Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 25 Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmæl- endur Egils Helgasonar voru Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamynd- un. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppn- iseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórn- armeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefnd- in sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórn- arinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað sam- þykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun- blaðið eru á villigötum í málflutn- ingi sínum um einokun og auð- hringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þess- um lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar sam- keppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjöl- miðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokks- ins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðis- flokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillög- ur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem „krafa“ forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins. AF NETINU Einokun og auðhringar UMRÆÐAN SAMKEPPNIS- HÖMLUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Geir styður Vilhjálm Þ. Geir [Haarde] formaður [Sjálfstæðis- flokksins] hefur nú látið þau boð út ganga um flokkinn að hann styðji Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í prófkjörinu í Reykjavík. Á Gíslavæng raða sér hinsvegar Davíðs- menn hver af öðrum, og því er tekist á um meira en fyrsta sætið á D-listanum í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík- urhreppi 2006: Sjálf forysta flokksins er undir. Sigur Vilhjálms festir Geir í sessi sem formann en vinni Gísli er hætt við að sú skoðun styrkist enn innan flokksins og utan að Geir sé millibilsformaður þangað til gardinn kringum Davíð hefur valið sér foringja úr næstu kynslóð á eftir. Mörður Árnason á mordur.is Bleikt og blátt Það virðist hafa verið ákveðið að krydda Bleikt og blátt aðeins á ný og fólk er þegar byrjað að amast við því. Löggan er farin að skoða blaðið. Það hljómar dálítið eins og í gamla daga. Í flestum bókabúðum landsins eru til sölu erlend tímarit með myndum af fólki í samför- um. Þó að fæstir viðurkenni að þeir hafi áhuga á slíku efni þá selst það gríðarlega mikið (í öðru formi, a.m.k., ég veist svo sem ekki hvort þessi tilteknu blöð seljast mikið). Staðreyndin er sú að til er mikið af konum og körlum sem hafa ánægju af að horfa á myndir af meðbræðrum sínum við kynferðislegar aðstæður. Í slíku myndefni er í seinni tíð ekki lögð minni áhersla á útmálun karllíkamans en kvenlíkamans. Gamalkunnugur mál- flutningur um hlutgervingu konunnar og skort á virðingu fyrir henni með slíku efni er nokkuð mikil einföldun. Og þó er málið ósköp einfalt: fólk með eðlilega náttúru laðast að þessu efni, náttúru sinnar vegna en ekki til þess að kúga og niðurlægja konur. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Dæmigerð vitleysisumræða Dæmigerð vitleysisumræða hefur farið fram í fréttatímum undanfarin kvöld. Það hefur nefnilega „heyrst af fyrirtækjum sem ætla ekki að greiða þeim konum full laun sem tóku sér frí úr vinnu á kvenna- frídaginn“. Formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur hefur meira að segja verið í fréttum og talið það vera siðferð- islega skyldu fyrirtækjanna að borga starfsfólkinu fyrir að leggja niður störf og fara í bæinn - og geta menn velt fyrir sér hvort aðrar kröfugerðir sem félagið gerir undir hans formennsku eru byggðar á svipuðum rökum. Hvernig er hægt að telja það sérstakt réttindamál að fá greitt fyrir það að leggja niður störf? Segjum nú til gamans að bæjarferð kvennanna hafi verið eðlileg og rökræn aðgerð, rökstudd með staðreyndum en ekki upphrópunum ímyndun og tilfinningu; að málstaðurinn hafi einfaldlega verið góður. En hverju myndi það breyta? Geta menn tekið sér launuð frí að vild til þess að fara á fundi um hugðarefni sín, bara ef þau eru nógu góð? Vefþjóðviljinn á andriki.is Hvað á maður að gera? Nú lifum við í stanslausum fréttaflutningi af fuglaflensu; það er vetur sem kemur snemma og er óvenju kaldur; manni er sagt að flensan geti komið fljótlega, eftir nokkur ár, kannski alls ekki. Þetta á að vera mesta heilsufarsógn sem steðjar að mannkyninu. Hvað á maður að gera þegar svona vofir yfir? Getur maður treyst því að yfirvöldin hugsi fyrir manni, að læknisþjónusta og annað bregðist ekki? Egill Helgason á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.