- legt. „Eru íslensku fyrirtækin ekki að taka fullan þátt í því... Menn eiga ekki að firra sig ábyrgð og segja að sér komi málið ekki við.“ Árni kvaðst ætla að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jól. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur vinstri grænna sagði ekkert að vanbúnaði að samþykkja tilbúið lagafrumvarp vinstri grænna um starfsmannaleigur. - jh Félgasmálaráðherra boðar frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jól: Versta ástandið hér á landi ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um starfsmanna- leigur fyrir jól. BANDARÍKIN, AP Kviðdómur í New Jersey í Bandaríkjunum komst í gær að þeirri niðurstöðu að lyfja- fyrirtækið Merck hefði gert lækn- um nægilega grein fyrir aukaverkun- um af gigtar- lyfinu Vioxx og hefði því ekki blekkt neytendur við markaðsetn- ingu lyfsins. F y r i r t æ k i ð væri því ekki s k a ð a b ó t a - skylt gagnvart sextugum póstburðarmanni sem lögsótti fyrirtækið og sagðist hafa fengið hjartaáfall vegna notkunar lyfsins. Þetta er annar dómurinn sem fellur í máli sem höfðað er á hend- ur Merck vegna lyfsins en fyrr á árinu komst dómstóll í Texas að andstæðri niðurstöðu. ■ Dómur í New Jersey: Merck ekki skaðabótaskylt GIGTARLYFIÐ VIOXX Tekið af markaði vegna aukaverkana. AP STJÓRNMÁL „Við erum að ræða það en ég á ekki von á öðru en þessi tillaga um opið prófkjör verði samþykkt,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, þegar Fréttablað- ið hafði samband við hann seint í gærkvöldi. Þá stóð yfir fundur kjördæmaráða flokksins í Reykja- vík á Grand hóteli. Þar var verið að ganga frá því með hvaða hætti prófkjör flokks- ins yðri háttað í Reykjavíkurkjör- dæmunum en það verður haldið 28. janúar næstkomandi. Tillagan sem Björn nefndi er á þá leið að haldið verði prófkjör sem er opið öllum Reykvíkingum en þó með því skilyrði að kjósend- ur undirriti stuðningsyfirlýsingu við stefnu Framsóknarflokksins áður en þeir greiða atkvæði. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi sem einnig var á fundinum í gær, sagði að verið væri að ræða breytingar á orðalagi varðandi tillöguna en svo yrðu greidd atkvæði um hana og átti hún von á því líkt og Björn að hún yrði samþykkt en engin önnur tillaga var lögð fram. -jse Fundur kjördæmaráða Framsóknarflokksins: Opið prófkjör í Reykjavík BJÖRN INGI HRAFNSSON OG ANNA KRISTINSDÓTTIR Bæði Björn Ingi og Anna voru sam- mála um það í gærkvöldi að tillaga um opið prófkjör flokksins í Reykjavík yrði samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.