Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 34
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 5 Ávexti á að geyma á köldum stað, þá haldast þeir ferskir lengur. Vissir ávextir eins og bananar og mangó skemmast þó er þeir eru geymdir á of köldum stað. Þegar ávextir eru þroskaður bragðast þeir best. Óþroskað- ir ávextir geta verið súrir, grænir og harð- ir á meðan þroskaðir ávextir eru fallegir á litinn, sætir og safa- ríkir. Ávextir þroskast meðal annars fyrir til- stilli lífræna efnasam- bandsins etýls. Þegar ávextir eru geymdir á köldum stað hægir á framleiðslu þess og hægir þess vegna á þroskanum. Nokkrir ávextir gefa frá sér það mikið af etýli að það getur haft slæm áhrif á aðrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti. Etýl- ið frá eplum getur til dæmis haft þau áhrif á tómata að þeir þroskist of hratt. Einnig getur það haft þau áhrif á gulrætur að þær verða beiskar. Grænmeti geymist best í pappírspokum eða plastíláti. Raki getur auð- veldlega myndast í bökkum sem maður kaupir með til dæmis sveppum eða paprikum. Rakt grænmeti rotnar fljótt og mygl- ar og þess vegna er best að opna slíkar pakkningar strax eða gera gat á umbúðinar. Plastfilman á bökkunum hefur þó þann kost að hún kemur í veg fyrir að græn- metið þorni. Athuga ber að það eru alltaf bakteríur á yfirborði grænmetis. Skítugt grænmeti á þess vegna að geyma aðskilið frá öðrum fæðutegundum. Eins og ávextir er grænmeti vitaskuld bragð- best þroskað. Birta flýtir fyrir þroska grænmetis og því getur verið gott að geyma óþroskað grænmeti á björtum stað, vilji maður flýta fyrir þroska þess. Kartöflur á hins vegar að geyma á dimmum stað, þær skemmast ef þær eru geymdar á björtum stað. Grænmeti geymist best og lengst á köldum stað, ísskáp- urinn er góður geymslustaður en köld geymsla kemur einnig sterklega til greina. Geymsla á græn- meti og ávöxtum Geymsluþol grænmetis og ávaxta er mjög háð því hvernig það er geymt. Ekki á sama geymsluaðferðin við allar tegundir. Almennt er mælt með að maður kaupi ávexti og grænmeti eins ferskt og hægt er. Nú getur almenningur á höfuð- borgarsvæðinu fengið ávexti og grænmeti sent heim á fimmtu- dagskvöldum. „Vöruúrvalið hjá okkur saman- stendur af ávöxtum og græn- meti, ávaxtabökkum, grænmet- isbökkum, partýbökkum og svo túnfisks-, rækju- og hummus- salati. Við leggjum áherslu á gæðavöru og til dæmis eru rækjusalötin okkar með risa- rækju að stórum hluta. Einnig notum við kotasælu og sýrðan rjóma en ekki majones í salötin,“ segir Haukur Magnússon, sem á fyrirtækið Ávaxtabílinn ásamt konu sinni Soffíu Marteins- dóttur. Hann segir dreifinguna í heimahús eingöngu fara fram á fimmtudagskvöldum til að byrja með og standa frá 18-22. „Við getum ekki sagt til um hvenær vörurnar berast á þessu tímabili, þannig að einhverjar ráðstafarn- ir þarf að gera ef viðskiptavinur bregður sér af bæ,“ segir hann og tekur fram að vörurnar þurfi að vera búið að panta og greiða á miðnætti á miðvikudegi. „Við höfum reynt að hafa úrvalið af ávöxtum og grænmeti sem mest en þó verðum við að takmarka það að einhverju leyti því annars yrði pökkunin of tímafrek og flókin. Við viljum gjarnan heyra frá viðskiptavinum hvers þeir sakna og reynum þá að bregðast við því,“ segir Haukur. Þau hjón- in hafa eins og hálfs árs reynslu í að reka Ávaxtabílinn en hing- að til hefur þjónustan eingöngu snúist um fyrirtæki og stærri pantanir. Brauðbíllinn er liður í þeirri þjónustu. Hann fer í fyrirtæki á föstudagsmorgnum með nýbakaðar bollur, hollar ávaxtakökur og salöt eftir pönt- unum. Heimasíða fyrirtækis- ins er www.avaxtabillinn.is og hægt er að panta í símum 517- 0110, 821-4461 og 8200-864 eða gegnum netfangið avaxtabill- inn@avaxtabillinn.is. Ávaxtabíllinn með sendingar í heimahús Sýnishorn af bökkunum sem Ávaxtabíllinn er með. Sannarlega freistandi. Ávextir bragðast best þroskaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.